Dvalið í draumahöll borgarstjóra Bergsteinn Sigurðsson skrifar 15. maí 2013 12:00 Finnbogi Pétursson myndlistamaður. „Ég er að reyna að komast að kjarna borgarinnar og maður kemst ekki mikið nær kjarnanum en að borgarstjóra í djúpsvefni,“ segir Finnbogi Pétursson um sýningu sem hann opnar í Höggmyndagarðinum við Nýlendugötu á laugardag. Í miðjum garðinum verður komið fyrir gömlum ljósastaur og á hann hengdar tvær tæplega hálfrar aldar hátarabjöllur úr gamla hljóðkerfi Reykjavíkurborgar. Finnbogi fékk leyfi Jóns Gnarr borgarstjóra til að hljóðrita nætursvefn hans og mun upptakan óma úr hátalarabjöllunum í garðinum í sumar. „Hugmyndin er fólk komi í garðinn á hvaða tíma sem er, leggist og láti sig dreyma með borgarstjóranum,“ segir Finnbogi. Hann segist hafa viljað fanga stundina þar sem fulltrúi borgarinnar, sjálfur borgarstjórinn, stígur úr hinum daglega heimi og inn draumaheiminn þar sem hann endurhleður sig yfir nóttina. „Jón tók vel í þetta og var svo vænn að hleypa mér svona nálægt sér. Ég lét hann hafa upptökutæki, kenndi honum á það og sýndi honum hvar hann ætti að stilla því upp. Svo lagðist hann til hvílu og fór í gegnum öll stig svefnsins sem við förum í gegn á hverri nóttu til að endurhlaða kerfið.“ Upptakan af svefni borgarstjóra um átta klukkustundir verður leikin í sífellu allan sólarhringinn þar til í ágúst þegar sýningunni lýkur. Nágrannar þurfa þó ekki að óttast ónæði af völdum verksins. „Ég er ekki að „blasta“ neinu. Upptakan er mjög lágstemmd; þetta er aðallega þögn eða hægur andardráttur, brotin upp með einstaka hrotu. Af öðrum verkum mínum er þetta líklega einna mest í ætt við hljóðskúlptúr sem ég gerði á aldarafmæli Halldórs Laxness. Þar var meginuppistaðan upptaka af upplestri Halldórs þar sem ég hafði klippt út öll orðin en spilaði bara þögnina.“ Skúlptúrinn er öðrum þræði nostalgíuverk. „Ég fór stundum í bæinn með pabba á þjóðhátíðardaginn þegar ég var strákur og man vel eftir hátarabjöllunum, það má meðal annars sjá þeim bregða fyrir á 40 til 50 ára gömlum myndum af þjóðhátíðarhöldum í Reykjavík,“ segir Finnbogi en hann bjargaði bjöllunum frá förgun fyrir nokkrum árum og hefur haft þær í garðinum hjá sér síðan. Finnbogi hefur verið í hópi fremstu myndlistarmanna landsins um nokkurt skeið og einbeitt sér að hljóðtengdum innsetningum, til dæmis verkið Diabolus sem hann sýndi á Feneyjatvíæringnum 2001 sem fulltrúi Íslands. Hann segist þó aldrei hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að vera hljóðlistamaður. „Hver hugmynd og hvert verk hafa einfaldlega leitt mig að því næsta. Þetta er eins og að setja niður fræ sem verður að tré sem maður tekur afleggjari af og þegar yfir lýkur er kominn skógur. Svona er það með alla kreatíva vinnu, þar sem hugmyndirnar skarast og tvístrast. Ég er bara myndlistarmaður með mikinn áhuga á hljóði og það hefur leitt mig á þennan stað, að reyna að hljóðtengja allt.“ Sýning Finnboga í Höggmyndagarðinum verður opnuð á laugardag klukkan 12. Menning Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Ég er að reyna að komast að kjarna borgarinnar og maður kemst ekki mikið nær kjarnanum en að borgarstjóra í djúpsvefni,“ segir Finnbogi Pétursson um sýningu sem hann opnar í Höggmyndagarðinum við Nýlendugötu á laugardag. Í miðjum garðinum verður komið fyrir gömlum ljósastaur og á hann hengdar tvær tæplega hálfrar aldar hátarabjöllur úr gamla hljóðkerfi Reykjavíkurborgar. Finnbogi fékk leyfi Jóns Gnarr borgarstjóra til að hljóðrita nætursvefn hans og mun upptakan óma úr hátalarabjöllunum í garðinum í sumar. „Hugmyndin er fólk komi í garðinn á hvaða tíma sem er, leggist og láti sig dreyma með borgarstjóranum,“ segir Finnbogi. Hann segist hafa viljað fanga stundina þar sem fulltrúi borgarinnar, sjálfur borgarstjórinn, stígur úr hinum daglega heimi og inn draumaheiminn þar sem hann endurhleður sig yfir nóttina. „Jón tók vel í þetta og var svo vænn að hleypa mér svona nálægt sér. Ég lét hann hafa upptökutæki, kenndi honum á það og sýndi honum hvar hann ætti að stilla því upp. Svo lagðist hann til hvílu og fór í gegnum öll stig svefnsins sem við förum í gegn á hverri nóttu til að endurhlaða kerfið.“ Upptakan af svefni borgarstjóra um átta klukkustundir verður leikin í sífellu allan sólarhringinn þar til í ágúst þegar sýningunni lýkur. Nágrannar þurfa þó ekki að óttast ónæði af völdum verksins. „Ég er ekki að „blasta“ neinu. Upptakan er mjög lágstemmd; þetta er aðallega þögn eða hægur andardráttur, brotin upp með einstaka hrotu. Af öðrum verkum mínum er þetta líklega einna mest í ætt við hljóðskúlptúr sem ég gerði á aldarafmæli Halldórs Laxness. Þar var meginuppistaðan upptaka af upplestri Halldórs þar sem ég hafði klippt út öll orðin en spilaði bara þögnina.“ Skúlptúrinn er öðrum þræði nostalgíuverk. „Ég fór stundum í bæinn með pabba á þjóðhátíðardaginn þegar ég var strákur og man vel eftir hátarabjöllunum, það má meðal annars sjá þeim bregða fyrir á 40 til 50 ára gömlum myndum af þjóðhátíðarhöldum í Reykjavík,“ segir Finnbogi en hann bjargaði bjöllunum frá förgun fyrir nokkrum árum og hefur haft þær í garðinum hjá sér síðan. Finnbogi hefur verið í hópi fremstu myndlistarmanna landsins um nokkurt skeið og einbeitt sér að hljóðtengdum innsetningum, til dæmis verkið Diabolus sem hann sýndi á Feneyjatvíæringnum 2001 sem fulltrúi Íslands. Hann segist þó aldrei hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að vera hljóðlistamaður. „Hver hugmynd og hvert verk hafa einfaldlega leitt mig að því næsta. Þetta er eins og að setja niður fræ sem verður að tré sem maður tekur afleggjari af og þegar yfir lýkur er kominn skógur. Svona er það með alla kreatíva vinnu, þar sem hugmyndirnar skarast og tvístrast. Ég er bara myndlistarmaður með mikinn áhuga á hljóði og það hefur leitt mig á þennan stað, að reyna að hljóðtengja allt.“ Sýning Finnboga í Höggmyndagarðinum verður opnuð á laugardag klukkan 12.
Menning Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira