Yngsti fyrirliði deildarinnar á skotskónum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. maí 2013 09:00 Guðmunda Brynja Óladóttir í leik á móti Þrótti þar sem hún skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri. Mynd/Valli Hún er ein af efnilegustu knattspyrnukonum landsins og búin að vera fastamaður í yngri landsliðunum. Hún er nítján ára og samningslaus eftir síðasta sumar og því eftirsótt hjá „stóru“ liðunum í deildinni. Guðmunda Brynja Óladóttir ákvað hins vegar að halda sínu striki með Selfossi – Gunnar Rafn Borgþórsson, nýr þjálfari liðsins, sannfærði hana strax, hún hlustaði ekki á önnur tilboð og var síðan verðlaunuð með því að fá fyrirliðabandið þrátt fyrir að vera ekki orðin tvítug.Talaði ekki við önnur félög „Gunnar náði að sannfæra mig um að vera áfram og ég talaði varla við nein önnur félög,“ segir Guðmunda Brynja Óladóttir sem kann vel við sig í Selfossliðinu. „Það er stór kjarni í liðinu sem hefur spilað saman frá því að við vorum í 6. flokki. Við þekkjumst mjög vel og þetta er mjög þéttur hópur,“ segir Guðmunda. Selfoss hélt sér í deildinni síðasta sumar þrátt fyrir að fá á sig 4,3 mörk í leik. Nú er allt annað að sjá varnarleik liðsins. „Mér líst rosalega vel á þetta og við byrjuðum mjög vel. Við erum með nánast sama lið og í fyrra og við erum allar reynslunni ríkari,“ sagði Guðmunda. Hún tók við fyrirliðabandinu fyrir tímabilið.Mjög stolt af fyrirliðabandinu „Það er mjög skemmtilegt að vera orðinn fyrirliði. Ég er mjög stolt af því. Ég kannski tala meira en þetta hefur ekkert breytt mér held ég,“ segir Guðmunda, sem er yngsti fyrirliði Pepsi-deildar kvenna. Selfoss-liðið hefur unnið tvo fyrstu leiki sína og Guðmunda er búin að skora þrjú af fjórum mörkum liðsins. Þetta var því augljóslega góð ákvörðun hjá þjálfaranum sem setti mikla ábyrgð á þennan unga leikmann. Selfoss hefur unnið báða þessa sigra á útivelli en í dag fær liðið Aftureldingu í heimsókn. „Við erum búnar að vera að bíða eftir þessum leik síðan við sáum hvernig Íslandsmótið raðaðist og það er mikil stemming í liðinu fyrir leikinn. Það skiptir miklu máli að ná sigri á móti þessum liðum sem eru í neðri hlutanum með okkur og það er mjög gott ef við náum því að fá eitthvað út úr þessum leik,“ segðir Guðmunda sem leiðist ekkert að skoða töfluna.Ekki verið svona ofarlega áður „Ég held að við höfum aldrei verið svona ofarlega áður þannig að það er mjög gaman að skoða töfluna í dag. Við erum að sýna það núna að við getum alveg verið í Pepsi-deildinni. Vonandi náum við að fylgja þessu eftir og við ætlum ekki að ofmetnast þrátt fyrir góða byrjun,“ segir Guðmunda en hvað með A-landsliðið og möguleika hennar að vera með á EM í Svíþjóð í sumar. „Ef ég spila vel og hlutirnir ganga upp hjá mér þá held ég að ég eigi alveg möguleika á að komast í lokahópinn. Ég vona að það sé stefnan hjá öllum yngri stelpum að komast í landsliðið. Það er ótrúlega gaman að spila fyrir hönd Íslands og ég vil að sjálfsögðu komast á stóra sviðið,“ sagði Guðmunda að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Fleiri fréttir Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Sjá meira
Hún er ein af efnilegustu knattspyrnukonum landsins og búin að vera fastamaður í yngri landsliðunum. Hún er nítján ára og samningslaus eftir síðasta sumar og því eftirsótt hjá „stóru“ liðunum í deildinni. Guðmunda Brynja Óladóttir ákvað hins vegar að halda sínu striki með Selfossi – Gunnar Rafn Borgþórsson, nýr þjálfari liðsins, sannfærði hana strax, hún hlustaði ekki á önnur tilboð og var síðan verðlaunuð með því að fá fyrirliðabandið þrátt fyrir að vera ekki orðin tvítug.Talaði ekki við önnur félög „Gunnar náði að sannfæra mig um að vera áfram og ég talaði varla við nein önnur félög,“ segir Guðmunda Brynja Óladóttir sem kann vel við sig í Selfossliðinu. „Það er stór kjarni í liðinu sem hefur spilað saman frá því að við vorum í 6. flokki. Við þekkjumst mjög vel og þetta er mjög þéttur hópur,“ segir Guðmunda. Selfoss hélt sér í deildinni síðasta sumar þrátt fyrir að fá á sig 4,3 mörk í leik. Nú er allt annað að sjá varnarleik liðsins. „Mér líst rosalega vel á þetta og við byrjuðum mjög vel. Við erum með nánast sama lið og í fyrra og við erum allar reynslunni ríkari,“ sagði Guðmunda. Hún tók við fyrirliðabandinu fyrir tímabilið.Mjög stolt af fyrirliðabandinu „Það er mjög skemmtilegt að vera orðinn fyrirliði. Ég er mjög stolt af því. Ég kannski tala meira en þetta hefur ekkert breytt mér held ég,“ segir Guðmunda, sem er yngsti fyrirliði Pepsi-deildar kvenna. Selfoss-liðið hefur unnið tvo fyrstu leiki sína og Guðmunda er búin að skora þrjú af fjórum mörkum liðsins. Þetta var því augljóslega góð ákvörðun hjá þjálfaranum sem setti mikla ábyrgð á þennan unga leikmann. Selfoss hefur unnið báða þessa sigra á útivelli en í dag fær liðið Aftureldingu í heimsókn. „Við erum búnar að vera að bíða eftir þessum leik síðan við sáum hvernig Íslandsmótið raðaðist og það er mikil stemming í liðinu fyrir leikinn. Það skiptir miklu máli að ná sigri á móti þessum liðum sem eru í neðri hlutanum með okkur og það er mjög gott ef við náum því að fá eitthvað út úr þessum leik,“ segðir Guðmunda sem leiðist ekkert að skoða töfluna.Ekki verið svona ofarlega áður „Ég held að við höfum aldrei verið svona ofarlega áður þannig að það er mjög gaman að skoða töfluna í dag. Við erum að sýna það núna að við getum alveg verið í Pepsi-deildinni. Vonandi náum við að fylgja þessu eftir og við ætlum ekki að ofmetnast þrátt fyrir góða byrjun,“ segir Guðmunda en hvað með A-landsliðið og möguleika hennar að vera með á EM í Svíþjóð í sumar. „Ef ég spila vel og hlutirnir ganga upp hjá mér þá held ég að ég eigi alveg möguleika á að komast í lokahópinn. Ég vona að það sé stefnan hjá öllum yngri stelpum að komast í landsliðið. Það er ótrúlega gaman að spila fyrir hönd Íslands og ég vil að sjálfsögðu komast á stóra sviðið,“ sagði Guðmunda að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Fleiri fréttir Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Sjá meira