Ætlar upp heimslistann Stefán Árni Pálsson skrifar 27. maí 2013 07:00 Axel Bóasson Mynd / GSÍ myndir Fyrsta mótið á Eimskipsmótaröðinni í golfi fór fram á Garðavelli um helgina en Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, vann í kvennaflokki. Hún lék síðasta hringinn á 77 höggum og samanlagt fór hún hringina á þrettán höggum yfir pari vallarins. „Aðstæður voru ekki þær bestu um helgina og mikill vindur allt mótið sem bitnaði á spilamennsku keppenda,“ sagði Guðrún Brá Björgvinsdóttir, sigurvegari mótsins. „Sumarið leggst virkilega vel í mig og ég er gríðarlega spennt fyrir komandi átökum. Vellirnir koma misvel undan vetri og eru sumir þeirra ekki í nægilega góðu standi. Mikil þolinmæðisvinna að klára þetta mót og maður varð að vera gríðarlega einbeittur. Ég er mjög ánægð með sjálfa mig og hvernig ég stóð mig í dag, en það var í raun ógeðslegt veður. Ég ætla mér stóra hluti í sumar og berjast um sigur á öllum mótum,“ sagði Guðrún Brá eftir lokahringinn í gær. Í karlaflokki var það Axel Bóasson, GK, sem bar sigur úr býtum en hann lék lokahringinn á 78 höggum og samanlagt á sex höggum yfir pari. „Þetta var heldur betur erfiður hringur,“ sagði Axel Bóasson, rétt eftir lokahringinn í gær. „Maður þurfti að vera virkilega þolinmóður og skynsamur í sínum leik í dag. Aðstæður voru erfiðar og skorið var þar af leiðandi ekki gott, sérstaklega á lokahringnum. Ég hafði náð fínu forskoti fyrir hringinn í dag og því gat ég leyft mér að meira í dag, en það gekk samt sem áður ekki nægilega vel hjá mér á síðasta hringnum og ég fékk til að mynda aðeins einn fugl í dag.“ Axel Bóasson stundar nám í Bandaríkjunum þar sem hann æfir allan veturinn við bestu mögulegar aðstæður en það hefur alltaf verið draumur hans að gerast atvinnumaður í íþróttinni sem hann elskar. „Þetta tímabil leggst gríðarlega vel í mig en ég hef sett mér þau markmið að klífa sem hæst upp heimslistann til að leggja grunninn að því að verða atvinnumaður í golfi. Það hefur verið markmiðið mitt síðan ég var lítill strákur og ég set stefnuna á það.“ Golf Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Fyrsta mótið á Eimskipsmótaröðinni í golfi fór fram á Garðavelli um helgina en Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, vann í kvennaflokki. Hún lék síðasta hringinn á 77 höggum og samanlagt fór hún hringina á þrettán höggum yfir pari vallarins. „Aðstæður voru ekki þær bestu um helgina og mikill vindur allt mótið sem bitnaði á spilamennsku keppenda,“ sagði Guðrún Brá Björgvinsdóttir, sigurvegari mótsins. „Sumarið leggst virkilega vel í mig og ég er gríðarlega spennt fyrir komandi átökum. Vellirnir koma misvel undan vetri og eru sumir þeirra ekki í nægilega góðu standi. Mikil þolinmæðisvinna að klára þetta mót og maður varð að vera gríðarlega einbeittur. Ég er mjög ánægð með sjálfa mig og hvernig ég stóð mig í dag, en það var í raun ógeðslegt veður. Ég ætla mér stóra hluti í sumar og berjast um sigur á öllum mótum,“ sagði Guðrún Brá eftir lokahringinn í gær. Í karlaflokki var það Axel Bóasson, GK, sem bar sigur úr býtum en hann lék lokahringinn á 78 höggum og samanlagt á sex höggum yfir pari. „Þetta var heldur betur erfiður hringur,“ sagði Axel Bóasson, rétt eftir lokahringinn í gær. „Maður þurfti að vera virkilega þolinmóður og skynsamur í sínum leik í dag. Aðstæður voru erfiðar og skorið var þar af leiðandi ekki gott, sérstaklega á lokahringnum. Ég hafði náð fínu forskoti fyrir hringinn í dag og því gat ég leyft mér að meira í dag, en það gekk samt sem áður ekki nægilega vel hjá mér á síðasta hringnum og ég fékk til að mynda aðeins einn fugl í dag.“ Axel Bóasson stundar nám í Bandaríkjunum þar sem hann æfir allan veturinn við bestu mögulegar aðstæður en það hefur alltaf verið draumur hans að gerast atvinnumaður í íþróttinni sem hann elskar. „Þetta tímabil leggst gríðarlega vel í mig en ég hef sett mér þau markmið að klífa sem hæst upp heimslistann til að leggja grunninn að því að verða atvinnumaður í golfi. Það hefur verið markmiðið mitt síðan ég var lítill strákur og ég set stefnuna á það.“
Golf Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira