Minnsta högg gæti brotið bein Rúnars Kára Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. maí 2013 07:30 Hægri skyttan spilar hvorki með Grosswallstadt né íslenska landsliðinu næstu þrjár vikurnar. Nordicphotos/Getty Rúnar Kárason spilar hvorki með liði sínu Grosswallstadt né íslenska landsliðinu næstu vikurnar. Hægri skyttan hélt upp á 25 ára afmælið sitt með sex mörkum í mikilvægum sigri Grosswallstadt á Balingen á föstudag. Seint í leiknum meiddist hann á hægri hendi og kom ekki meira við sögu. Í fyrstu var talið að Rúnar væri með sprungu í handarbakinu en meiðslin eru ekki alveg jafn alvarleg og talið var í fyrstu, en alvarleg þó. „Það er rifa í hárvefjunum sem umlykja beinið. Þetta þýðir að ef einhver slær á handarbakið á mér eða rekst illa í mig þá myndi ég brotna,“ segir Rúnar sem er kominn í gifs. Sársaukinn sé auk þess svo mikill, jafnvel við það eitt að grípa bolta, að hann gæti ekki einu sinni spilað. Það kom berlega í ljós í gær þegar hann, fyrir klaufaskap, rak höndina í borð heima hjá sér í gær. „Það var rosalega vont jafnvel þótt ég væri kominn í gifs,“ segir Rúnar. Rúnar í leik með íslenska landsliðinu. Grosswallstadt á þrjá leiki eftir í þýsku úrvalsdeildinni og þarf helst að vinna sigur í þeim öllum til að eygja möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. Hin hægri skytta liðsins er einnig meidd og meiðsli Rúnars koma því á versta tíma. Rúnar hafði gert sér vonir um að geta náð landsleikjum Íslands gegn Hvíta-Rússlandi og Rúmeníu í júní í undankeppni EM. Eftir að hafa ráðfært sig við Örnólf Valdimarsson, lækni íslenska landsliðsins, er sú von úr sögunni. Landsleikirnir hafa litla þýðingu hvort eð er þar sem Ísland hefur þegar tryggt sér þátttökurétt á Evrópumótinu. „Maður getur harkað hitt og þetta af sér og stundum er áhættan minni. En ef ég myndi brotna myndi það þýða tveggja eða þriggja mánaða fjarveru,“ segir Rúnar sem var frá keppni stóran hluta ársins 2012 vegna meiðsla. Skyttunni lýst illa á að verja öðru sumri í endurhæfingu.Leikmönnum Grosswallstadt hefur gengið illa að fá laun greidd í vetur. Þá ríkir óvissa um hvort félagið fái keppnisleyfi á næstu leiktíð. „Það kemur í ljós á morgun eða miðvikudag. Eftir því sem við fáum best skilið fengu þeir jákvæð svör frá deildinni,“ segir Rúnar. Hann minnir þó á að ekkert sé fast í hendi fyrr en það er skriflegt. Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Rúnar Kárason spilar hvorki með liði sínu Grosswallstadt né íslenska landsliðinu næstu vikurnar. Hægri skyttan hélt upp á 25 ára afmælið sitt með sex mörkum í mikilvægum sigri Grosswallstadt á Balingen á föstudag. Seint í leiknum meiddist hann á hægri hendi og kom ekki meira við sögu. Í fyrstu var talið að Rúnar væri með sprungu í handarbakinu en meiðslin eru ekki alveg jafn alvarleg og talið var í fyrstu, en alvarleg þó. „Það er rifa í hárvefjunum sem umlykja beinið. Þetta þýðir að ef einhver slær á handarbakið á mér eða rekst illa í mig þá myndi ég brotna,“ segir Rúnar sem er kominn í gifs. Sársaukinn sé auk þess svo mikill, jafnvel við það eitt að grípa bolta, að hann gæti ekki einu sinni spilað. Það kom berlega í ljós í gær þegar hann, fyrir klaufaskap, rak höndina í borð heima hjá sér í gær. „Það var rosalega vont jafnvel þótt ég væri kominn í gifs,“ segir Rúnar. Rúnar í leik með íslenska landsliðinu. Grosswallstadt á þrjá leiki eftir í þýsku úrvalsdeildinni og þarf helst að vinna sigur í þeim öllum til að eygja möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. Hin hægri skytta liðsins er einnig meidd og meiðsli Rúnars koma því á versta tíma. Rúnar hafði gert sér vonir um að geta náð landsleikjum Íslands gegn Hvíta-Rússlandi og Rúmeníu í júní í undankeppni EM. Eftir að hafa ráðfært sig við Örnólf Valdimarsson, lækni íslenska landsliðsins, er sú von úr sögunni. Landsleikirnir hafa litla þýðingu hvort eð er þar sem Ísland hefur þegar tryggt sér þátttökurétt á Evrópumótinu. „Maður getur harkað hitt og þetta af sér og stundum er áhættan minni. En ef ég myndi brotna myndi það þýða tveggja eða þriggja mánaða fjarveru,“ segir Rúnar sem var frá keppni stóran hluta ársins 2012 vegna meiðsla. Skyttunni lýst illa á að verja öðru sumri í endurhæfingu.Leikmönnum Grosswallstadt hefur gengið illa að fá laun greidd í vetur. Þá ríkir óvissa um hvort félagið fái keppnisleyfi á næstu leiktíð. „Það kemur í ljós á morgun eða miðvikudag. Eftir því sem við fáum best skilið fengu þeir jákvæð svör frá deildinni,“ segir Rúnar. Hann minnir þó á að ekkert sé fast í hendi fyrr en það er skriflegt.
Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira