Óvissa um niðurfærslu skulda Össur Skarphéðinsson skrifar 29. maí 2013 07:00 Stefnuyfirlýsing nýju stjórnarinnar er að mörgu leyti athyglisverð – og fyrir sinn hatt prýðileg. Hún ber þó augljóslega með sér að í vöfflutúrunum tókst oddvitum hennar ekki að leiða í jörð ágreining um hvernig á að efna kosningaloforð Framsóknar um að lækka höfuðstól verðtryggðra skulda um 300 milljarða. Sigmundur Davíð sagði efndir þessa loforðs forsendu nýrrar ríkisstjórnar. Það ætti því að vera svartalágmark að hans eigin ríkisstjórn segi skýrt hvaða leið eigi að fara til að efna loforðið. Það er þó ekki gert í stefnuyfirlýsingunni. Skýringin á því er óþægileg. Hún liggur í óleystum ágreiningi milli flokkanna um hvaða leið ber að fara. Fyrir kosningar margítrekaði Bjarni að hugmyndir Framsóknar væru óraunhæfar og leystu engan vanda. Í Kastljósi í síðustu viku var hann á svipuðum slóðum. Ný óvissa Þessi óleysti ágreiningur birtist nokkuð nakinn í stefnuyfirlýsingunni. Þar greinir ríkisstjórnin frá tveimur aðalleiðum til að bæta hlut skuldara – en getur ekki gert upp á milli þeirra! Í stað þess að eyða óvissu býr hún til nýja óvissu fyrir þá sem glíma við verðtryggðan skuldavanda. Af ýmsum ástæðum efa ég ekki augnablik að Sigmundur Davíð hefur einlægan vilja til að efna loforðið. En hann gerði tvenn mistök: Í fyrsta lagi lagði hann upp í leiðangurinn án þess að útkljá ágreininginn við Sjálfstæðisflokkinn. Í öðru lagi lét hann svo fjármálaráðuneytið í hendur sjálfstæðismanna og þeir munu því ráða hvort, og þá hvernig, skuldaniðurfærsluleiðin verður farin. Andstaðan innan þingflokks Sjálfstæðismanna við niðurfærsluleið Framsóknar er flestum ljós. Nú getur hann í ofanálag túlkað tvíbent orðalag stjórnarsáttmálans þannig að ekkert sé í gadda slegið milli flokkanna. Hann mun haga sér í samræmi við það. Eftir rómantíska hveitibrauðsdaga er því öldungis óvíst að við taki ástir samlyndra hjóna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Stefnuyfirlýsing nýju stjórnarinnar er að mörgu leyti athyglisverð – og fyrir sinn hatt prýðileg. Hún ber þó augljóslega með sér að í vöfflutúrunum tókst oddvitum hennar ekki að leiða í jörð ágreining um hvernig á að efna kosningaloforð Framsóknar um að lækka höfuðstól verðtryggðra skulda um 300 milljarða. Sigmundur Davíð sagði efndir þessa loforðs forsendu nýrrar ríkisstjórnar. Það ætti því að vera svartalágmark að hans eigin ríkisstjórn segi skýrt hvaða leið eigi að fara til að efna loforðið. Það er þó ekki gert í stefnuyfirlýsingunni. Skýringin á því er óþægileg. Hún liggur í óleystum ágreiningi milli flokkanna um hvaða leið ber að fara. Fyrir kosningar margítrekaði Bjarni að hugmyndir Framsóknar væru óraunhæfar og leystu engan vanda. Í Kastljósi í síðustu viku var hann á svipuðum slóðum. Ný óvissa Þessi óleysti ágreiningur birtist nokkuð nakinn í stefnuyfirlýsingunni. Þar greinir ríkisstjórnin frá tveimur aðalleiðum til að bæta hlut skuldara – en getur ekki gert upp á milli þeirra! Í stað þess að eyða óvissu býr hún til nýja óvissu fyrir þá sem glíma við verðtryggðan skuldavanda. Af ýmsum ástæðum efa ég ekki augnablik að Sigmundur Davíð hefur einlægan vilja til að efna loforðið. En hann gerði tvenn mistök: Í fyrsta lagi lagði hann upp í leiðangurinn án þess að útkljá ágreininginn við Sjálfstæðisflokkinn. Í öðru lagi lét hann svo fjármálaráðuneytið í hendur sjálfstæðismanna og þeir munu því ráða hvort, og þá hvernig, skuldaniðurfærsluleiðin verður farin. Andstaðan innan þingflokks Sjálfstæðismanna við niðurfærsluleið Framsóknar er flestum ljós. Nú getur hann í ofanálag túlkað tvíbent orðalag stjórnarsáttmálans þannig að ekkert sé í gadda slegið milli flokkanna. Hann mun haga sér í samræmi við það. Eftir rómantíska hveitibrauðsdaga er því öldungis óvíst að við taki ástir samlyndra hjóna.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun