Til hamingju Ísland eða hvað? 30. maí 2013 07:00 Það eru margir sem fá hamingjuóskir þessa dagana enda tími skólaslita og útskrifta. Við getum verið stolt af þeim sem klára áfanga og halda til starfa í samfélaginu eða til áframhaldandi náms. Við gleðjumst yfir þessu en það hefur líka komið fram að margir heltast úr lestinni í framhaldsskóla. „Þurfum þjóðarátak gegn brottfalli,“ sagði Skúli Helgason alþingismaður í grein í Fréttatímanum 26. október 2012 og bætti við: „Það er engan veginn ásættanlegt að upp undir þriðjungur nemenda í framhaldsskóla hrökklist frá námi án þess að fá viðunandi þjónustu.“ Lóa Pind Aldísardóttir fjallar af sinni alkunnu snilld um þetta málefni á Stöð 2 þessa dagana í þáttunum Tossarnir.129 ungmenni fengið stuðning Hjálparstarf kirkjunnar vill leggja lóð á vogarskálarnar til að fækka þeim sem hætta námi. Staðreyndin er sú að erfið fjárhagsstaða fjölskyldna getur bitnað á framhaldsskólanámi ungmenna. Námsgögn, skólagjöld, kaup á tölvu, sem í sumu námi er nauðsynleg, og annar kostnaður vegna námsins getur orðið hindrun í að ljúka námi. Þegar fjárhagsstaðan er erfið eru öll útgjöld há. Hjálparstarfið hefur stofnað Framtíðarsjóð sem styður ungmenni 16-20 ára til stúdentsprófs, sveinsprófs eða annars sem leiðir til starfsréttinda eða opnar leið til háskólanáms. Þannig léttum við undir, ekki bara á einni önn heldur eins lengi og þarf til að ljúka námi. 129 ungmenni úr 18 sveitarfélögum fengu stuðning á síðasta skólaári. Margir hafa lokið námi með starfsréttindi og hafa hafið störf, aðrir hafa hafið háskólanám.Útskriftargjöf sem gefur Hvernig getum við um leið og við gleðjumst með þeim sem útskrifast úr námi gert öðrum kleift að ljúka námi? Jú, með því að gefa í útskriftargjöf gjafabréfið Framtíðarsjóður sem hægt er að kaupa á skrifstofu Hjálparstarfsins eða á vefsíðunni gjöfsemgefur.is. Þá fær útskriftarneminn persónulegar hamingjuóskir um leið og hann getur lesið á gjafabréfinu upplýsingar um Framtíðarsjóðinn, hvernig hann gerir gæfumuninn fyrir aðra sem annars hefðu á hættu að geta ekki lokið námi. Það skiptir nefnilega máli að fleiri fái að heyra: „Til hamingju með áfangann!“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Það eru margir sem fá hamingjuóskir þessa dagana enda tími skólaslita og útskrifta. Við getum verið stolt af þeim sem klára áfanga og halda til starfa í samfélaginu eða til áframhaldandi náms. Við gleðjumst yfir þessu en það hefur líka komið fram að margir heltast úr lestinni í framhaldsskóla. „Þurfum þjóðarátak gegn brottfalli,“ sagði Skúli Helgason alþingismaður í grein í Fréttatímanum 26. október 2012 og bætti við: „Það er engan veginn ásættanlegt að upp undir þriðjungur nemenda í framhaldsskóla hrökklist frá námi án þess að fá viðunandi þjónustu.“ Lóa Pind Aldísardóttir fjallar af sinni alkunnu snilld um þetta málefni á Stöð 2 þessa dagana í þáttunum Tossarnir.129 ungmenni fengið stuðning Hjálparstarf kirkjunnar vill leggja lóð á vogarskálarnar til að fækka þeim sem hætta námi. Staðreyndin er sú að erfið fjárhagsstaða fjölskyldna getur bitnað á framhaldsskólanámi ungmenna. Námsgögn, skólagjöld, kaup á tölvu, sem í sumu námi er nauðsynleg, og annar kostnaður vegna námsins getur orðið hindrun í að ljúka námi. Þegar fjárhagsstaðan er erfið eru öll útgjöld há. Hjálparstarfið hefur stofnað Framtíðarsjóð sem styður ungmenni 16-20 ára til stúdentsprófs, sveinsprófs eða annars sem leiðir til starfsréttinda eða opnar leið til háskólanáms. Þannig léttum við undir, ekki bara á einni önn heldur eins lengi og þarf til að ljúka námi. 129 ungmenni úr 18 sveitarfélögum fengu stuðning á síðasta skólaári. Margir hafa lokið námi með starfsréttindi og hafa hafið störf, aðrir hafa hafið háskólanám.Útskriftargjöf sem gefur Hvernig getum við um leið og við gleðjumst með þeim sem útskrifast úr námi gert öðrum kleift að ljúka námi? Jú, með því að gefa í útskriftargjöf gjafabréfið Framtíðarsjóður sem hægt er að kaupa á skrifstofu Hjálparstarfsins eða á vefsíðunni gjöfsemgefur.is. Þá fær útskriftarneminn persónulegar hamingjuóskir um leið og hann getur lesið á gjafabréfinu upplýsingar um Framtíðarsjóðinn, hvernig hann gerir gæfumuninn fyrir aðra sem annars hefðu á hættu að geta ekki lokið námi. Það skiptir nefnilega máli að fleiri fái að heyra: „Til hamingju með áfangann!“
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar