Utan vallar: Korter í Kalmar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júní 2013 06:30 Margrét Lára Lítil ástæða virðist til bjartsýni fyrir Evrópumót kvennalandsliða í knattspyrnu í sumar. Síðan stelpurnar okkar slógu út Úkraínu í tveimur umspilsleikjum um sæti í lokakeppninni í Svíþjóð hefur allt gengið á afturfótunum. Fimm leikir hafa tapast og sá eini sem vannst var gegn Ungverjum, sem sitja í 37. sæti heimslistans. Íslenska liðið komst í fyrsta skipti í lokakeppni stórmóts fyrir fjórum árum í Finnlandi. Þá töpuðu okkar stelpur öllum leikjum sínum en hægt var að fela sig á bak við frumsýningarskrekk. Nú er Ísland í riðli með Noregi, Hollandi og Þýskalandi sem er langsterkasta liðið í riðlinum. Fyrir fram hefði maður talið að íslenska liðið ætti möguleika til jafns við Noreg og Holland en svartsýnin hefur aukist á undanförnum mánuðum. Botninn tók úr í 3-2 tapi gegn Skotum á Laugardalsvelli um helgina.Glódís þarf meiri tíma Ýmislegt var skrýtið í landsleiknum gegn Skotum. Sif Atladóttir, besti miðvörður landsliðsins, var sett í stöðu bakvarðar en Glódís Perla Viggósdóttir og Katrín Jónsdóttir voru í hjarta varnarinnar. Glódís á framtíðina fyrir sér en taugaveiklunin leyndi sér ekki í fyrsta skipti í byrjunarliði fyrir framan land og þjóð. Glódísar er framtíðin en hún er ekki tilbúin í aðalhlutverk í Svíþjóð. Katrínar Ómarsdóttur var sárt saknað á miðjunni hjá Íslandi. Leiðtoginn á miðjunni, Edda Garðarsdóttir, hefur átt erfitt uppdráttar með landsliðinu í töluverðan tíma. 103 landsleikja konan hefur staðið fyrir sínu en nú þurfa aðrir að taka við.Kapphlaup við tímann Lítill vafi leikur á því að Margrét Lára Viðarsdóttir er besti leikmaður sem Ísland hefur alið. Þótt jákvætt sé að hún hafi komist í gegnum 90 mínútur þá var lítið að frétta af henni í leiknum. Til þessa hefur maður talið að Margrét Lára á hálfum hraða væri lífsnauðsynleg liðinu en gegn sterkum andstæðingum á slík skoðun ekki lengur við rök að styðjast. 37 dagar eru í að flautað verði til leiksins gegn Noregi í Kalmar. Þá þurfa Hólmfríður Magnúsdóttir, Katrín Ómarsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir og Sif Atladóttir, lykilmenn liðsins, að hafa hrist af sér meiðsli og gott betur, þær þurfa að vera í toppformi. Annars fer illa. Pepsi Max-deild kvenna Pistillinn Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Fleiri fréttir „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Sjá meira
Lítil ástæða virðist til bjartsýni fyrir Evrópumót kvennalandsliða í knattspyrnu í sumar. Síðan stelpurnar okkar slógu út Úkraínu í tveimur umspilsleikjum um sæti í lokakeppninni í Svíþjóð hefur allt gengið á afturfótunum. Fimm leikir hafa tapast og sá eini sem vannst var gegn Ungverjum, sem sitja í 37. sæti heimslistans. Íslenska liðið komst í fyrsta skipti í lokakeppni stórmóts fyrir fjórum árum í Finnlandi. Þá töpuðu okkar stelpur öllum leikjum sínum en hægt var að fela sig á bak við frumsýningarskrekk. Nú er Ísland í riðli með Noregi, Hollandi og Þýskalandi sem er langsterkasta liðið í riðlinum. Fyrir fram hefði maður talið að íslenska liðið ætti möguleika til jafns við Noreg og Holland en svartsýnin hefur aukist á undanförnum mánuðum. Botninn tók úr í 3-2 tapi gegn Skotum á Laugardalsvelli um helgina.Glódís þarf meiri tíma Ýmislegt var skrýtið í landsleiknum gegn Skotum. Sif Atladóttir, besti miðvörður landsliðsins, var sett í stöðu bakvarðar en Glódís Perla Viggósdóttir og Katrín Jónsdóttir voru í hjarta varnarinnar. Glódís á framtíðina fyrir sér en taugaveiklunin leyndi sér ekki í fyrsta skipti í byrjunarliði fyrir framan land og þjóð. Glódísar er framtíðin en hún er ekki tilbúin í aðalhlutverk í Svíþjóð. Katrínar Ómarsdóttur var sárt saknað á miðjunni hjá Íslandi. Leiðtoginn á miðjunni, Edda Garðarsdóttir, hefur átt erfitt uppdráttar með landsliðinu í töluverðan tíma. 103 landsleikja konan hefur staðið fyrir sínu en nú þurfa aðrir að taka við.Kapphlaup við tímann Lítill vafi leikur á því að Margrét Lára Viðarsdóttir er besti leikmaður sem Ísland hefur alið. Þótt jákvætt sé að hún hafi komist í gegnum 90 mínútur þá var lítið að frétta af henni í leiknum. Til þessa hefur maður talið að Margrét Lára á hálfum hraða væri lífsnauðsynleg liðinu en gegn sterkum andstæðingum á slík skoðun ekki lengur við rök að styðjast. 37 dagar eru í að flautað verði til leiksins gegn Noregi í Kalmar. Þá þurfa Hólmfríður Magnúsdóttir, Katrín Ómarsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir og Sif Atladóttir, lykilmenn liðsins, að hafa hrist af sér meiðsli og gott betur, þær þurfa að vera í toppformi. Annars fer illa.
Pepsi Max-deild kvenna Pistillinn Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Fleiri fréttir „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti