Ekki boðið upp á hamborgara Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júní 2013 00:01 Danka Podovac verður í eldlínunni með Stjörnunni í kvöld gegn Þrótti. Mynd / Anton „Ég hef spilað á Íslandi í sjö ár og ekki unnið neitt. Ég vildi komast í lið sem hefði möguleika á að vinna titil,“ segir Danka Podovac, sem farið hefur á kostum í óstöðvandi liði Stjörnunnar í sumar. Stjarnan hefur unnið alla fimm leiki sína, aðeins fengið á sig eitt mark og skorað tuttugu. Átta þeirra hefur Danka skorað. „Ég hef aldrei byrjað tímabil jafnvel,“ segir Danka og minnir á að þótt hún sé miðjumaður sinni hún lítilli varnarskyldu. Hennar hlutverk sé að koma samherjum í færi og skora. „En ég væri aldrei búin að skora svona mörg mörk ef ekki væri fyrir frábæra frammistöðu samherja minna.“Höfðu ekki efni á henni Danka hefur flakkað á milli liða á Íslandi frá því hún gekk fyrst í raðir Keflavíkur árið 2006. Eftir þrjú tímabil með Keflavík lá leiðin til Fylkis í Árbænum. Danka skoraði 13 mörk í 17 leikjum með Fylki en aftur söðlaði hún um. „Hvorki Keflavík né Fylkir höfðu nægt fjármagn til að geta haldið mér þar,“ segir Danka. Hún hafi því verið á flakki fyrir nauðsyn enda knattspyrnan starf hennar. Þór/KA á Akureyri naut krafta hennar sumarið 2010 og árin tvö á eftir var hún hjá ÍBV í Eyjum. „Við áttum möguleika á titlinum í fyrra hjá ÍBV en það tókst ekki. Nú tel ég okkur vera með besta liðið í deildinni. Ég hef aldrei átt betri möguleika á að vinna titilinn,“ segir Danka.Engir hamborgararstjarna Danka Podovac hefur farið á kostum með liði Stjörnunnar í sumar. Hún er búin að vera lengi á Íslandi.fréttablaðið/antonDanka býr með Megan Manthey, bandarískum leikmanni Stjörnunnar. Hún segir þær stöllur ná vel saman og samvistin gangi eftir því vel. „Það eru engir hamborgarar,“ segir Danka og hlær aðspurð um matinn sem herbergisfélaginn bjóði upp á. „Við eldum stundum saman og skiptumst líka á. Svo förum við stundum út að borða,“ segir Danka sem varð íslenskur ríkisborgari í apríl. Hún segir ríkisborgararéttinn hafa hjálpað til við að starfa innan Evrópu. „Með vegabréf frá Serbíu er erfitt að vera lengur en þrjá mánuði nokkurs staðar í Evrópu,“ segir Danka. Ísland getur þó ekki nýtt Dönku í landslið sitt enda er hún þrautreyndur landsliðsmaður Serba. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Vildi koma í veg fyrir væl "Ástæða þess að ég fékk Dönku til Stjörnunnar var fyrst og fremst sú að við misstum Gunnhildi Yrsu (Jónsdóttur) og Eddu Maríu (Birgisdóttur) af miðjunni,“ segir Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar. 5. júní 2013 00:01 Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Fleiri fréttir Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Sjá meira
„Ég hef spilað á Íslandi í sjö ár og ekki unnið neitt. Ég vildi komast í lið sem hefði möguleika á að vinna titil,“ segir Danka Podovac, sem farið hefur á kostum í óstöðvandi liði Stjörnunnar í sumar. Stjarnan hefur unnið alla fimm leiki sína, aðeins fengið á sig eitt mark og skorað tuttugu. Átta þeirra hefur Danka skorað. „Ég hef aldrei byrjað tímabil jafnvel,“ segir Danka og minnir á að þótt hún sé miðjumaður sinni hún lítilli varnarskyldu. Hennar hlutverk sé að koma samherjum í færi og skora. „En ég væri aldrei búin að skora svona mörg mörk ef ekki væri fyrir frábæra frammistöðu samherja minna.“Höfðu ekki efni á henni Danka hefur flakkað á milli liða á Íslandi frá því hún gekk fyrst í raðir Keflavíkur árið 2006. Eftir þrjú tímabil með Keflavík lá leiðin til Fylkis í Árbænum. Danka skoraði 13 mörk í 17 leikjum með Fylki en aftur söðlaði hún um. „Hvorki Keflavík né Fylkir höfðu nægt fjármagn til að geta haldið mér þar,“ segir Danka. Hún hafi því verið á flakki fyrir nauðsyn enda knattspyrnan starf hennar. Þór/KA á Akureyri naut krafta hennar sumarið 2010 og árin tvö á eftir var hún hjá ÍBV í Eyjum. „Við áttum möguleika á titlinum í fyrra hjá ÍBV en það tókst ekki. Nú tel ég okkur vera með besta liðið í deildinni. Ég hef aldrei átt betri möguleika á að vinna titilinn,“ segir Danka.Engir hamborgararstjarna Danka Podovac hefur farið á kostum með liði Stjörnunnar í sumar. Hún er búin að vera lengi á Íslandi.fréttablaðið/antonDanka býr með Megan Manthey, bandarískum leikmanni Stjörnunnar. Hún segir þær stöllur ná vel saman og samvistin gangi eftir því vel. „Það eru engir hamborgarar,“ segir Danka og hlær aðspurð um matinn sem herbergisfélaginn bjóði upp á. „Við eldum stundum saman og skiptumst líka á. Svo förum við stundum út að borða,“ segir Danka sem varð íslenskur ríkisborgari í apríl. Hún segir ríkisborgararéttinn hafa hjálpað til við að starfa innan Evrópu. „Með vegabréf frá Serbíu er erfitt að vera lengur en þrjá mánuði nokkurs staðar í Evrópu,“ segir Danka. Ísland getur þó ekki nýtt Dönku í landslið sitt enda er hún þrautreyndur landsliðsmaður Serba.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Vildi koma í veg fyrir væl "Ástæða þess að ég fékk Dönku til Stjörnunnar var fyrst og fremst sú að við misstum Gunnhildi Yrsu (Jónsdóttur) og Eddu Maríu (Birgisdóttur) af miðjunni,“ segir Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar. 5. júní 2013 00:01 Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Fleiri fréttir Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Sjá meira
Vildi koma í veg fyrir væl "Ástæða þess að ég fékk Dönku til Stjörnunnar var fyrst og fremst sú að við misstum Gunnhildi Yrsu (Jónsdóttur) og Eddu Maríu (Birgisdóttur) af miðjunni,“ segir Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar. 5. júní 2013 00:01