Kynslóðaskiptin fyrr en reiknað var með Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júní 2013 06:00 Hólmfríður Magnúsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir á landsliðsæfingu. Fréttablaðið/Anton „Fókusinn hefur verið á það neikvæða. Einblínt hefur verið á úrslit leikja og þau mistök sem gerð hafa verið,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari Íslands. Íslenska liðið tapaði 3-2 gegn Skotum í æfingaleik á laugardaginn en tapið var það fimmta í sex síðustu leikjum. „Leikurinn gaf okkur mjög góð svör. Auðvitað vildum við vinna alla leikina en það má ekki gleymast að við höfum spilað við mjög sterk lið.“ Ísland hefur beðið lægri hlut í tvígang gegn Svíum, auk ósigra gegn Bandaríkjunum, Kína og nú Skotum. „Við gerðum kannski ráð fyrir því að geta unnið Skota. Skotar hafa hins vegar átt frábært ár, unnið bæði Ítalíu og Holland og gert jafntefli við England. Þetta er lið sem er jafnsterkt og liðin í lokakeppninni.“Einn leikur fram að móti Margrét Lára er að komast á fulla ferð eftir erfið meiðsli.Fréttablaðið/ErnirÍsland mætir Dönum í æfingaleik í Viborg þann 20. júní. Sigurður segir umræðu um fáa æfingaleiki landsliðsins á villigötum. Liðið hafi fengið sjö æfingaleiki fram að móti sé horft til æfingaleikjanna frá og með Algarve. „Við erum vissulega ekki jafnmikið saman og aðrar þjóðir. Svíþjóð er til dæmis saman í 100 daga,“ segir Sigurður Ragnar. Kollegar hans hjá öðrum landsliðum séu í fullu starfi ólíkt honum, sem sé í hlutastarfi. Þá hafi bæði Hollendingar og Þjóðverjar verið með fulltrúa uppi í stúku á leiknum gegn Skotum um helgina að mynda íslenska liðið. „Við verðum að einbeita okkur að því sem við getum gert miðað við þann tíma sem við höfum.“Kynslóðaskiptin komu snemma Fanndís Friðriksdóttir á ferðinni í Laugardalnum.Hin 17 ára Glódís Perla Viggósdóttir hefur fengið stórt hlutverk í íslenska landsliðinu og nokkuð skyndilega. Miðvörðurinn bráðefnilegi virkaði stressaður gegn Skotum en Sigurður Ragnar minnir á að mistökin hafi dreifst á fleiri. „Reynslumesti leikmaður landsliðsins, Katrín Jónsdóttir, var þrjá metra frá manninum í einu markinu. Í öðru missti Sif leikmann aftur fyrir sig og Glódís er að reyna að bjarga henni.“ Verið sé að búa til nýjan landsliðsmann þar sem kynslóðaskipti eigi sér stað hjá liðinu nokkru fyrr en hann hafi reiknað með. „Við höfðum vonast eftir því að geta gert þau eftir lokakeppnina. Málin hafa hins vegar þróast þannig að lykilmenn sem spilað hafa með liðinu undanfarin ár, staðið sig mjög vel og náð árangri, hafa ekki alltaf staðið undir væntingum í þessum leikjum. Þá fá aðrir leikmenn tækifæri.“ Sigurður viðurkennir að tækifærið komi á viðkvæmum tímapunkti svo skömmu fyrir lokakeppni. Nýti þeir hins vegar tækifærið sé hann alsæll með það.Úrslitum fórnaðMargrét Lára Viðarsdóttir, markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, er tiltölulega nýbyrjuð að spila eftir langvarandi meiðsli. Margrét Lára spilaði allan leikinn gegn Skotum en Sigurður viðurkennir að hún eigi aðeins í land. „Við ákváðum fyrir leikinn að láta hana spila í 90 mínútur til að sjá hvar hún stæði. Þá fórnarðu kannski úrslitum en færð svör í staðinn,“ segir Sigurður. Mikilvægara sé að fá svör en góð úrslit á þessum tímapunkti í undirbúningnum. Margrét Lára var ekki með í síðasta landsleik á undan gegn Svíum frekar en Hólmfríður Magnúsdóttur. „Hólmfríður hefur lítið getað æft undanfarnar vikur eftir andlát í fjölskyldunni. Það hefur haft áhrif á hennar form en hún er að vinna í því að koma til baka. Við vildum sjá í leiknum hvar hún stæði,“ segir Sigurður en Hólmfríður spilaði í 90 mínútur.Lykilmenn meiddir Katrín ÓmarsdóttirFréttablaðið/DaníelSif Atladóttir hóf leikinn í stöðu hægri bakvarðar. Miðvörðurinn virkaði fjarri sínu besta og var skipt af velli í hálfleik. Landsliðsþjálfarinn segir að komið hafi í ljós að hún var ekki tilbúin til þess að spila. „Hún hefur ekkert æft með Kristianstad undanfarnar tvær vikur, bara spilað leikina. Hún er meidd nálægt lífbeininu og við höfum miklar áhyggjur af því að hún geti hreinlega ekki verið með okkur í lokakeppninni,“ segir Sigurður. Um gífurlega blóðtöku yrði að ræða fyrir Ísland enda var Sif besti varnarmaður Íslands í undankeppninni. Katrín Ómarsdóttir, sem hefur verið í æ stærra hlutverki á miðjunni, meiddist á æfingu daginn fyrir Skotaleikinn. „Minnsta mögulega tognun þýðir tvær vikur en séu meiðslin verri er útlitið ekki gott og óvíst hvort hún verði með okkur í lokakeppninni.“ Þrátt fyrir meiðsli og formleysi lykilmanna segir Sigurður bjartsýnn og hafa trú á liðinu. „Þetta verður strembið gegn Þýskalandi en við eigum helmingsmöguleika á móti Noregi og Hollandi. Við ætlum að undirbúa okkur vel, standa okkur vel og gera þjóðina stolta.“ Íslenski boltinn Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Sjá meira
„Fókusinn hefur verið á það neikvæða. Einblínt hefur verið á úrslit leikja og þau mistök sem gerð hafa verið,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari Íslands. Íslenska liðið tapaði 3-2 gegn Skotum í æfingaleik á laugardaginn en tapið var það fimmta í sex síðustu leikjum. „Leikurinn gaf okkur mjög góð svör. Auðvitað vildum við vinna alla leikina en það má ekki gleymast að við höfum spilað við mjög sterk lið.“ Ísland hefur beðið lægri hlut í tvígang gegn Svíum, auk ósigra gegn Bandaríkjunum, Kína og nú Skotum. „Við gerðum kannski ráð fyrir því að geta unnið Skota. Skotar hafa hins vegar átt frábært ár, unnið bæði Ítalíu og Holland og gert jafntefli við England. Þetta er lið sem er jafnsterkt og liðin í lokakeppninni.“Einn leikur fram að móti Margrét Lára er að komast á fulla ferð eftir erfið meiðsli.Fréttablaðið/ErnirÍsland mætir Dönum í æfingaleik í Viborg þann 20. júní. Sigurður segir umræðu um fáa æfingaleiki landsliðsins á villigötum. Liðið hafi fengið sjö æfingaleiki fram að móti sé horft til æfingaleikjanna frá og með Algarve. „Við erum vissulega ekki jafnmikið saman og aðrar þjóðir. Svíþjóð er til dæmis saman í 100 daga,“ segir Sigurður Ragnar. Kollegar hans hjá öðrum landsliðum séu í fullu starfi ólíkt honum, sem sé í hlutastarfi. Þá hafi bæði Hollendingar og Þjóðverjar verið með fulltrúa uppi í stúku á leiknum gegn Skotum um helgina að mynda íslenska liðið. „Við verðum að einbeita okkur að því sem við getum gert miðað við þann tíma sem við höfum.“Kynslóðaskiptin komu snemma Fanndís Friðriksdóttir á ferðinni í Laugardalnum.Hin 17 ára Glódís Perla Viggósdóttir hefur fengið stórt hlutverk í íslenska landsliðinu og nokkuð skyndilega. Miðvörðurinn bráðefnilegi virkaði stressaður gegn Skotum en Sigurður Ragnar minnir á að mistökin hafi dreifst á fleiri. „Reynslumesti leikmaður landsliðsins, Katrín Jónsdóttir, var þrjá metra frá manninum í einu markinu. Í öðru missti Sif leikmann aftur fyrir sig og Glódís er að reyna að bjarga henni.“ Verið sé að búa til nýjan landsliðsmann þar sem kynslóðaskipti eigi sér stað hjá liðinu nokkru fyrr en hann hafi reiknað með. „Við höfðum vonast eftir því að geta gert þau eftir lokakeppnina. Málin hafa hins vegar þróast þannig að lykilmenn sem spilað hafa með liðinu undanfarin ár, staðið sig mjög vel og náð árangri, hafa ekki alltaf staðið undir væntingum í þessum leikjum. Þá fá aðrir leikmenn tækifæri.“ Sigurður viðurkennir að tækifærið komi á viðkvæmum tímapunkti svo skömmu fyrir lokakeppni. Nýti þeir hins vegar tækifærið sé hann alsæll með það.Úrslitum fórnaðMargrét Lára Viðarsdóttir, markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, er tiltölulega nýbyrjuð að spila eftir langvarandi meiðsli. Margrét Lára spilaði allan leikinn gegn Skotum en Sigurður viðurkennir að hún eigi aðeins í land. „Við ákváðum fyrir leikinn að láta hana spila í 90 mínútur til að sjá hvar hún stæði. Þá fórnarðu kannski úrslitum en færð svör í staðinn,“ segir Sigurður. Mikilvægara sé að fá svör en góð úrslit á þessum tímapunkti í undirbúningnum. Margrét Lára var ekki með í síðasta landsleik á undan gegn Svíum frekar en Hólmfríður Magnúsdóttur. „Hólmfríður hefur lítið getað æft undanfarnar vikur eftir andlát í fjölskyldunni. Það hefur haft áhrif á hennar form en hún er að vinna í því að koma til baka. Við vildum sjá í leiknum hvar hún stæði,“ segir Sigurður en Hólmfríður spilaði í 90 mínútur.Lykilmenn meiddir Katrín ÓmarsdóttirFréttablaðið/DaníelSif Atladóttir hóf leikinn í stöðu hægri bakvarðar. Miðvörðurinn virkaði fjarri sínu besta og var skipt af velli í hálfleik. Landsliðsþjálfarinn segir að komið hafi í ljós að hún var ekki tilbúin til þess að spila. „Hún hefur ekkert æft með Kristianstad undanfarnar tvær vikur, bara spilað leikina. Hún er meidd nálægt lífbeininu og við höfum miklar áhyggjur af því að hún geti hreinlega ekki verið með okkur í lokakeppninni,“ segir Sigurður. Um gífurlega blóðtöku yrði að ræða fyrir Ísland enda var Sif besti varnarmaður Íslands í undankeppninni. Katrín Ómarsdóttir, sem hefur verið í æ stærra hlutverki á miðjunni, meiddist á æfingu daginn fyrir Skotaleikinn. „Minnsta mögulega tognun þýðir tvær vikur en séu meiðslin verri er útlitið ekki gott og óvíst hvort hún verði með okkur í lokakeppninni.“ Þrátt fyrir meiðsli og formleysi lykilmanna segir Sigurður bjartsýnn og hafa trú á liðinu. „Þetta verður strembið gegn Þýskalandi en við eigum helmingsmöguleika á móti Noregi og Hollandi. Við ætlum að undirbúa okkur vel, standa okkur vel og gera þjóðina stolta.“
Íslenski boltinn Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Sjá meira