Reyna að þrýsta á leiðtoga G8-ríkjanna Óli Kristján Ármannsson skrifar 12. júní 2013 08:30 Fjarskiptarisinn Nokia hefur lagst á árar með ONE Campaign í baráttunni gegn fátækt í heiminum með birtingu ljósmynda sem teknar eru á Lumia 920 snjallsíma fyrirtækisins. Frá og með gærdeginum og þar til á morgun er myndunum varpað upp á vegg Tate nýlistasafnsins í London. Myndbirtingin helst svo í hendur við tónlistarátak One, agit8, sem hleypt var af stokkunum í gær. Með því að taka upp og gefa út á ný sígilda baráttusöngva vonast tónlistarmenn á borð við Sting, Green Day, Ed Sheeran og Mumford & Sons til þess að hafa áhrif á þjóðarleiðtoga sem sækja heim G-8 fundinn á Norður Írlandi í næstu viku. Átakið nýtur stuðnings Bonos, söngvara U2, en hann er einn stofnenda One. Markmiðið er sagt að þrýsta á leiðtoga stærstu ríkja heims að ýta undir matvælaframleiðslu í Afríku og auka gagnsæi í alþjóðlegu hjálparstarfi. Tónlistin er fáanleg frá og með deginum í dag á vef átaksins, one.org/protestsongs, ásamt ljósmyndunum sem ljósmyndablaðamenn, bloggarar, áhugaljósmyndara og frægðarfólk um heim allan hefur tekið á snjallsíma Nokia. Myndirnar eiga að endurspegla baráttusöngvana á einhvern hátt. Þær er líka hægt að sjá á samskiptavefjum Twitter, undir merkinu #nokiaONECampaign, og á opinberri Facebook síðu Nokia. Samstarfi Nokia og One var hleypt af stokkunum í gær. Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Fjarskiptarisinn Nokia hefur lagst á árar með ONE Campaign í baráttunni gegn fátækt í heiminum með birtingu ljósmynda sem teknar eru á Lumia 920 snjallsíma fyrirtækisins. Frá og með gærdeginum og þar til á morgun er myndunum varpað upp á vegg Tate nýlistasafnsins í London. Myndbirtingin helst svo í hendur við tónlistarátak One, agit8, sem hleypt var af stokkunum í gær. Með því að taka upp og gefa út á ný sígilda baráttusöngva vonast tónlistarmenn á borð við Sting, Green Day, Ed Sheeran og Mumford & Sons til þess að hafa áhrif á þjóðarleiðtoga sem sækja heim G-8 fundinn á Norður Írlandi í næstu viku. Átakið nýtur stuðnings Bonos, söngvara U2, en hann er einn stofnenda One. Markmiðið er sagt að þrýsta á leiðtoga stærstu ríkja heims að ýta undir matvælaframleiðslu í Afríku og auka gagnsæi í alþjóðlegu hjálparstarfi. Tónlistin er fáanleg frá og með deginum í dag á vef átaksins, one.org/protestsongs, ásamt ljósmyndunum sem ljósmyndablaðamenn, bloggarar, áhugaljósmyndara og frægðarfólk um heim allan hefur tekið á snjallsíma Nokia. Myndirnar eiga að endurspegla baráttusöngvana á einhvern hátt. Þær er líka hægt að sjá á samskiptavefjum Twitter, undir merkinu #nokiaONECampaign, og á opinberri Facebook síðu Nokia. Samstarfi Nokia og One var hleypt af stokkunum í gær.
Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira