Topparnir saman í ráshóp á US Open Þorgils Jónsson skrifar 13. júní 2013 07:00 Tiger og Rory verða í ráshóp með Adam Scott fyrstu tvo hringina á US Open sem hefst í dag. Nordicphotos/AFP Þrír efstu menn heimslistans, þeir Tiger Woods, Rory McIlroy og Adam Scott, verða saman í ráshóp á fyrstu tveimur hringjunum á Opna bandaríska meistaramótinu sem hefst í dag. Mótið er haldið á hinum fornfræga Merion-velli í Pennsylvaníu. Fyrir fram beinast flestra augu að sjálfsögðu að Tiger Woods, sem hefur ekki unnið risamót í rétt fimm ár, eftir magnaðan sigur á US Open á Torrey Pines. Hann hafði þá verið nær alráður í tæpan áratug þar sem hann sigraði á þrettán af 27 risamótum, frá PGA-meistaramótinu 1999. Þar áður hafði hann sigrað á Masters árið 1997. Tiger er því enn að elta met Jacks Nicklaus yfir flesta sigra á risamótum, með fjórtán á móti átján sigrum Nicklaus. McIlroy og Scott eru líka með risatitla á sínum ferilsskrám. Scott varð hlutskarpastur á Masters nú í vor og Rory sigraði á US Open árið 2011 og PGA-meistaramótinu í fyrra. Þó er hætt við því að veðrið verði senuþjófurinn því að miklar rigningar hafa verið á vellinum og við hann síðustu daga. Í dag er svo spáð gríðarlegu úrhelli sem gæti sett allt úr skorðum. Völlurinn ætti þó almennt séð að henta best þeim kylfingum sem eru nákvæmastir í aðgerðum sínum. Völlurinn er stuttur en karginn er varasamur og flatirnar illviðráðanlegar. Golf Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Þrír efstu menn heimslistans, þeir Tiger Woods, Rory McIlroy og Adam Scott, verða saman í ráshóp á fyrstu tveimur hringjunum á Opna bandaríska meistaramótinu sem hefst í dag. Mótið er haldið á hinum fornfræga Merion-velli í Pennsylvaníu. Fyrir fram beinast flestra augu að sjálfsögðu að Tiger Woods, sem hefur ekki unnið risamót í rétt fimm ár, eftir magnaðan sigur á US Open á Torrey Pines. Hann hafði þá verið nær alráður í tæpan áratug þar sem hann sigraði á þrettán af 27 risamótum, frá PGA-meistaramótinu 1999. Þar áður hafði hann sigrað á Masters árið 1997. Tiger er því enn að elta met Jacks Nicklaus yfir flesta sigra á risamótum, með fjórtán á móti átján sigrum Nicklaus. McIlroy og Scott eru líka með risatitla á sínum ferilsskrám. Scott varð hlutskarpastur á Masters nú í vor og Rory sigraði á US Open árið 2011 og PGA-meistaramótinu í fyrra. Þó er hætt við því að veðrið verði senuþjófurinn því að miklar rigningar hafa verið á vellinum og við hann síðustu daga. Í dag er svo spáð gríðarlegu úrhelli sem gæti sett allt úr skorðum. Völlurinn ætti þó almennt séð að henta best þeim kylfingum sem eru nákvæmastir í aðgerðum sínum. Völlurinn er stuttur en karginn er varasamur og flatirnar illviðráðanlegar.
Golf Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira