Geðþóttaákvörðun í vændum? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 20. júní 2013 06:00 Undirskriftalisti, þar sem skorað er á forseta Íslands að synja væntanlegum lögum um lækkun veiðigjaldsins staðfestingar og leyfa þjóðinni að greiða atkvæði um málið, hefur náð miklu flugi undanfarna sólarhringa. Enda er málið heitt og umdeilt. Hætt er við að tugir þúsunda undirskrifta setji forsetann í dálítið snúna stöðu. Hann hefur tvisvar áður vísað til „þjóðarvilja“ sem meðal annars kom fram í slíkum undirskriftasöfnunum þegar hann synjaði lögum staðfestingar; fyrst í fjölmiðlamálinu 2004 og síðar í Icesave-málinu snemma árs 2010. Í seinna skiptið var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla, sú fyrsta á lýðveldistímanum. Forsetinn hefur líka gefið yfirlýsingar um að einmitt þetta mál sé til þess fallið að þjóðin geri út um það. Hann sagði í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í kosningabaráttunni í fyrra: „Þar er um að ræða ráðstöfun á sameign þjóðarinnar. Þar er um að ræða hvað þjóðin, eigandi auðlindarinnar, fær í sinn hlut. Það er erfitt að hugsa sér stærra mál en það, sem myndi vera eðlilegt að setja í þjóðaratkvæðagreiðslu, ef einhver hluti þjóðarinnar telur það mikilvægt.“ Í sama þætti sagði forsetinn: „Þannig að ég hlýt að hugleiða það mjög alvarlega, ef upp kemur sú staða, af því að ég tel að fá mál liggi jafnvel fyrir til þess að láta þjóðina sjálfa ákveða það.“ Almennur áhugi á beinu lýðræði fer vaxandi. Í raun er þverpólitísk samstaða um að almenningur eigi að fá að segja sitt álit á ýmsum málum milliliðalaust í þjóðaratkvæðagreiðslum. Vandinn er hins vegar sá að engar skýrar reglur gilda um það hvernig tiltekinn hluti þjóðarinnar geti farið fram á atkvæðagreiðslu um einstök mál. Eina leiðin sem fólk á er að skora á forsetann að synja tilteknum lögum staðfestingar. Það eitt og sér útilokar að mörg brýn mál séu útkljáð í þjóðaratkvæðagreiðslu, því að lagafrumvarp liggur ekki alltaf fyrir. Þegar þessi leið er farin, eins og núna, vita áskorendurnir heldur ekkert um það við hvað forsetinn miðar þegar hann ákveður að beita synjunarvaldinu. Rök hans í áðurnefndum tveimur málum voru mismunandi. Enginn veit hvað „einhver hluti þjóðarinnar“ þarf að vera stór svo forsetinn ákveði að taka fram fyrir hendurnar á Alþingi. Rúmlega 30.000 manns skoruðu á hann í fjölmiðlamálinu og yfir 50.000 í Icesave-málinu. Haustið 2009 skoruðu hins vegar um 10.000 á hann að synja fyrsta Icesave-samningnum staðfestingar. Hann tók ekki mark á því. Hvar liggja mörkin? Fleira getur spilað inn í. Forsetinn gæti hikað við að valda frekara uppnámi í einni helztu útflutningsgrein landsmanna, jafnvel þótt hann fengi tugi þúsunda áskorana. Hann gæti líka hikað við að efna strax til ófriðar við nýja ríkisstjórn, sem hann hefur fylgt föðurlega úr hlaði. Hann ræður þessu alveg sjálfur. Það er brýnt að setja almennar reglur í lög og stjórnarskrá um það hversu stór hluti atkvæðisbærra manna geti krafizt þjóðaratkvæðagreiðslu um mál. Vegna þess hversu auðvelt er orðið að safna undirskriftum á netinu ætti líklega að setja þröskuldinn fremur hærra en lægra. Áður en slíkar reglur hafa verið settar, er hins vegar ekki tímabært að taka ákvarðanir um slíkar atkvæðagreiðslur, því að þær verða eðli málsins alltaf geðþóttaákvarðanir eins manns. Og það á lítið skylt við beint lýðræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun
Undirskriftalisti, þar sem skorað er á forseta Íslands að synja væntanlegum lögum um lækkun veiðigjaldsins staðfestingar og leyfa þjóðinni að greiða atkvæði um málið, hefur náð miklu flugi undanfarna sólarhringa. Enda er málið heitt og umdeilt. Hætt er við að tugir þúsunda undirskrifta setji forsetann í dálítið snúna stöðu. Hann hefur tvisvar áður vísað til „þjóðarvilja“ sem meðal annars kom fram í slíkum undirskriftasöfnunum þegar hann synjaði lögum staðfestingar; fyrst í fjölmiðlamálinu 2004 og síðar í Icesave-málinu snemma árs 2010. Í seinna skiptið var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla, sú fyrsta á lýðveldistímanum. Forsetinn hefur líka gefið yfirlýsingar um að einmitt þetta mál sé til þess fallið að þjóðin geri út um það. Hann sagði í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í kosningabaráttunni í fyrra: „Þar er um að ræða ráðstöfun á sameign þjóðarinnar. Þar er um að ræða hvað þjóðin, eigandi auðlindarinnar, fær í sinn hlut. Það er erfitt að hugsa sér stærra mál en það, sem myndi vera eðlilegt að setja í þjóðaratkvæðagreiðslu, ef einhver hluti þjóðarinnar telur það mikilvægt.“ Í sama þætti sagði forsetinn: „Þannig að ég hlýt að hugleiða það mjög alvarlega, ef upp kemur sú staða, af því að ég tel að fá mál liggi jafnvel fyrir til þess að láta þjóðina sjálfa ákveða það.“ Almennur áhugi á beinu lýðræði fer vaxandi. Í raun er þverpólitísk samstaða um að almenningur eigi að fá að segja sitt álit á ýmsum málum milliliðalaust í þjóðaratkvæðagreiðslum. Vandinn er hins vegar sá að engar skýrar reglur gilda um það hvernig tiltekinn hluti þjóðarinnar geti farið fram á atkvæðagreiðslu um einstök mál. Eina leiðin sem fólk á er að skora á forsetann að synja tilteknum lögum staðfestingar. Það eitt og sér útilokar að mörg brýn mál séu útkljáð í þjóðaratkvæðagreiðslu, því að lagafrumvarp liggur ekki alltaf fyrir. Þegar þessi leið er farin, eins og núna, vita áskorendurnir heldur ekkert um það við hvað forsetinn miðar þegar hann ákveður að beita synjunarvaldinu. Rök hans í áðurnefndum tveimur málum voru mismunandi. Enginn veit hvað „einhver hluti þjóðarinnar“ þarf að vera stór svo forsetinn ákveði að taka fram fyrir hendurnar á Alþingi. Rúmlega 30.000 manns skoruðu á hann í fjölmiðlamálinu og yfir 50.000 í Icesave-málinu. Haustið 2009 skoruðu hins vegar um 10.000 á hann að synja fyrsta Icesave-samningnum staðfestingar. Hann tók ekki mark á því. Hvar liggja mörkin? Fleira getur spilað inn í. Forsetinn gæti hikað við að valda frekara uppnámi í einni helztu útflutningsgrein landsmanna, jafnvel þótt hann fengi tugi þúsunda áskorana. Hann gæti líka hikað við að efna strax til ófriðar við nýja ríkisstjórn, sem hann hefur fylgt föðurlega úr hlaði. Hann ræður þessu alveg sjálfur. Það er brýnt að setja almennar reglur í lög og stjórnarskrá um það hversu stór hluti atkvæðisbærra manna geti krafizt þjóðaratkvæðagreiðslu um mál. Vegna þess hversu auðvelt er orðið að safna undirskriftum á netinu ætti líklega að setja þröskuldinn fremur hærra en lægra. Áður en slíkar reglur hafa verið settar, er hins vegar ekki tímabært að taka ákvarðanir um slíkar atkvæðagreiðslur, því að þær verða eðli málsins alltaf geðþóttaákvarðanir eins manns. Og það á lítið skylt við beint lýðræði.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun