Sögubækurnar bíða eftir Inbee Park Þorgils Jónsson skrifar 27. júní 2013 07:00 Inbee Park hefur unnið fyrstu tvö risamót ársins og fær tækifæri til að bæta því þriðja við um helgina, en Opna bandaríska meistaramótið hefst á Sebonack-vellinum í dag. NordicPhotos/AFP Inbee Park frá Suður-Kóreu getur skrifað nafn sitt í sögubækurnar um helgina með sigri á Opna bandaríska meistaramótinu, þriðja risamóti ársins í kvennagolfinu. Ekki nóg með að hún geti með því orðið fyrst kvenna í rúm 60 ár til að landa fyrstu þremur risatitlum ársins, heldur kemur hún sjóðheit inn í þetta mót og hefur unnið síðustu tvö mót á mótaröðinni. Park, sem er 24 ára og komst á topp heimslistans í vor, hefur annars verið á ótrúlegu skriði síðasta árið, þar sem hún hefur sigrað sjö sinnum á síðustu 23 mótum og alls endað 15 sinnum á topp-tíu listanum. Hún hefur áður unnið á Opna bandaríska, en árið 2008 varð hún yngst allra til að happa þeim titli, einungis 19 ára gömul. Beri hún sigur úr býtum á Sebonack-vellinum í New York-ríki verður hún fyrst kvenna til að vinna þrjú LPGA-mót í röð síðan Lorena Ochoa lék þann leik árið 2008. Hefur gengi hennar undanfarið einmitt verið líkt við þá yfirburði sem Ochoa og Annika Sörenstam á undan henni höfðu í kvennagolfinu á sínum tíma. Park reynir þó sjálf að halda fótunum á jörðinni. „Ég hef aldrei leikið eins vel á ferlinum og ég er að gera núna,“ segir Park. „Ég ætla bara að reyna að halda þessu áfram.“ Keppnin mun þó reynast Park erfið, þar sem hin bandaríska Stacy Lewis er sennilega efst á blaði, en Lewis missti einmitt toppsæti heimslistans til Park. Lewis segir gengi Park að undanförnu hafa verið ótrúlegt. „Alltaf þegar mér finnst hún vera spila í meðallagi vel kemur hún strax til baka næsta dag og er alltaf við toppinn. Hún er alltaf þar og alltaf með möguleika á sigri og lætur ekkert á sig fá.“ Bandarískir kylfingar eru annars orðnir langeygir eftir risatitli, þar sem enginn þeirra hefur unnið slíkan titil í níu risamótum í röð, allt frá því að Lewis gerði það sjálf á Kraft Nabisco-meistaramótinu árið 2011. Önnur kona sem gæti komið sterk inn er Skotinn Catriona Matthews, sem tapaði fyrir Park í umspili á síðasta risamóti, LPGA-meistaramótinu. Fjórða risamótið í kvennagolfinu, Opna breska, fer svo fram í ágúst, en í ár ber svo við að fimmta mótið, Evian-meistaramótið í Frakklandi, hefur verið samþykkt sem fimmta risamótið. Golf Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Inbee Park frá Suður-Kóreu getur skrifað nafn sitt í sögubækurnar um helgina með sigri á Opna bandaríska meistaramótinu, þriðja risamóti ársins í kvennagolfinu. Ekki nóg með að hún geti með því orðið fyrst kvenna í rúm 60 ár til að landa fyrstu þremur risatitlum ársins, heldur kemur hún sjóðheit inn í þetta mót og hefur unnið síðustu tvö mót á mótaröðinni. Park, sem er 24 ára og komst á topp heimslistans í vor, hefur annars verið á ótrúlegu skriði síðasta árið, þar sem hún hefur sigrað sjö sinnum á síðustu 23 mótum og alls endað 15 sinnum á topp-tíu listanum. Hún hefur áður unnið á Opna bandaríska, en árið 2008 varð hún yngst allra til að happa þeim titli, einungis 19 ára gömul. Beri hún sigur úr býtum á Sebonack-vellinum í New York-ríki verður hún fyrst kvenna til að vinna þrjú LPGA-mót í röð síðan Lorena Ochoa lék þann leik árið 2008. Hefur gengi hennar undanfarið einmitt verið líkt við þá yfirburði sem Ochoa og Annika Sörenstam á undan henni höfðu í kvennagolfinu á sínum tíma. Park reynir þó sjálf að halda fótunum á jörðinni. „Ég hef aldrei leikið eins vel á ferlinum og ég er að gera núna,“ segir Park. „Ég ætla bara að reyna að halda þessu áfram.“ Keppnin mun þó reynast Park erfið, þar sem hin bandaríska Stacy Lewis er sennilega efst á blaði, en Lewis missti einmitt toppsæti heimslistans til Park. Lewis segir gengi Park að undanförnu hafa verið ótrúlegt. „Alltaf þegar mér finnst hún vera spila í meðallagi vel kemur hún strax til baka næsta dag og er alltaf við toppinn. Hún er alltaf þar og alltaf með möguleika á sigri og lætur ekkert á sig fá.“ Bandarískir kylfingar eru annars orðnir langeygir eftir risatitli, þar sem enginn þeirra hefur unnið slíkan titil í níu risamótum í röð, allt frá því að Lewis gerði það sjálf á Kraft Nabisco-meistaramótinu árið 2011. Önnur kona sem gæti komið sterk inn er Skotinn Catriona Matthews, sem tapaði fyrir Park í umspili á síðasta risamóti, LPGA-meistaramótinu. Fjórða risamótið í kvennagolfinu, Opna breska, fer svo fram í ágúst, en í ár ber svo við að fimmta mótið, Evian-meistaramótið í Frakklandi, hefur verið samþykkt sem fimmta risamótið.
Golf Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira