Hversu óforskammað? Katrín Júlíusdóttir skrifar 4. júlí 2013 07:15 Í nýlegum leiðara Ólafs Þ. Stephensen hér í Fréttablaðinu segir hann óforskammað af undirritaðri að gagnrýna ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks fyrir að ætla ekki að efna samkomulag sem fyrri ríkisstjórn gerði við Landssamband lífeyrissjóða um skuldalækkun hjá þeim lántakendum sem eru með lánsveð. Ég tel mig vel geta staðið á því að gagnrýna þessa ríkisstjórn fyrir það að ætla að láta þennan hóp sitja einan eftir án þess að neitt sé óforskammað við það. Staðreyndir málsins eru þessar:Samkomulagið við lífeyrissjóðina Fyrrverandi ríkisstjórn stóð í miklu og erfiðu samningaþrefi við lífeyrissjóðina á síðasta kjörtímabili um málið. Þeir stóðu fast á því að þeim væri ekki heimilt að gera nokkuð sem mögulega gæti skert lífeyri þeirra félagsmanna og vísuðu þar í stjórnarskrá og lög um ábyrgð stjórnarmanna sjóðanna. Samningsstaðan var því afar þung. Því ákváðum við sem í þessum samningum stóðum að skrifa að lokum undir samkomulag sem fól í sér að ríkið tæki að sér beinan kostnað sem af þessu hlytist upp á 88% en lífeyrissjóðirnir bæru 12% af beinum kostnaði. Samkomulagið gerir jafnframt ráð fyrir að lífeyrissjóðirnir láni ríkinu fyrir sínum hluta á hagstæðum kjörum auk þess að sjá um alla vinnuna við höfuðstólslækkanir þessara lána.Forystumenn D og B upplýstir Við lok þessara samninga höfðum við samband við forystumenn núverandi stjórnarflokka og upplýstum þá um málið. Var það gert einmitt vegna þess að ljóst var að ef af þessum samningum yrði þá þyrfti að gera ráð fyrir útgjöldum upp á 2-3 milljarða samtals á næstu árum. Undirritun samkomulagsins fól því í sér ákvörðun um að forgangsraða þessum hópi inn á fjárlög með áðurnefnda upphæð yfir nokkurra ára bil til að endurgreiða lífeyrissjóðunum hluta ríkisins. Úr ranni Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks heyrðust engin mótmæli. A.m.k ekki fyrir kosningar. Og vegna þess að við lögðum okkur fram um að upplýsa núverandi stjórnarflokka um málið þá tafðist undirritun samkomulagsins um nokkrar vikur.Óréttlátt að lánsveðshópurinn sitji eftir Sú upphæð sem hér um ræðir er ekki há í samanburði við þann mikla kostnað sem á samfélagið féll í kjölfar hrunins. Þetta er ekki há upphæð til að tryggja það að þessi hópur sitji við sama borð og aðrir sem fengið hafa skuldaniðurfellingar fram til þessa. Lánsveðshópurinn er sá hópur sem ég taldi okkur öll sammála um að þyrfti ekki síst á stuðningi að halda. Fólk og fjölskyldur sem keyptu á versta tíma fyrir hrun og þurftu til þess veð að láni hjá vinum eða venslafólki. Þetta eru mikið til ungu fjölskyldurnar sem nú sitja í sínum íbúðum yfirveðsettum og komast hvorki lönd né strönd. Hversu óforskammað er það að vilja mæta þessu fólki þó ekki væri nema til þess að gæta jafnræðis milli lántakenda? Til að setja þessa upphæð í samhengi þá er hún talsvert lægri en sem nemur lækkun veiðigjalda skv. frumvarpi því sem nú liggur fyrir frá ríkisstjórninni í þinginu og hún ætlar að keyra í gegn – bara á þessu ári. Þetta birtir forgangsröðun nýrrar ríkisstjórnar í raun sem ætlar að afsala sér þrisvar sinnum hærri upphæð á ársgrundvelli en hér um ræðir af veiðigjöldunum einum. Og skilja lánsveðshópinn eftir í fullkominni óvissu. Hversu óforskammað er það? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Í nýlegum leiðara Ólafs Þ. Stephensen hér í Fréttablaðinu segir hann óforskammað af undirritaðri að gagnrýna ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks fyrir að ætla ekki að efna samkomulag sem fyrri ríkisstjórn gerði við Landssamband lífeyrissjóða um skuldalækkun hjá þeim lántakendum sem eru með lánsveð. Ég tel mig vel geta staðið á því að gagnrýna þessa ríkisstjórn fyrir það að ætla að láta þennan hóp sitja einan eftir án þess að neitt sé óforskammað við það. Staðreyndir málsins eru þessar:Samkomulagið við lífeyrissjóðina Fyrrverandi ríkisstjórn stóð í miklu og erfiðu samningaþrefi við lífeyrissjóðina á síðasta kjörtímabili um málið. Þeir stóðu fast á því að þeim væri ekki heimilt að gera nokkuð sem mögulega gæti skert lífeyri þeirra félagsmanna og vísuðu þar í stjórnarskrá og lög um ábyrgð stjórnarmanna sjóðanna. Samningsstaðan var því afar þung. Því ákváðum við sem í þessum samningum stóðum að skrifa að lokum undir samkomulag sem fól í sér að ríkið tæki að sér beinan kostnað sem af þessu hlytist upp á 88% en lífeyrissjóðirnir bæru 12% af beinum kostnaði. Samkomulagið gerir jafnframt ráð fyrir að lífeyrissjóðirnir láni ríkinu fyrir sínum hluta á hagstæðum kjörum auk þess að sjá um alla vinnuna við höfuðstólslækkanir þessara lána.Forystumenn D og B upplýstir Við lok þessara samninga höfðum við samband við forystumenn núverandi stjórnarflokka og upplýstum þá um málið. Var það gert einmitt vegna þess að ljóst var að ef af þessum samningum yrði þá þyrfti að gera ráð fyrir útgjöldum upp á 2-3 milljarða samtals á næstu árum. Undirritun samkomulagsins fól því í sér ákvörðun um að forgangsraða þessum hópi inn á fjárlög með áðurnefnda upphæð yfir nokkurra ára bil til að endurgreiða lífeyrissjóðunum hluta ríkisins. Úr ranni Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks heyrðust engin mótmæli. A.m.k ekki fyrir kosningar. Og vegna þess að við lögðum okkur fram um að upplýsa núverandi stjórnarflokka um málið þá tafðist undirritun samkomulagsins um nokkrar vikur.Óréttlátt að lánsveðshópurinn sitji eftir Sú upphæð sem hér um ræðir er ekki há í samanburði við þann mikla kostnað sem á samfélagið féll í kjölfar hrunins. Þetta er ekki há upphæð til að tryggja það að þessi hópur sitji við sama borð og aðrir sem fengið hafa skuldaniðurfellingar fram til þessa. Lánsveðshópurinn er sá hópur sem ég taldi okkur öll sammála um að þyrfti ekki síst á stuðningi að halda. Fólk og fjölskyldur sem keyptu á versta tíma fyrir hrun og þurftu til þess veð að láni hjá vinum eða venslafólki. Þetta eru mikið til ungu fjölskyldurnar sem nú sitja í sínum íbúðum yfirveðsettum og komast hvorki lönd né strönd. Hversu óforskammað er það að vilja mæta þessu fólki þó ekki væri nema til þess að gæta jafnræðis milli lántakenda? Til að setja þessa upphæð í samhengi þá er hún talsvert lægri en sem nemur lækkun veiðigjalda skv. frumvarpi því sem nú liggur fyrir frá ríkisstjórninni í þinginu og hún ætlar að keyra í gegn – bara á þessu ári. Þetta birtir forgangsröðun nýrrar ríkisstjórnar í raun sem ætlar að afsala sér þrisvar sinnum hærri upphæð á ársgrundvelli en hér um ræðir af veiðigjöldunum einum. Og skilja lánsveðshópinn eftir í fullkominni óvissu. Hversu óforskammað er það?
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar