Mesta efni sögunnar Stefán Árni Pálsson skrifar 22. júlí 2013 07:00 Aníta Hinriksdóttir skrifaði nafn sitt í íslenskar sögubækur um helgina en hún leggur drög að keppni meðal fullorðinna. nordicphotos/Getty Hlauparinn Aníta Hinriksdóttir varð á laugardaginn Evrópumeistari í 800 metra hlaupi 19 ára og yngri í Rieti á Ítalíu. Þessi 17 ára stúlka náði því þeim merka áfanga að verða heims- og Evrópumeistari í sömu vikunni en Aníta varð heimsmeistari í sömu grein þann 14. júlí á heimsmeistaramóti 17 ára og yngri. Aníta kom í mark á tímanum 2:01,14 eftir harða baráttu við hina úkraínsku Olena Sidorska en í fyrsta sinn í sumar fékk Aníta alvöru mótspyrnu, og hún stóðst prófið vel. „Það mátti alveg búast við því að hún fengi meiri samkeppni í úrslitahlaupinu,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu. Olena Sidorska lét Anítu heldur betur hafa fyrir hlutunum í hlaupinu og þurfti sú íslenska að kreista fram síðustu dropana á lokasprettinum til að vinna hlaupið. „Hún er tveimur árum eldri en Aníta og hefur verið að hlaupa á svipuðum tíma. Það var alveg ljóst að þetta yrði hennar aðalkeppinautur. Ég átti í raun alveg eins von á því að Aníta myndi ekki vinna þetta mót og það kom mér í raun á óvart hversu mikla orku hún hafði eftir átökin í þessari viku. Ég leit á þetta mót til að afla sér reynslu og nýta það síðan í framtíðinni og verð því að viðurkenna það að ég bjóst ekki við gulli frá Anítu.“ Aníta er fædd þann 13. janúar árið 1996 og atti því kappi við stelpur sem eru tveimur árum eldri en hún í í Rieti. „Aníta er eina stelpan sem tók þátt í þessu úrslitahlaupi sem verður gjaldgeng á þetta mót eftir tvö ár.“ ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir vann sér keppnisrétt á heimsmeistaramót fullorðinna í Moskvu, sem fer fram í ágúst, en tók þá ákvörðun að einbeita sér frekar að þessum tveimur unglingamótum sem hún vann í síðustu viku. „Á næsta ári fer fram heimsmeistaramót 19 ára og yngri en við erum aftur á móti að hugsa um að taka þátt á Evrópumeistaramóti fullorðinna og taka þá það skref. Við Íslendingar höfum áður átt flott frjálsíþróttafólk sem hefur verið að standa sig vel á alþjóðlegum mælikvarða en vissulega hefur enginn áður unnið þessi mót og það bendir margt til þess að Aníta sé okkar allra mesta efni í sögunni.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ „Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“ Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Bandaríkin með bakið upp við vegg Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Sjá meira
Hlauparinn Aníta Hinriksdóttir varð á laugardaginn Evrópumeistari í 800 metra hlaupi 19 ára og yngri í Rieti á Ítalíu. Þessi 17 ára stúlka náði því þeim merka áfanga að verða heims- og Evrópumeistari í sömu vikunni en Aníta varð heimsmeistari í sömu grein þann 14. júlí á heimsmeistaramóti 17 ára og yngri. Aníta kom í mark á tímanum 2:01,14 eftir harða baráttu við hina úkraínsku Olena Sidorska en í fyrsta sinn í sumar fékk Aníta alvöru mótspyrnu, og hún stóðst prófið vel. „Það mátti alveg búast við því að hún fengi meiri samkeppni í úrslitahlaupinu,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu. Olena Sidorska lét Anítu heldur betur hafa fyrir hlutunum í hlaupinu og þurfti sú íslenska að kreista fram síðustu dropana á lokasprettinum til að vinna hlaupið. „Hún er tveimur árum eldri en Aníta og hefur verið að hlaupa á svipuðum tíma. Það var alveg ljóst að þetta yrði hennar aðalkeppinautur. Ég átti í raun alveg eins von á því að Aníta myndi ekki vinna þetta mót og það kom mér í raun á óvart hversu mikla orku hún hafði eftir átökin í þessari viku. Ég leit á þetta mót til að afla sér reynslu og nýta það síðan í framtíðinni og verð því að viðurkenna það að ég bjóst ekki við gulli frá Anítu.“ Aníta er fædd þann 13. janúar árið 1996 og atti því kappi við stelpur sem eru tveimur árum eldri en hún í í Rieti. „Aníta er eina stelpan sem tók þátt í þessu úrslitahlaupi sem verður gjaldgeng á þetta mót eftir tvö ár.“ ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir vann sér keppnisrétt á heimsmeistaramót fullorðinna í Moskvu, sem fer fram í ágúst, en tók þá ákvörðun að einbeita sér frekar að þessum tveimur unglingamótum sem hún vann í síðustu viku. „Á næsta ári fer fram heimsmeistaramót 19 ára og yngri en við erum aftur á móti að hugsa um að taka þátt á Evrópumeistaramóti fullorðinna og taka þá það skref. Við Íslendingar höfum áður átt flott frjálsíþróttafólk sem hefur verið að standa sig vel á alþjóðlegum mælikvarða en vissulega hefur enginn áður unnið þessi mót og það bendir margt til þess að Aníta sé okkar allra mesta efni í sögunni.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ „Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“ Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Bandaríkin með bakið upp við vegg Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti