Nýjustu fréttir á Edinborgarhátíðinni 30. júlí 2013 12:00 Sló í gegn Sýningin Nýjustu fréttir vakti einróma hrifningu íslenskra gagnrýnenda og var tilnefnd til tvennra Grímuverðlauna. Sýning VaVaVoom leikhópsins, Nýjustu fréttir, var valin inn í Summerhall Theatre í Edinborg þar sem hún verður hluti af leiklistarhátíðinni Edinburgh Fringe Festival 2. til 26. ágúst. Þetta er í fyrsta sinn sem hópurinn ferðast út fyrir landsteinana með verkið en það var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu síðastliðið haust. Sýningin hlaut mikið lof gagnrýnenda hérlendis og tvær Grímutilnefningar í flokkunum Tónlist ársins og Sproti ársins. Nýjustu fréttir er án orða og hentar vel til að ferðast með erlendis og vonast aðstandendur sýningarinnar til að Skotlandsförin verði stökkpallur fyrir frekari ferðalög og lengi framhaldslíf verksins. Edinborgarhátíðin er ein stærsta listahátíð í Evrópu og stendur yfir í þrjár vikur. Þátttaka í hátíðinni getur skipt sköpum fyrir leikhópa sem vilja kynna sig á Bretlandseyjum og víðar í Evrópu, þar sem allir helstu leikhúsgagnrýnendur, framleiðendur og bókarar mæta á hátíðina til að kynna sér framboð nýrra verka. Leikhópar gera samstarfssamning við leikhús í borginni um sýningarrými en fjármagna þátttöku alfarið sjálfir. VaVaVoom opnaði því svæði á Karolina Fund. Þar er hægt að styrkja hópinn með frjálsum framlögum og fá margvíslegt góðgæti tengt sýningunni sem þakkarvott í staðinn, allt frá handskrifuðum póstkortum frá hópnum í Edinborg til handgerðra pop-up húsa úr sýningunni og tónlistar úr verkinu – en hún hefur ekki verið fáanleg fram til þessa. Menning Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Sýning VaVaVoom leikhópsins, Nýjustu fréttir, var valin inn í Summerhall Theatre í Edinborg þar sem hún verður hluti af leiklistarhátíðinni Edinburgh Fringe Festival 2. til 26. ágúst. Þetta er í fyrsta sinn sem hópurinn ferðast út fyrir landsteinana með verkið en það var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu síðastliðið haust. Sýningin hlaut mikið lof gagnrýnenda hérlendis og tvær Grímutilnefningar í flokkunum Tónlist ársins og Sproti ársins. Nýjustu fréttir er án orða og hentar vel til að ferðast með erlendis og vonast aðstandendur sýningarinnar til að Skotlandsförin verði stökkpallur fyrir frekari ferðalög og lengi framhaldslíf verksins. Edinborgarhátíðin er ein stærsta listahátíð í Evrópu og stendur yfir í þrjár vikur. Þátttaka í hátíðinni getur skipt sköpum fyrir leikhópa sem vilja kynna sig á Bretlandseyjum og víðar í Evrópu, þar sem allir helstu leikhúsgagnrýnendur, framleiðendur og bókarar mæta á hátíðina til að kynna sér framboð nýrra verka. Leikhópar gera samstarfssamning við leikhús í borginni um sýningarrými en fjármagna þátttöku alfarið sjálfir. VaVaVoom opnaði því svæði á Karolina Fund. Þar er hægt að styrkja hópinn með frjálsum framlögum og fá margvíslegt góðgæti tengt sýningunni sem þakkarvott í staðinn, allt frá handskrifuðum póstkortum frá hópnum í Edinborg til handgerðra pop-up húsa úr sýningunni og tónlistar úr verkinu – en hún hefur ekki verið fáanleg fram til þessa.
Menning Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira