Skemmtilegt og krefjandi verkefni að koma liðinu á HM Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. ágúst 2013 07:00 Sigurður Ragnar Eyjólfsson þakkar áhorfendum fyrir stuðninginn eftir lokaleikinn á EM ásamt einum framtíðarleikmanni liðsins; Dagnýju Brynjarsdóttur. Mynd/Daníel Stjórn Knattspyrnusambands Íslands ákvað á fundi sínum í vikunni að veita Þóri Hákonarsyni umboð til þess að ganga til samninga við Sigurð Ragnar Eyjólfsson. „Við Þórir erum búnir að ákveða að hittast eftir helgina og fara yfir málið saman,“ segir Sigurður Ragnar sem tók við liðinu í árslok 2006. Ráðning hans á sínum tíma vakti nokkra athygli enda var starfið hans fyrsta á þjálfaraferlinum. Sigurður þekkti þó vel til hjá KSÍ þar sem hann starfaði sem fræðslustjóri og gerir enn. Liðið fór í úrslitakeppni Evrópumótsins árið 2009 undir stjórn Sigurðar og endurtók leikinn í sumar þar sem liðið komst í átta liða úrslit. Draumurinn um að koma íslensku landsliði á HM er þó enn óuppfylltur. „Það er markmiðið sem við eigum eftir og settum okkur fyrir löngu síðan. Það er krefjandi verkefni hvort sem það kemur í minn hlut eða einhver annar stýrir liðinu,“ segir Sigurður Ragnar sem segir liðið standa á ákveðnum tímamótum. „Það þarf að fara að huga að því að byggja upp nýtt lið. Þau kynslóðaskipti gætu tekið tíma. Það gæti þó verið skemmtilegt og krefjandi verkefni,“ segir Sigurður. Athygli vakti að Sigurður Ragnar valdi reynsluboltann Eddu Garðarsdóttur ekki í lokahóp sinn fyrir EM í sumar. Líklegt verður að telja að Edda, sem gengin er í raðir Vals, hafi leikið sinn síðasta landsleik undir stjórn Sigurðar. Þá hefur fyrirliðinn Katrín Jónsdóttir lagt skóna á hilluna. Saman eiga stöllurnar 235 A-landsleiki að baki. Íslenski boltinn Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira
Stjórn Knattspyrnusambands Íslands ákvað á fundi sínum í vikunni að veita Þóri Hákonarsyni umboð til þess að ganga til samninga við Sigurð Ragnar Eyjólfsson. „Við Þórir erum búnir að ákveða að hittast eftir helgina og fara yfir málið saman,“ segir Sigurður Ragnar sem tók við liðinu í árslok 2006. Ráðning hans á sínum tíma vakti nokkra athygli enda var starfið hans fyrsta á þjálfaraferlinum. Sigurður þekkti þó vel til hjá KSÍ þar sem hann starfaði sem fræðslustjóri og gerir enn. Liðið fór í úrslitakeppni Evrópumótsins árið 2009 undir stjórn Sigurðar og endurtók leikinn í sumar þar sem liðið komst í átta liða úrslit. Draumurinn um að koma íslensku landsliði á HM er þó enn óuppfylltur. „Það er markmiðið sem við eigum eftir og settum okkur fyrir löngu síðan. Það er krefjandi verkefni hvort sem það kemur í minn hlut eða einhver annar stýrir liðinu,“ segir Sigurður Ragnar sem segir liðið standa á ákveðnum tímamótum. „Það þarf að fara að huga að því að byggja upp nýtt lið. Þau kynslóðaskipti gætu tekið tíma. Það gæti þó verið skemmtilegt og krefjandi verkefni,“ segir Sigurður. Athygli vakti að Sigurður Ragnar valdi reynsluboltann Eddu Garðarsdóttur ekki í lokahóp sinn fyrir EM í sumar. Líklegt verður að telja að Edda, sem gengin er í raðir Vals, hafi leikið sinn síðasta landsleik undir stjórn Sigurðar. Þá hefur fyrirliðinn Katrín Jónsdóttir lagt skóna á hilluna. Saman eiga stöllurnar 235 A-landsleiki að baki.
Íslenski boltinn Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti