Gleðilega hátíð! Sóley Tómasdóttir skrifar 6. ágúst 2013 12:00 Hinsegin dagar hefjast í dag. Hápunktur þeirra verður gleðigangan á laugardag. Þá fögnum við því að fólk er svona, hinsegin og þannig, allskonar, þessháttar, einstakt og meiriháttar. Þá fögnum við líka viðhorfsbreytingu í samfélaginu og sjálfsögðum mannréttindum samkynhneigðs, tvíkynhneigðs og transgender fólks. Breytingarnar áttu sér ekki stað í gamla daga og þær komu ekki af sjálfu sér. Þvert á móti hafa þær verið að eiga sér stað á undanförnum mánuðum, misserum, árum og áratugum. Heiðurinn af breytingunum á að fara óskiptur til þess hugrakka og sterka fólks sem gegnum tíðina hefur verið það sjálft, talað upphátt, staðið á sínu og hvert með öðru. Fólkið sem þoldi mótlæti og óþverraskap í daglegu lífi, bæði frá ókunnugum og nákomnum, fyrir það eitt að vera það sjálft. Fólkið sem upplýsti og sannfærði samfélagið um mikilvægi sjálfsagðra mannréttinda. Um leið og við Íslendingar megum vera stolt og glöð yfir okkar fjölbreytta samfélagi verðum við að halda áfram. Við verðum að vinna í þeim úreltu viðhorfum sem enn fyrirfinnast í menningunni okkar. Við verðum að brjóta upp staðalmyndir um hefðbundin kynhlutverk, um áhugamál stelpna og stráka, um útlit, kynhegðun og allt hitt sem við ýmist eigum eða eigum ekki að tileinka okkur til að falla í hópinn. Hinsegin dagar eiga að vera okkur hvatning til að breyta alla hina daga ársins. Reykjavíkurborg getur lagt enn ríkari áherslu á að efla sjálfstæði og gagnrýna hugsun hjá börnum og unglingum, hún getur lagt ríkari áherslu á jöfn tækifæri sem vinnuveitandi og hún getur tryggt fordómalausa og góða þjónustu við alla borgarbúa. Þannig á það að vera og sem borgarfulltrúi heiti ég að beita mér fyrir því. Í stað þess að eltast við úr sér gengnar staðalmyndir um hvítar gagnkynhneigðar vísitölufjölskyldur sem hámark hamingjunnar skulum við gleðjast yfir fjölbreytileikanum. Takmarkið hlýtur að vera hamingja, sátt og samlyndi, að fólk megi vera eins og það vill og með þeim sem það vill – að það virði og skilji þarfir og mörk hvers annars og njóti þess að vera til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Hinsegin dagar hefjast í dag. Hápunktur þeirra verður gleðigangan á laugardag. Þá fögnum við því að fólk er svona, hinsegin og þannig, allskonar, þessháttar, einstakt og meiriháttar. Þá fögnum við líka viðhorfsbreytingu í samfélaginu og sjálfsögðum mannréttindum samkynhneigðs, tvíkynhneigðs og transgender fólks. Breytingarnar áttu sér ekki stað í gamla daga og þær komu ekki af sjálfu sér. Þvert á móti hafa þær verið að eiga sér stað á undanförnum mánuðum, misserum, árum og áratugum. Heiðurinn af breytingunum á að fara óskiptur til þess hugrakka og sterka fólks sem gegnum tíðina hefur verið það sjálft, talað upphátt, staðið á sínu og hvert með öðru. Fólkið sem þoldi mótlæti og óþverraskap í daglegu lífi, bæði frá ókunnugum og nákomnum, fyrir það eitt að vera það sjálft. Fólkið sem upplýsti og sannfærði samfélagið um mikilvægi sjálfsagðra mannréttinda. Um leið og við Íslendingar megum vera stolt og glöð yfir okkar fjölbreytta samfélagi verðum við að halda áfram. Við verðum að vinna í þeim úreltu viðhorfum sem enn fyrirfinnast í menningunni okkar. Við verðum að brjóta upp staðalmyndir um hefðbundin kynhlutverk, um áhugamál stelpna og stráka, um útlit, kynhegðun og allt hitt sem við ýmist eigum eða eigum ekki að tileinka okkur til að falla í hópinn. Hinsegin dagar eiga að vera okkur hvatning til að breyta alla hina daga ársins. Reykjavíkurborg getur lagt enn ríkari áherslu á að efla sjálfstæði og gagnrýna hugsun hjá börnum og unglingum, hún getur lagt ríkari áherslu á jöfn tækifæri sem vinnuveitandi og hún getur tryggt fordómalausa og góða þjónustu við alla borgarbúa. Þannig á það að vera og sem borgarfulltrúi heiti ég að beita mér fyrir því. Í stað þess að eltast við úr sér gengnar staðalmyndir um hvítar gagnkynhneigðar vísitölufjölskyldur sem hámark hamingjunnar skulum við gleðjast yfir fjölbreytileikanum. Takmarkið hlýtur að vera hamingja, sátt og samlyndi, að fólk megi vera eins og það vill og með þeim sem það vill – að það virði og skilji þarfir og mörk hvers annars og njóti þess að vera til.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar