Lars: Þrír sigrar skila pottþétt öðru sætinu í riðlinum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. ágúst 2013 06:00 Mynd/Anton Lars Lagerbäck, þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, tilkynnti í gær hverjir munu tilheyra hópnum sem mætir Færeyingum í æfingaleik á miðvikudagskvöld í Laugardal. Stjörnumaðurinn Jóhann Laxdal er eini nýliðinn í hópnum en Lars valdi einnig Kristin Jónsson úr Breiðabliki í 22 manna hópinn sinn. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er fjarverandi, enda enn að jafna sig á axlarmeiðslum sem hann hlaut í landsleik gegn Slóvenum í júní. Þá ríkir óvissa með þátttöku Birkis Más Sævarssonar þar sem kona hans á von á barni. Leikurinn er sá eini sem landsliðið spilar í undirbúningi sínum fyrir leikina í undankeppni heimsmeistaramótsins 2014 í Brasilíu. Liðið á fjóra leiki eftir, heimaleiki gegn Albaníu og Kýpur og útileiki gegn Sviss og Noregi. „Ef við vinnum þrjá leiki náum við pottþétt öðru sætinu í riðlinum,“ sagði Lagerbäck. Fyrsta sætið í riðlinum gefur sæti í lokakeppninni en annað sætið gefur að öllum líkindum sæti í umspili. „Það er ekki einu sinni víst að við þurfum að vinna þrjá leiki,“ sagði Svíinn. Lagerbäck var bjartsýnn á fundi með blaðamönnum í gær og sagði að möguleikinn á öðru sætinu væri svo sannarlega raunhæfur. „Við viljum koma á óvart og fara til Brasilíu,“ sagði Lagerbäck brosandi. Hannes Þór Halldórsson hefur verið fyrsti kostur í stöðu markvarðar undir stjórn Lagerbäcks, sem hefur þó tekið vel eftir frábærri frammistöðu Gunnleifs Gunnleifssonar með Blikum í sumar. Á sama tíma hefur Hannes verið mistækur. „Hannes ætti ekki að vera of öruggur með sæti sitt,“ sagði Lagerbäck sem fagnar samkeppninni. Hann hrósar einnig Gunnleifi sérstaklega fyrir fagmannlega og jákvæða framkomu þrátt fyrir mikla bekkjarsetu. Lars ræddi sérstaklega Aron Jóhannsson, sem valdi bandaríska landsliðið á dögunum fram yfir það íslenska. „Við vorum í samskiptum við hann nánast allt frá því ég tók við landsliðinu. Mér fannst samskiptin góð og ég hvatti hann til að velja Ísland,“ segir Lagerbäck. Nú hafi Aron hins vegar valið Bandaríkin og lítið sé hægt að gera við því. Landsleikur Íslands og Færeyja fer fram á Laugardalsvelli á miðvikudagskvöldið klukkan 19.45. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Fótbolti Fleiri fréttir Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Sjá meira
Lars Lagerbäck, þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, tilkynnti í gær hverjir munu tilheyra hópnum sem mætir Færeyingum í æfingaleik á miðvikudagskvöld í Laugardal. Stjörnumaðurinn Jóhann Laxdal er eini nýliðinn í hópnum en Lars valdi einnig Kristin Jónsson úr Breiðabliki í 22 manna hópinn sinn. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er fjarverandi, enda enn að jafna sig á axlarmeiðslum sem hann hlaut í landsleik gegn Slóvenum í júní. Þá ríkir óvissa með þátttöku Birkis Más Sævarssonar þar sem kona hans á von á barni. Leikurinn er sá eini sem landsliðið spilar í undirbúningi sínum fyrir leikina í undankeppni heimsmeistaramótsins 2014 í Brasilíu. Liðið á fjóra leiki eftir, heimaleiki gegn Albaníu og Kýpur og útileiki gegn Sviss og Noregi. „Ef við vinnum þrjá leiki náum við pottþétt öðru sætinu í riðlinum,“ sagði Lagerbäck. Fyrsta sætið í riðlinum gefur sæti í lokakeppninni en annað sætið gefur að öllum líkindum sæti í umspili. „Það er ekki einu sinni víst að við þurfum að vinna þrjá leiki,“ sagði Svíinn. Lagerbäck var bjartsýnn á fundi með blaðamönnum í gær og sagði að möguleikinn á öðru sætinu væri svo sannarlega raunhæfur. „Við viljum koma á óvart og fara til Brasilíu,“ sagði Lagerbäck brosandi. Hannes Þór Halldórsson hefur verið fyrsti kostur í stöðu markvarðar undir stjórn Lagerbäcks, sem hefur þó tekið vel eftir frábærri frammistöðu Gunnleifs Gunnleifssonar með Blikum í sumar. Á sama tíma hefur Hannes verið mistækur. „Hannes ætti ekki að vera of öruggur með sæti sitt,“ sagði Lagerbäck sem fagnar samkeppninni. Hann hrósar einnig Gunnleifi sérstaklega fyrir fagmannlega og jákvæða framkomu þrátt fyrir mikla bekkjarsetu. Lars ræddi sérstaklega Aron Jóhannsson, sem valdi bandaríska landsliðið á dögunum fram yfir það íslenska. „Við vorum í samskiptum við hann nánast allt frá því ég tók við landsliðinu. Mér fannst samskiptin góð og ég hvatti hann til að velja Ísland,“ segir Lagerbäck. Nú hafi Aron hins vegar valið Bandaríkin og lítið sé hægt að gera við því. Landsleikur Íslands og Færeyja fer fram á Laugardalsvelli á miðvikudagskvöldið klukkan 19.45.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Fótbolti Fleiri fréttir Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Sjá meira