Við teljum okkur vita allt um FH Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2013 00:01 Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, sést hér hlusta á spurningu á blaðamannafundi í gær. Mynd/Arnþór FH fær belgíska félagið Genk í heimsókn í dag í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 18.00 í Kaplakrika. FH er komið ótrúlega nálægt því að lengja tímabilið sitt um tíu vikur en til þess þarf liðið að slá út mjög sterkt belgískt lið. FH þarf að ná góðum úrslitum fyrir seinni leikinn í næstu viku.Lífsnauðsynlegt að halda hreinu „Það er lífsnauðsynlegt fyrir okkur að halda markinu hreinu í heimaleiknum því það er alltaf dýrt að fá á sig mark á heimavelli. Ég myndi sætta mig við 1-0 sigur en 0-0 eru ágætis úrslit,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, á blaðamannafundi í gær. Heimir hrósaði sóknarleik Genk og telur að þetta sé sterkara lið en það austurríska sem FH var svo nálægt því að slá út úr Meistaradeildinni á dögunum. „Ég held að þetta lið sé betra en Austria Vín, ekki mikið betra, en liðið er heilsteyptara og með fleiri hættulega einstaklinga innan liðsins. Genk spilaði í Meistaradeildinni fyrir tveimur árum og er einn af stærstu klúbbunum í Belgíu,“ segir Heimir. Mario Been, þjálfari Genk, hrósaði FH-liðinu á blaðamannafundi. „Við teljum okkur vita allt um FH. Við komum hingað tvisvar, fyrst á heimaleik hjá þeim og svo fór ég sjálfur upp á Akranes á sunnudaginn. Það sem ég sá var sönnun á því sem ég vissi fyrir. Þeir eru með sterkt lið og öflugir fram á við og gera skorað mörk. Þeir eru mjög góðir í föstum leikatriðum, hornspyrnum og aukaspyrnum og eru mjög sterkir í vörn. Þetta verður mjög erfiður leikur fyrir okkur,“ sagði Been en hann sá FH vinna ÍA 6-2. „Ég sá leiki þeirra á móti Austria Vín á myndbandi og sá þá vera aðeins hársbreidd frá því að komast áfram. Þeir sýndu þar að þeir geta keppt við bestu liðin í Evrópu og það er viðvörun til okkar fyrir leikinn á morgun. Við vitum nóg um þetta lið og þeirra helsti styrkleiki er liðsheildin,“ sagði Been en hann taldi Björn Daníel Sverrisson vera besta leikmann FH.Hrifinn af Birni Daníel „Ég er mjög hrifinn af leikmanni númer 10 (Björn Daníel Sverrisson) og ég er mjög ánægður með að leikmaður númer 15 (Guðmann Þórisson) er í leikbanni. Hann er mjög mikilvægur leikmaður fyrir þetta félag. Leikmaður númer 10 er klassa leikmaður sem er alltaf kominn inn í teig og skorar mikið,“ sagði Been. Heimir tók undir það að Been ætti að vera ánægður með að Guðmann Þórisson er í leikbanni í kvöld. „Guðmann er búinn að vera að spila vel í síðustu leikjum og hefur spilað vel í þessum Evrópuleikjum. Auðvitað er missir að honum en það er stundum þannig í fótbolta að ef menn kunna ekki að hemja skap sitt þá fylgir því svolítið mikið af gulum spjöldum,“ skaut Heimir á miðvörðinn sinn.Hitt snerist meira um peninga Það var gríðarlega mikil umræða um alla þá peninga sem voru í boði í aðdraganda leikjanna við Austria Vín og fyrirliðinn Ólafur Páll Snorrason taldi ástæðu til að nefna það á blaðamannafundi í gær. „Það var mjög erfitt próf hjá okkur í síðasta (Evrópu)leik og kannski var meira undir í þeim leik. Þessir leikir eru meira upp á það sem leikmenn vilja, sem er að komast í riðlakeppni og lengra í Evrópukeppni, en hitt snerist mikið um peninga. Meira reyndar hjá ykkur en okkur nokkurn tímann. Það er ekki hægt að neita því að þetta verður mjög erfitt og verðugt verkefni,“ sagði Ólafur Páll. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Fleiri fréttir Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Liverpool - Burnley | Jafnteflunum lokið? Chelsea - Brentford | Fyrsti deildarleikur nýja stjórans Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjá meira
FH fær belgíska félagið Genk í heimsókn í dag í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 18.00 í Kaplakrika. FH er komið ótrúlega nálægt því að lengja tímabilið sitt um tíu vikur en til þess þarf liðið að slá út mjög sterkt belgískt lið. FH þarf að ná góðum úrslitum fyrir seinni leikinn í næstu viku.Lífsnauðsynlegt að halda hreinu „Það er lífsnauðsynlegt fyrir okkur að halda markinu hreinu í heimaleiknum því það er alltaf dýrt að fá á sig mark á heimavelli. Ég myndi sætta mig við 1-0 sigur en 0-0 eru ágætis úrslit,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, á blaðamannafundi í gær. Heimir hrósaði sóknarleik Genk og telur að þetta sé sterkara lið en það austurríska sem FH var svo nálægt því að slá út úr Meistaradeildinni á dögunum. „Ég held að þetta lið sé betra en Austria Vín, ekki mikið betra, en liðið er heilsteyptara og með fleiri hættulega einstaklinga innan liðsins. Genk spilaði í Meistaradeildinni fyrir tveimur árum og er einn af stærstu klúbbunum í Belgíu,“ segir Heimir. Mario Been, þjálfari Genk, hrósaði FH-liðinu á blaðamannafundi. „Við teljum okkur vita allt um FH. Við komum hingað tvisvar, fyrst á heimaleik hjá þeim og svo fór ég sjálfur upp á Akranes á sunnudaginn. Það sem ég sá var sönnun á því sem ég vissi fyrir. Þeir eru með sterkt lið og öflugir fram á við og gera skorað mörk. Þeir eru mjög góðir í föstum leikatriðum, hornspyrnum og aukaspyrnum og eru mjög sterkir í vörn. Þetta verður mjög erfiður leikur fyrir okkur,“ sagði Been en hann sá FH vinna ÍA 6-2. „Ég sá leiki þeirra á móti Austria Vín á myndbandi og sá þá vera aðeins hársbreidd frá því að komast áfram. Þeir sýndu þar að þeir geta keppt við bestu liðin í Evrópu og það er viðvörun til okkar fyrir leikinn á morgun. Við vitum nóg um þetta lið og þeirra helsti styrkleiki er liðsheildin,“ sagði Been en hann taldi Björn Daníel Sverrisson vera besta leikmann FH.Hrifinn af Birni Daníel „Ég er mjög hrifinn af leikmanni númer 10 (Björn Daníel Sverrisson) og ég er mjög ánægður með að leikmaður númer 15 (Guðmann Þórisson) er í leikbanni. Hann er mjög mikilvægur leikmaður fyrir þetta félag. Leikmaður númer 10 er klassa leikmaður sem er alltaf kominn inn í teig og skorar mikið,“ sagði Been. Heimir tók undir það að Been ætti að vera ánægður með að Guðmann Þórisson er í leikbanni í kvöld. „Guðmann er búinn að vera að spila vel í síðustu leikjum og hefur spilað vel í þessum Evrópuleikjum. Auðvitað er missir að honum en það er stundum þannig í fótbolta að ef menn kunna ekki að hemja skap sitt þá fylgir því svolítið mikið af gulum spjöldum,“ skaut Heimir á miðvörðinn sinn.Hitt snerist meira um peninga Það var gríðarlega mikil umræða um alla þá peninga sem voru í boði í aðdraganda leikjanna við Austria Vín og fyrirliðinn Ólafur Páll Snorrason taldi ástæðu til að nefna það á blaðamannafundi í gær. „Það var mjög erfitt próf hjá okkur í síðasta (Evrópu)leik og kannski var meira undir í þeim leik. Þessir leikir eru meira upp á það sem leikmenn vilja, sem er að komast í riðlakeppni og lengra í Evrópukeppni, en hitt snerist mikið um peninga. Meira reyndar hjá ykkur en okkur nokkurn tímann. Það er ekki hægt að neita því að þetta verður mjög erfitt og verðugt verkefni,“ sagði Ólafur Páll.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Fleiri fréttir Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Liverpool - Burnley | Jafnteflunum lokið? Chelsea - Brentford | Fyrsti deildarleikur nýja stjórans Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjá meira