Þingmönnunum sjálfum að kenna Ólafur Þ. Stephensen skrifar 23. ágúst 2013 07:15 Stundum koma niðurstöður vísindalegra rannsókna á óvart. Stundum staðfesta þær hins vegar bara það sem allir vissu. Það þýðir ekki að rannsóknin hafi verið óþörf; það getur verið gott að fá fræðilega staðfestingu á því sem við töldum okkur vita, þannig að fólk geti þá hætt að velta fyrir sér öðrum skýringum á viðkomandi fyrirbæri. Þetta síðarnefnda á við um ýtarlega rannsókn, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann fyrir Alþingi, á trausti almennings til löggjafarsamkundunnar og orsökum þess að það er jafnlítið og raun ber vitni. Meginniðurstaðan er að sáralítið traust almennings á Alþingi sé að langmestu leyti alþingismönnum sjálfum að kenna; samskiptamáta þeirra, umræðuháttum, framkomu og vinnulagi. Vantraustið beinist ekki nema í litlum mæli að Alþingi sjálfu sem stofnun. Þetta vissu allir – nema hugsanlega þingmenn sjálfir, því að þótt þeim hafi oft verið bent á að það séu þeirra eigin vinnubrögð og talsmáti sem valdi því að almenningur treystir ekki þinginu, hefur þetta ósköp lítið breytzt á síðustu árum, þrátt fyrir heitstrengingar um hið gagnstæða. Á meðal þess sem kemur fram í rannsókn Félagsvísindastofnunar er að almenningi blöskrar það virðingarleysi sem þingmenn sýna hver öðrum og að þeir standi í sífelldu óþarfa rifrildi og skítkasti á kostnað málefnalegrar umræðu og samvinnu. Þátttakendur í rannsókninni töldu þingmenn heldur ekki hlusta á almenning; að forgangsröðunin á þingi væri röng og þingmenn væru ekki nógu vel að sér í þeim málum sem væru helzt til umræðu. Þá þótti vinnulagið á þingi einkennast af aðgerða- og getuleysi þingmanna til að fylgja eftir og klára mál og standa við gefin loforð. Loks kom fram í svörum þátttakenda að umræður á þingi væru ómarkvissar og sundurlausar og mikið um málþóf, á kostnað samvinnu og að unnið væri markvisst að málum með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Með öðrum orðum það sem við vissum fyrir. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, hefur brugðizt við þessum niðurstöðum með tillögum um bætt verklag og samskipti á Alþingi. Á meðal þess sem þingforsetinn leggur til eru ákveðnar breytingar á þingsköpum og að þingmeirihlutinn hverju sinni vandi sig betur við forgangsröðun þeirra mála sem sett eru á dagskrá. Þetta er svo sem ekki alveg nýtt; fleiri þingforsetar hafa haft frumkvæði að breytingum á þingsköpum og vinnulagi þingsins án þess að það hafi haft stór áhrif á það álit sem Alþingi nýtur meðal almennings. Þess vegna er þessi tillaga Einars mikilvægust; að þingmenn líti hver og einn í eigin barm og vandi sig betur, ekki sízt í umræðum á þinginu. Vantraust almennings á Alþingi er nefnilega þeim sjálfum að kenna og enginn getur unnið traust fólksins aftur nema þingmennirnir – hver og einn og allir í sameiningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Stundum koma niðurstöður vísindalegra rannsókna á óvart. Stundum staðfesta þær hins vegar bara það sem allir vissu. Það þýðir ekki að rannsóknin hafi verið óþörf; það getur verið gott að fá fræðilega staðfestingu á því sem við töldum okkur vita, þannig að fólk geti þá hætt að velta fyrir sér öðrum skýringum á viðkomandi fyrirbæri. Þetta síðarnefnda á við um ýtarlega rannsókn, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann fyrir Alþingi, á trausti almennings til löggjafarsamkundunnar og orsökum þess að það er jafnlítið og raun ber vitni. Meginniðurstaðan er að sáralítið traust almennings á Alþingi sé að langmestu leyti alþingismönnum sjálfum að kenna; samskiptamáta þeirra, umræðuháttum, framkomu og vinnulagi. Vantraustið beinist ekki nema í litlum mæli að Alþingi sjálfu sem stofnun. Þetta vissu allir – nema hugsanlega þingmenn sjálfir, því að þótt þeim hafi oft verið bent á að það séu þeirra eigin vinnubrögð og talsmáti sem valdi því að almenningur treystir ekki þinginu, hefur þetta ósköp lítið breytzt á síðustu árum, þrátt fyrir heitstrengingar um hið gagnstæða. Á meðal þess sem kemur fram í rannsókn Félagsvísindastofnunar er að almenningi blöskrar það virðingarleysi sem þingmenn sýna hver öðrum og að þeir standi í sífelldu óþarfa rifrildi og skítkasti á kostnað málefnalegrar umræðu og samvinnu. Þátttakendur í rannsókninni töldu þingmenn heldur ekki hlusta á almenning; að forgangsröðunin á þingi væri röng og þingmenn væru ekki nógu vel að sér í þeim málum sem væru helzt til umræðu. Þá þótti vinnulagið á þingi einkennast af aðgerða- og getuleysi þingmanna til að fylgja eftir og klára mál og standa við gefin loforð. Loks kom fram í svörum þátttakenda að umræður á þingi væru ómarkvissar og sundurlausar og mikið um málþóf, á kostnað samvinnu og að unnið væri markvisst að málum með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Með öðrum orðum það sem við vissum fyrir. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, hefur brugðizt við þessum niðurstöðum með tillögum um bætt verklag og samskipti á Alþingi. Á meðal þess sem þingforsetinn leggur til eru ákveðnar breytingar á þingsköpum og að þingmeirihlutinn hverju sinni vandi sig betur við forgangsröðun þeirra mála sem sett eru á dagskrá. Þetta er svo sem ekki alveg nýtt; fleiri þingforsetar hafa haft frumkvæði að breytingum á þingsköpum og vinnulagi þingsins án þess að það hafi haft stór áhrif á það álit sem Alþingi nýtur meðal almennings. Þess vegna er þessi tillaga Einars mikilvægust; að þingmenn líti hver og einn í eigin barm og vandi sig betur, ekki sízt í umræðum á þinginu. Vantraust almennings á Alþingi er nefnilega þeim sjálfum að kenna og enginn getur unnið traust fólksins aftur nema þingmennirnir – hver og einn og allir í sameiningu.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun