Nýja platan ber heitið MMLP2 og er væntanleg í verslanir vestanhafs 5. nóvember næstkomandi.
Fyrsta smáskífa plötunnar, „Berzerk“, er komin í spilun og eru aðdáendur Eminem að vonum spenntir þar sem lítið sem ekkert hefur heyrst frá kappanum frá því 2010. Hægt er að heyra lagið í spilaranum hér fyrir ofan.
Hér fyrir neðan má síðan sjá auglýsingarnar frá því um helgina en þær eru bæði fyrir nýja plötu Eminem og heyrnartólalínu Dr. Dre.