Hjátrú í hófi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. september 2013 00:01 Rúnar og Signý eru alin upp í Hafnarfirðinum og voru vel stemmd í foreldrahúsum í gær. Fréttablaðið/stefán Rúnar og Signý Arnórsbörn fögnuðu sigri á Eimskipamótaröðinni sem lauk í rigningu og roki á Hólmsvelli í Leiru um helgina. Foreldrar þeirra stóðu vaktina á hliðarlínunni enda glerharðir stuðningsmenn. Signý vann þriðja árið í röð en sigur Rúnars var sá fyrsti. „Ég hef verið að bíða eftir því að hann klári þetta,“ segir Signý á léttu nótunum um litla bróður sinn. Signý verður 23 ára eftir viku en Rúnar varð 21 árs fyrr í sumar. Þrátt fyrir góðan árangur á golfvellinum þvertekur Rúnar fyrir að rígur sé á milli þeirra. „Við höfum stutt hvort annað í gegnum súrt og sætt. Við samgleðjumst hvort öðru þegar vel gengur og styðjum hvort annað þegar illa gengur,“ segir Rúnar. Foreldrar þeirra eru þeirra dyggustu stuðningsmenn og missa ekki af því þegar systkinin keppa. Þau spila þó ekki golf frekar en Óskar bróðir þeirra, sem fór þó á sumarnámskeið á barnsaldri. „Þess vegna voru kylfur til niðri í geymslu. Ég fór að fikta með þær úti í garði,“ segir Rúnar um fyrstu kynni sín af íþróttinni þegar hann var níu ára. Tveimur árum síðar fór hann að æfa og stóra systir elti hann út á völl. „Ég byrjaði á púttvellinum og fór svo að mæta á æfingar. Um leið og ég fór að vinna og það gekk vel var ekki aftur snúið,“ segir Signý. Þau systkini segja mikinn styrk í stuðningi foreldranna og neita því að það auki pressuna að vita af mömmu og pabba uppi á hól að fylgjast með. „Mér finnst það fínt og róandi. Ef eitthvað klikkar er nóg að líta í áttina til þeirra eftir stuðningi,“ segir Signý. Móðir hennar gegndi hlutverki kylfusveins hjá henni þar til fyrir þremur árum. „Ég skipti henni út fyrir kærastann,“ segir Signý hlæjandi og leggur áherslu á að því hafi ekki fylgt dramatík.Eitthvað vantaði í háskólalífið vestanhafsSigný útskrifaðist úr Verzló vorið 2010 og hélt í kjölfarið til Alabama þar sem hún spilaði golf samhliða háskólanámi. „Það var náttúrulega mjög gaman og geggjað að spila golf við þessar aðstæður allt árið. En það var eitthvað sem vantaði,“ segir Signý. Hún hafi ekki viljað pína sig áfram ytra, snúið heim og er í dag í fjarnámi í þroskaþjálfun samhliða starfi sínu hjá Myllunni. Rúnar er útskrifaður úr Flensborg og hóf á dögunum nám í sálfræði við Háskóla Íslands. Hugurinn stefnir út þótt hann hafi verið óviss um hvort það væri rétta skrefið. „Á meðan maður er ungur á maður að lifa lífinu og prófa svona,“ segir Rúnar sem hugsaði málið vel í sumar. Hann hafi þó frestað allri vinnu fram yfir mótaröðina en ætlar nú að skoða skóla ytra og vinna í ferilskránni. Stefnan er sett á háskólanám vestanhafs frá haustinu 2014. „Ef manni líkar þetta ekki þá kemur maður bara heim.“Skiptir um nærbuxur og sokkaGreinilegt er að Rúnar og Signý bera mikla virðingu hvort fyrir öðru. Aðspurð hvaða styrkleika Rúnars í íþróttinni hún væri til í að fá að láni segir Signý: „Hann er rólegur og yfirvegaður, sem er eitthvað sem margir mættu taka sér til fyrirmyndar.“ Hún væri líka til í að fá högglengd hans og kraft. Þegar Rúnar er spurður út í styrkleika systur sinnar segir hann hana mikinn „performer“. Hún geti spilað illa daginn fyrir mót en svo mæti hún til leiks eins og ekkert hafi í skorist. Rúnar segir systur sína algjörlega lausa við hjátrú og viðurkennir að vera að einhverju leyti hjátrúarfullur, sérstaklega samanborið við hana. „Ég var rosalega hjátrúarfullur,“ segir Rúnar. Hann minnist móts frá unglingsaldri þar sem hann skipti ekki um föt alla helgina. „En ég vann mótið,“ bætir hann við hlæjandi. Nú snúist þetta meira um að sum númer á boltum heilli hann meira en önnur. „Ég klæði mig ekkert alltaf í vinstri skóinn fyrst eða eitthvað svoleiðis og skipti um nærbuxur og sokka,“ segir Rúnar léttur.Skiptar skoðanir um hanskaEinhverjir hafa veitt því athygli að Signý spilar alltaf hanskalaus, sem virðist óalgengt í golfheiminum. „Ég hef aldrei kunnað við hanska. Það er bara í rosalega miklum hita ef maður svitnar mikið sem ég nota hanska,“ segir Signý. Þar er bróðir hennar algjörlega á öndverðum meiði. „Mér finnst rosalega óþægilegt að vera án hanska og get það næstum því ekki,“ segir Rúnar. Hann minnir þó á að það sé ýmislegt í golfheiminum sem virki kannski sérstakt en sé ekki. „Sumir pútta alltaf með hanska en aðrir ekki,“ bendir hann á. Líklega séu það áhrif frá stærstu nöfnunum á PGA-mótaröðinni þar sem nánast allir eru með hanska og pútta hanskalausir. „Fólk heldur að það sé rétt en það er ekkert rétt í þessu. Þetta er bara spurning um hvað þér líður best með.“ Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Rúnar og Signý Arnórsbörn fögnuðu sigri á Eimskipamótaröðinni sem lauk í rigningu og roki á Hólmsvelli í Leiru um helgina. Foreldrar þeirra stóðu vaktina á hliðarlínunni enda glerharðir stuðningsmenn. Signý vann þriðja árið í röð en sigur Rúnars var sá fyrsti. „Ég hef verið að bíða eftir því að hann klári þetta,“ segir Signý á léttu nótunum um litla bróður sinn. Signý verður 23 ára eftir viku en Rúnar varð 21 árs fyrr í sumar. Þrátt fyrir góðan árangur á golfvellinum þvertekur Rúnar fyrir að rígur sé á milli þeirra. „Við höfum stutt hvort annað í gegnum súrt og sætt. Við samgleðjumst hvort öðru þegar vel gengur og styðjum hvort annað þegar illa gengur,“ segir Rúnar. Foreldrar þeirra eru þeirra dyggustu stuðningsmenn og missa ekki af því þegar systkinin keppa. Þau spila þó ekki golf frekar en Óskar bróðir þeirra, sem fór þó á sumarnámskeið á barnsaldri. „Þess vegna voru kylfur til niðri í geymslu. Ég fór að fikta með þær úti í garði,“ segir Rúnar um fyrstu kynni sín af íþróttinni þegar hann var níu ára. Tveimur árum síðar fór hann að æfa og stóra systir elti hann út á völl. „Ég byrjaði á púttvellinum og fór svo að mæta á æfingar. Um leið og ég fór að vinna og það gekk vel var ekki aftur snúið,“ segir Signý. Þau systkini segja mikinn styrk í stuðningi foreldranna og neita því að það auki pressuna að vita af mömmu og pabba uppi á hól að fylgjast með. „Mér finnst það fínt og róandi. Ef eitthvað klikkar er nóg að líta í áttina til þeirra eftir stuðningi,“ segir Signý. Móðir hennar gegndi hlutverki kylfusveins hjá henni þar til fyrir þremur árum. „Ég skipti henni út fyrir kærastann,“ segir Signý hlæjandi og leggur áherslu á að því hafi ekki fylgt dramatík.Eitthvað vantaði í háskólalífið vestanhafsSigný útskrifaðist úr Verzló vorið 2010 og hélt í kjölfarið til Alabama þar sem hún spilaði golf samhliða háskólanámi. „Það var náttúrulega mjög gaman og geggjað að spila golf við þessar aðstæður allt árið. En það var eitthvað sem vantaði,“ segir Signý. Hún hafi ekki viljað pína sig áfram ytra, snúið heim og er í dag í fjarnámi í þroskaþjálfun samhliða starfi sínu hjá Myllunni. Rúnar er útskrifaður úr Flensborg og hóf á dögunum nám í sálfræði við Háskóla Íslands. Hugurinn stefnir út þótt hann hafi verið óviss um hvort það væri rétta skrefið. „Á meðan maður er ungur á maður að lifa lífinu og prófa svona,“ segir Rúnar sem hugsaði málið vel í sumar. Hann hafi þó frestað allri vinnu fram yfir mótaröðina en ætlar nú að skoða skóla ytra og vinna í ferilskránni. Stefnan er sett á háskólanám vestanhafs frá haustinu 2014. „Ef manni líkar þetta ekki þá kemur maður bara heim.“Skiptir um nærbuxur og sokkaGreinilegt er að Rúnar og Signý bera mikla virðingu hvort fyrir öðru. Aðspurð hvaða styrkleika Rúnars í íþróttinni hún væri til í að fá að láni segir Signý: „Hann er rólegur og yfirvegaður, sem er eitthvað sem margir mættu taka sér til fyrirmyndar.“ Hún væri líka til í að fá högglengd hans og kraft. Þegar Rúnar er spurður út í styrkleika systur sinnar segir hann hana mikinn „performer“. Hún geti spilað illa daginn fyrir mót en svo mæti hún til leiks eins og ekkert hafi í skorist. Rúnar segir systur sína algjörlega lausa við hjátrú og viðurkennir að vera að einhverju leyti hjátrúarfullur, sérstaklega samanborið við hana. „Ég var rosalega hjátrúarfullur,“ segir Rúnar. Hann minnist móts frá unglingsaldri þar sem hann skipti ekki um föt alla helgina. „En ég vann mótið,“ bætir hann við hlæjandi. Nú snúist þetta meira um að sum númer á boltum heilli hann meira en önnur. „Ég klæði mig ekkert alltaf í vinstri skóinn fyrst eða eitthvað svoleiðis og skipti um nærbuxur og sokka,“ segir Rúnar léttur.Skiptar skoðanir um hanskaEinhverjir hafa veitt því athygli að Signý spilar alltaf hanskalaus, sem virðist óalgengt í golfheiminum. „Ég hef aldrei kunnað við hanska. Það er bara í rosalega miklum hita ef maður svitnar mikið sem ég nota hanska,“ segir Signý. Þar er bróðir hennar algjörlega á öndverðum meiði. „Mér finnst rosalega óþægilegt að vera án hanska og get það næstum því ekki,“ segir Rúnar. Hann minnir þó á að það sé ýmislegt í golfheiminum sem virki kannski sérstakt en sé ekki. „Sumir pútta alltaf með hanska en aðrir ekki,“ bendir hann á. Líklega séu það áhrif frá stærstu nöfnunum á PGA-mótaröðinni þar sem nánast allir eru með hanska og pútta hanskalausir. „Fólk heldur að það sé rétt en það er ekkert rétt í þessu. Þetta er bara spurning um hvað þér líður best með.“
Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira