Af gæðum grunnskólans Jón Páll Haraldsson skrifar 3. september 2013 06:00 Um þessar mundir er íslenski grunnskólinn settur og nemendur streyma í skólann. Það er mér mikið tilhlökkunarefni því það er gaman að vinna með íslenskum ungmennum og ekki síður að vinna gott starf með metnaðarfullu starfsfólki skólanna. Undanfarin misseri hafa margir leitast við að draga upp mynd af íslenska grunnskólanum sem dýrri og frekar duglausri stofnun. Nú síðast eru það Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn í skýrslu um þjóðarhag og hinn annars ágæti pistlahöfundur Pavel Bartoszek. Mér sýnist við Pavel deila áhuga á skólamálum og báðir viljum við horfa á alþjóðlegt samhengi til að meta árangurinn. Íslendingar hafa óhikað sett grunnmenntun barna í aukinn forgang undanfarna áratugi. Einkum hefur það verið áberandi eftir að sveitarfélögin tóku við þeim málaflokki. Ég er sannfærður um að þessi forgangur hefur skilað sér vel og mun gera áfram á næstu árum. Áform um árangur eru fjölbreytt og metnaðarfull og er það vel. Að undanförnu virðast þó einungis tvö meðaltöl nefnd til að meta gæði grunnskólans; klifað er á að hlutfallslegur kostnaður þjóðarinnar sé hár gagnvart meðalnámsárangri. Ekkert heyrist af öðrum mælingum á gæðum grunnskólans. Ekki vil ég gera minnstu tilraun til að draga þær tölur í efa en kannski frekar að draga upp örlítið víðara samhengi. Úr alþjóðlegum könnunum má glöggt greina mörg sóknarfæri fyrir okkur en líka hvað íslenski grunnskólinn stendur sig frábærlega á mörgum sviðum. Kostnaðurinn við grunnskólann Hlutfallslega háan kostnað okkar við grunnskólann þarf endilega að kryfja vel. Fernt hef ég á hraðbergi sem ég tel mikilvægt að hafa í huga í því samhengi. Íslenska þjóðin er ung. Okkur er að fjölga og undanfarna áratugi hefur óvenjustór hluti þjóðarinnar verið í grunnskóla. Mannfjöldapýramídinn er skólarekstrinum óhagstæður. Íslenska þjóðin býr dreifð í stóru landi. Um leið og það skilar margþættum ávinningi er það ekki endilega hagkvæmt í rekstarbókhaldi frá ári til árs. Laun kennara á Íslandi eru í öllum alþjóðlegum samanburði mjög slök. Engu að síður er launakostnaður um 70% af heildarkostnaði við skóla. Það eru því augljóslega ekki laun kennara sem gera kostnaðinn háan í alþjóðlegum samanburði. Á undanförnum árum höfum við byggt mikið af glæsilegum skólabyggingum. Áhugavert væri að fá úttekt á því hve mikil áhrif það hefur í samanburði milli landa. Fjárfestingu í menntun íslenskra ungmenna má kryfja enn betur en ég er einn af þeim sem hallast að því að í samanburði við þróaðri og þéttbýlli samfélög verði kostnaður okkar alltaf hár. Í þessari umræðu erum við um margt eins og stórfætt manneskja að máta okkur við meðalstóran skó. Námsárangur Í frekar grunnri umræðu í fjölmiðlum er námsárangur í þremur bóklegum greinum yfirleitt eina mælingin sem varpa skal ljósi á gæði menntakerfisins. Í PISA-könnuninni árið 2009 var árangur íslenskra nemenda góður – ekki í meðallagi eins og haldið er fram. OECD tilgreinir Ísland sérstaklega í hópi þeirra þjóða sem ná árangri marktækt yfir meðaltali í læsi og stærðfræði. Í náttúrufræði var árangur okkar hins vegar í meðallagi. Á Norðurlöndunum eru það aðeins Finnar sem ná betri námsárangri. Á netinu má lesa skýrslu OECD, PISA 2009 Results: Executive Summary, og þannig fá nokkuð góða mynd af stöðu okkar á skömmum tíma. Í seinni grein ætla ég mér meðal annars að fjalla um hvernig nemendum líkar í skólanum, eftirsóttan jöfnuð milli nemenda og fleiri þætti sem gera íslenska grunnskólann einn þann besta í heimi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Páll Haraldsson Mest lesið Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Skoðun Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir er íslenski grunnskólinn settur og nemendur streyma í skólann. Það er mér mikið tilhlökkunarefni því það er gaman að vinna með íslenskum ungmennum og ekki síður að vinna gott starf með metnaðarfullu starfsfólki skólanna. Undanfarin misseri hafa margir leitast við að draga upp mynd af íslenska grunnskólanum sem dýrri og frekar duglausri stofnun. Nú síðast eru það Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn í skýrslu um þjóðarhag og hinn annars ágæti pistlahöfundur Pavel Bartoszek. Mér sýnist við Pavel deila áhuga á skólamálum og báðir viljum við horfa á alþjóðlegt samhengi til að meta árangurinn. Íslendingar hafa óhikað sett grunnmenntun barna í aukinn forgang undanfarna áratugi. Einkum hefur það verið áberandi eftir að sveitarfélögin tóku við þeim málaflokki. Ég er sannfærður um að þessi forgangur hefur skilað sér vel og mun gera áfram á næstu árum. Áform um árangur eru fjölbreytt og metnaðarfull og er það vel. Að undanförnu virðast þó einungis tvö meðaltöl nefnd til að meta gæði grunnskólans; klifað er á að hlutfallslegur kostnaður þjóðarinnar sé hár gagnvart meðalnámsárangri. Ekkert heyrist af öðrum mælingum á gæðum grunnskólans. Ekki vil ég gera minnstu tilraun til að draga þær tölur í efa en kannski frekar að draga upp örlítið víðara samhengi. Úr alþjóðlegum könnunum má glöggt greina mörg sóknarfæri fyrir okkur en líka hvað íslenski grunnskólinn stendur sig frábærlega á mörgum sviðum. Kostnaðurinn við grunnskólann Hlutfallslega háan kostnað okkar við grunnskólann þarf endilega að kryfja vel. Fernt hef ég á hraðbergi sem ég tel mikilvægt að hafa í huga í því samhengi. Íslenska þjóðin er ung. Okkur er að fjölga og undanfarna áratugi hefur óvenjustór hluti þjóðarinnar verið í grunnskóla. Mannfjöldapýramídinn er skólarekstrinum óhagstæður. Íslenska þjóðin býr dreifð í stóru landi. Um leið og það skilar margþættum ávinningi er það ekki endilega hagkvæmt í rekstarbókhaldi frá ári til árs. Laun kennara á Íslandi eru í öllum alþjóðlegum samanburði mjög slök. Engu að síður er launakostnaður um 70% af heildarkostnaði við skóla. Það eru því augljóslega ekki laun kennara sem gera kostnaðinn háan í alþjóðlegum samanburði. Á undanförnum árum höfum við byggt mikið af glæsilegum skólabyggingum. Áhugavert væri að fá úttekt á því hve mikil áhrif það hefur í samanburði milli landa. Fjárfestingu í menntun íslenskra ungmenna má kryfja enn betur en ég er einn af þeim sem hallast að því að í samanburði við þróaðri og þéttbýlli samfélög verði kostnaður okkar alltaf hár. Í þessari umræðu erum við um margt eins og stórfætt manneskja að máta okkur við meðalstóran skó. Námsárangur Í frekar grunnri umræðu í fjölmiðlum er námsárangur í þremur bóklegum greinum yfirleitt eina mælingin sem varpa skal ljósi á gæði menntakerfisins. Í PISA-könnuninni árið 2009 var árangur íslenskra nemenda góður – ekki í meðallagi eins og haldið er fram. OECD tilgreinir Ísland sérstaklega í hópi þeirra þjóða sem ná árangri marktækt yfir meðaltali í læsi og stærðfræði. Í náttúrufræði var árangur okkar hins vegar í meðallagi. Á Norðurlöndunum eru það aðeins Finnar sem ná betri námsárangri. Á netinu má lesa skýrslu OECD, PISA 2009 Results: Executive Summary, og þannig fá nokkuð góða mynd af stöðu okkar á skömmum tíma. Í seinni grein ætla ég mér meðal annars að fjalla um hvernig nemendum líkar í skólanum, eftirsóttan jöfnuð milli nemenda og fleiri þætti sem gera íslenska grunnskólann einn þann besta í heimi.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar