Við sigruðum þá…næstum því Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. september 2013 06:00 Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir kollegum sínum frá Sviss í undankeppni heimsmeistaramótsins í Bern í kvöld. Sem fyrr mun stór hluti þjóðarinnar setjast við skjáinn með litlar opinberar væntingar en hjartað fullt af draumum. Stórþjóðir hafa sótt Ísland heim í keppnisleikjum og yfirgefið klakann með skottið á milli lappanna. A-Þýskaland, Spánn, Rússland og Tékkland hafa farið tómhent upp í flugvél, auk þess sem ekki ómerkari þjóðir en Frakkar og Þjóðverjar hafa grátið töpuð stig í Laugardal. Við sigruðum þá næstum því“ er lína úr skemmtilegri auglýsingu fyrir íslenska bjórtegund. Þar segja íslenskir knattspyrnuáhugamenn ferðamanni nokkrum frá einum glæstasta sigri íslenska landsliðsins: 3-2 tapinu gegn heimsmeisturum Frakka í París árið 1999. Svo vel stóðu okkar menn sig í þeim leik að í minningunni er eins og við höfum unnið sigur. Reyndar skoruðu Íslendingar fleiri mörk í leiknum ef út í það er farið. Ríkharður Daðason, hetjan úr 1-1 jafnteflinu gegn Frökkum á Laugardalsvelli ári fyrr, hafði ekki stillt miðið betur en svo snemma leiks að knötturinn hafnaði í röngu marki. Hefði sá misskilningur ekki átt sér stað er deginum ljósara að frækinn 3-2 sigur hefði unnist. Bölvuð óheppni. Útisigrar Íslands í keppnisleikjum hafa ekki verið daglegt brauð frá þeim fyrsta gegn Tyrkjum árið 1980, langt í frá. Fjarri heimaslóðum hefur reynst erfitt að ná í góð úrslit. Enn hefur ekki unnist sigur á stórþjóð á útivelli en jafntefli gegn Sovétmönnum og Úkraínu standa líkast til upp úr. Sigrum á Noregi, Norður-Írlandi, Litháen og Ungverjalandi var að sjálfsögðu einnig vel fagnað. Svo ekki sé minnst á nýlegar frægðarfarir til Albaníu og Slóveníu. Karlalandsliðinu gefst tækifæri til að skrá sig í sögubækurnar í kvöld. Sigur á fimmtánda sterkasta landsliði heimsins yrði án nokkurs vafa sá stærsti fjarri heimahögunum í sögunni. Sigurinn yrði sá þriðji á útivelli í yfirstandandi undankeppni en þeim árangri hafa okkar menn aldrei náð. Landsliðsþjálfarinn er raunsær bjartsýnismaður og segir þokkalegar líkur á sigri. Mínar væntingar eru litlar en draumarnir þeim mun fallegri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Kolbeinn Tumi Daðason Tengdar fréttir Hvað finnst þér um byssur? Ferðalög til útlanda eru sjaldan jafnvel heppnuð og þegar maður sækir góða vini heim. Á framandi stöðum er gott að eiga góða að. 26. júlí 2013 08:00 Bliki í þrjár klukkustundir Það er erfitt að útskýra það og ég hef á tilfinningunni að maður megi ekki segja það. Maður gæti verið stimplaður þjóðernissinni, orð sem fólk hefur ólíkan skilning á en yfirleitt neikvæðan, eða þá væminn. 10. ágúst 2013 11:00 Hvers virði eru launin? Eru launin ekki miklu lægri?“ er spurning sem ég fæ reglulega frá fólki þegar það heyrir að ég hafi sagt upp starfi mínu sem byggingaverkfræðingur og sinni nú íþróttafréttamennsku. 12. júlí 2013 06:00 Viltu kaffi? Tiltölulega nýlega fór þeim skiptum sem starfsmenn ÁTVR spurðu mig um skilríki að fækka. Allan þrítugsaldurinn, blessuð sé minning hans, var stundin jafnvandræðaleg þegar ég mætti á kassann. Verð ég spurður eða ekki? Vissara að rétta bara kortið til þess að koma í veg fyrir að þurfa að leita að ökuskírteininu til að sanna 28 ára aldur minn. 23. ágúst 2013 07:24 Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir kollegum sínum frá Sviss í undankeppni heimsmeistaramótsins í Bern í kvöld. Sem fyrr mun stór hluti þjóðarinnar setjast við skjáinn með litlar opinberar væntingar en hjartað fullt af draumum. Stórþjóðir hafa sótt Ísland heim í keppnisleikjum og yfirgefið klakann með skottið á milli lappanna. A-Þýskaland, Spánn, Rússland og Tékkland hafa farið tómhent upp í flugvél, auk þess sem ekki ómerkari þjóðir en Frakkar og Þjóðverjar hafa grátið töpuð stig í Laugardal. Við sigruðum þá næstum því“ er lína úr skemmtilegri auglýsingu fyrir íslenska bjórtegund. Þar segja íslenskir knattspyrnuáhugamenn ferðamanni nokkrum frá einum glæstasta sigri íslenska landsliðsins: 3-2 tapinu gegn heimsmeisturum Frakka í París árið 1999. Svo vel stóðu okkar menn sig í þeim leik að í minningunni er eins og við höfum unnið sigur. Reyndar skoruðu Íslendingar fleiri mörk í leiknum ef út í það er farið. Ríkharður Daðason, hetjan úr 1-1 jafnteflinu gegn Frökkum á Laugardalsvelli ári fyrr, hafði ekki stillt miðið betur en svo snemma leiks að knötturinn hafnaði í röngu marki. Hefði sá misskilningur ekki átt sér stað er deginum ljósara að frækinn 3-2 sigur hefði unnist. Bölvuð óheppni. Útisigrar Íslands í keppnisleikjum hafa ekki verið daglegt brauð frá þeim fyrsta gegn Tyrkjum árið 1980, langt í frá. Fjarri heimaslóðum hefur reynst erfitt að ná í góð úrslit. Enn hefur ekki unnist sigur á stórþjóð á útivelli en jafntefli gegn Sovétmönnum og Úkraínu standa líkast til upp úr. Sigrum á Noregi, Norður-Írlandi, Litháen og Ungverjalandi var að sjálfsögðu einnig vel fagnað. Svo ekki sé minnst á nýlegar frægðarfarir til Albaníu og Slóveníu. Karlalandsliðinu gefst tækifæri til að skrá sig í sögubækurnar í kvöld. Sigur á fimmtánda sterkasta landsliði heimsins yrði án nokkurs vafa sá stærsti fjarri heimahögunum í sögunni. Sigurinn yrði sá þriðji á útivelli í yfirstandandi undankeppni en þeim árangri hafa okkar menn aldrei náð. Landsliðsþjálfarinn er raunsær bjartsýnismaður og segir þokkalegar líkur á sigri. Mínar væntingar eru litlar en draumarnir þeim mun fallegri.
Hvað finnst þér um byssur? Ferðalög til útlanda eru sjaldan jafnvel heppnuð og þegar maður sækir góða vini heim. Á framandi stöðum er gott að eiga góða að. 26. júlí 2013 08:00
Bliki í þrjár klukkustundir Það er erfitt að útskýra það og ég hef á tilfinningunni að maður megi ekki segja það. Maður gæti verið stimplaður þjóðernissinni, orð sem fólk hefur ólíkan skilning á en yfirleitt neikvæðan, eða þá væminn. 10. ágúst 2013 11:00
Hvers virði eru launin? Eru launin ekki miklu lægri?“ er spurning sem ég fæ reglulega frá fólki þegar það heyrir að ég hafi sagt upp starfi mínu sem byggingaverkfræðingur og sinni nú íþróttafréttamennsku. 12. júlí 2013 06:00
Viltu kaffi? Tiltölulega nýlega fór þeim skiptum sem starfsmenn ÁTVR spurðu mig um skilríki að fækka. Allan þrítugsaldurinn, blessuð sé minning hans, var stundin jafnvandræðaleg þegar ég mætti á kassann. Verð ég spurður eða ekki? Vissara að rétta bara kortið til þess að koma í veg fyrir að þurfa að leita að ökuskírteininu til að sanna 28 ára aldur minn. 23. ágúst 2013 07:24
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun