Einkunnagjöf íslensku strákanna í leiknum á móti Sviss í Bern í gærkvöldi Henry Birgir Gunnarsson í Bern skrifar 7. september 2013 08:45 Hér fagna íslensku strákarnir jöfnunarmarkinu í gær. Mynd / Valli Íslenska landsliðið í knattspyrnu náði ótrúlegu jafntefli í Bern í gær eftir að hafa lent 1-4 undir í leiknum. Strákarnir sýndu mikinn karakter og skoruðu þrjú mörk á síðustu 34 mínútum leiksins. Jóhann Berg Guðmundsson var besti maður í íslenska liðsins en ekki sá eini til að fá 9 í einkunn. Hér fyrir neðan má sjá mat Fréttablaðsins á frammistöðu strákanna í leiknum. Hannes Þór Halldórsson, markvörður 4 Fékk á sig fjögur mörk og hefði líklega átt að gera betur í þriðja markinu. Bauð ekki upp á neitt aukalega og hefur átt betri leiki.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 3 Átti erfitt uppdráttar og gaf Sviss fjórða markið sitt með ótrúlegum klaufaskap. Gerði lítið í sókninni.Kári Árnason, miðvörður 6 Barðist eins og grenjandi ljón og kom oft til bjargar en tefldi stundum á tæpasta vað.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 6 Varðist oft vel og skynsamlega og gaf aldrei tommu eftir í erfiðri baráttu við spræka sóknarmenn Sviss.Ari Freyr Skúlason, Vinstri bakvörður 3 Var mjög slakur. Missti menn framhjá sér og lenti illa í því er Sviss jafnaði leikinn. Barðist en átti lítið erindi í þessa baráttu.Jóhann Berg Guðmundsson, Hægri kantur 9 Skoraði eina flottustu þrennu lengi og þaggaði niður í mörgum gagnrýnisröddum. Þær áttu þó algjörlega rétt á sér. Virðist vera í mikilli framför, sem eru gleðitíðindi.Aron Einar Gunnarsson, Miðjumaður 5 Ekki besti leikur fyrirliðans. Missti menn á bak við sig og var í vandræðum með að fóta sig á löngum köflum.Helgi Valur Daníelsson, Miðjumaður 2 Átti ákaflega daprar 45 mínútur svo ekki sé fastar að orði kveðið. Gerði afar fátt jákvætt og var stór leki á miðjunni. Hann hreinlega hlýtur að hafa spilað sig úr landsliðinu í þessum leik.Birkir Bjarnason, Vinstri kantur 8 Var magnaður frá upphafi til enda. Leiddi með góðu fordæmi allan leikinn, lamdi á heimamönnum, labbaði yfir þá og spilaði vel. Stórkostlegur leikmaður og til fyrirmyndar að öllu leyti.Gylfi Þór Sigurðsson, framl. miðjumaður 9 Brjáluð vinnsla og gæði í öllum hans leik. Tvær stórkostlegar stoðsendingar, var alltaf að pressa og búa eitthvað til.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 8 Vann nánast hvert einasta skallaeinvígi í leiknum og skoraði frábært mark. Lét varnarmenn Sviss aldrei í friði og var ógnandi út allan leikinn. Mikil vinnsla, dugnaður, kraftur og gæði.Eiður Smári Guðjohnsen 7 (kom inn fyrir Helga Val á 46. mín) Átti enn og aftur flotta innkomu. Barðist vel og kom með mikið líf. Hefði mátt byrja leikinn og hlýtur að gera það á þriðjudag. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Í beinni: Fram - Þór/KA | Framarar geta unnið þriðja leikinn í röð Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Sjá meira
Íslenska landsliðið í knattspyrnu náði ótrúlegu jafntefli í Bern í gær eftir að hafa lent 1-4 undir í leiknum. Strákarnir sýndu mikinn karakter og skoruðu þrjú mörk á síðustu 34 mínútum leiksins. Jóhann Berg Guðmundsson var besti maður í íslenska liðsins en ekki sá eini til að fá 9 í einkunn. Hér fyrir neðan má sjá mat Fréttablaðsins á frammistöðu strákanna í leiknum. Hannes Þór Halldórsson, markvörður 4 Fékk á sig fjögur mörk og hefði líklega átt að gera betur í þriðja markinu. Bauð ekki upp á neitt aukalega og hefur átt betri leiki.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 3 Átti erfitt uppdráttar og gaf Sviss fjórða markið sitt með ótrúlegum klaufaskap. Gerði lítið í sókninni.Kári Árnason, miðvörður 6 Barðist eins og grenjandi ljón og kom oft til bjargar en tefldi stundum á tæpasta vað.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 6 Varðist oft vel og skynsamlega og gaf aldrei tommu eftir í erfiðri baráttu við spræka sóknarmenn Sviss.Ari Freyr Skúlason, Vinstri bakvörður 3 Var mjög slakur. Missti menn framhjá sér og lenti illa í því er Sviss jafnaði leikinn. Barðist en átti lítið erindi í þessa baráttu.Jóhann Berg Guðmundsson, Hægri kantur 9 Skoraði eina flottustu þrennu lengi og þaggaði niður í mörgum gagnrýnisröddum. Þær áttu þó algjörlega rétt á sér. Virðist vera í mikilli framför, sem eru gleðitíðindi.Aron Einar Gunnarsson, Miðjumaður 5 Ekki besti leikur fyrirliðans. Missti menn á bak við sig og var í vandræðum með að fóta sig á löngum köflum.Helgi Valur Daníelsson, Miðjumaður 2 Átti ákaflega daprar 45 mínútur svo ekki sé fastar að orði kveðið. Gerði afar fátt jákvætt og var stór leki á miðjunni. Hann hreinlega hlýtur að hafa spilað sig úr landsliðinu í þessum leik.Birkir Bjarnason, Vinstri kantur 8 Var magnaður frá upphafi til enda. Leiddi með góðu fordæmi allan leikinn, lamdi á heimamönnum, labbaði yfir þá og spilaði vel. Stórkostlegur leikmaður og til fyrirmyndar að öllu leyti.Gylfi Þór Sigurðsson, framl. miðjumaður 9 Brjáluð vinnsla og gæði í öllum hans leik. Tvær stórkostlegar stoðsendingar, var alltaf að pressa og búa eitthvað til.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 8 Vann nánast hvert einasta skallaeinvígi í leiknum og skoraði frábært mark. Lét varnarmenn Sviss aldrei í friði og var ógnandi út allan leikinn. Mikil vinnsla, dugnaður, kraftur og gæði.Eiður Smári Guðjohnsen 7 (kom inn fyrir Helga Val á 46. mín) Átti enn og aftur flotta innkomu. Barðist vel og kom með mikið líf. Hefði mátt byrja leikinn og hlýtur að gera það á þriðjudag.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Í beinni: Fram - Þór/KA | Framarar geta unnið þriðja leikinn í röð Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó