Ekki hægt að svipta brotleg fyrirtæki starfsréttindum Stígur Helgason skrifar 13. september 2013 07:00 Starfsmenn Seðlabankans og sérstaks saksóknara báru býsn af gögnum út úr höfuðstöðvum Samherja í fyrravor. Fréttablaðið/pjetur Ákvæði í lögum um gjaldeyrismál, sem kveður á um refsiábyrgð lögaðila, hvarf sporlaust úr lögunum þegar þeim var breytt árið 2008. Það þýðir að nú er ekki hægt að svipta brotleg fyrirtæki starfsréttindum eins og áður var. Þetta ráku Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, og starfsmenn hans sig nýverið á þegar þeir fóru að rýna í kæru Seðlabanka Íslands á hendur Samherja fyrir brot á gjaldeyrislögum. Kæran var lögð fram á hendur fyrirtækinu sjálfu en sérstakur saksóknari vísaði henni aftur til Seðlabankans þegar í ljós kom að hún byggði á ákvæði í 16. grein gjaldeyrislaganna sem var horfið úr lögunum. Ákvæðið var svohljóðandi: „Sé brot framið í þágu lögaðila er heimilt að beita stjórnendur lögaðilans framangreindum viðurlögum [sektum og allt að tveggja ára fangelsi] og einnig er heimilt að gera lögaðilanum sekt eða sviptingu starfsréttinda.“ Ekkert ákvæði af þessu tagi er nú að finna í 16. greininni, sem fjallar um refsingar við brotum, eða annars staðar í lögunum. Seðlabankinn sendi í vikunni nýja kæru til sérstaks saksóknara, nú á hendur stjórnendum Samherja en ekki fyrirtækinu sjálfu. Engar skýringar hafa hins vegar fengist á því hvers vegna ákvæðið um refsiábyrgð lögaðila var fjarlægt. Lagabreytingin 2008 fól einkum í sér að gjaldeyrishöftum var komið á í kjölfar bankahrunsins. Frumvarpið var unnið hratt í viðskiptaráðuneytinu, Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra lagði það fram á þingi síðdegis 27. nóvember og það var afgreitt sem lög klukkan fimm nóttina eftir. Í greinargerð með frumvarpinu er ekki minnst á að þetta tiltekna ákvæði hafi verið fjarlægt. Það kom ekki til tals í þingumræðum og Ágúst Ólafur Ágústsson, sem var þá formaður viðskiptanefndar Alþingis, sagðist í samtali við Fréttablaðið á miðvikudag ekki reka minni til þess að þetta atriði hefði komið til tals á þeim örstutta tíma sem nefndin hafði frumvarpið til meðferðar. Þess sér heldur ekki stað í nefndarálitinu. Þá er ekki minnst á þetta í þeim tveimur erindum sem fylgdu málinu inn til þingsins, frá Seðlabankanum og viðskiptaráðuneytinu. Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, segir að frumvarpið hafi í aðalatriðum verið skrifað í Seðlabankanum og starfsmenn ráðuneytisins síðan slípað það til. „Ég get fullyrt að af hálfu okkar sem komu að þessu í ráðuneytinu var þetta klárlega ekki ásetningur og stóð ekki til með neinum hætti,“ segir hann. Fréttablaðið óskaði á miðvikudag eftir upplýsingum um málið frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, sem nú fer með málaflokkinn, en þær höfðu ekki borist í gærkvöldi.Enn mögulegt að beita sektum Í refsiákvæðinu er fjallað um að heimilt sé að leggja sektir á fyrirtæki sem brjóta gegn lögunum. Þótt ákvæðið sé nú horfið er Seðlabankanum engu að síður heimilt að leggja stjórnvaldssektir á fyrirtæki sem sannanlega hafa brotið gegn lögunum. Það væri jafnvel hægt að gera þótt refsimál yrði einnig rekið gegn stjórnendunum Samherji og Seðlabankinn Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Ákvæði í lögum um gjaldeyrismál, sem kveður á um refsiábyrgð lögaðila, hvarf sporlaust úr lögunum þegar þeim var breytt árið 2008. Það þýðir að nú er ekki hægt að svipta brotleg fyrirtæki starfsréttindum eins og áður var. Þetta ráku Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, og starfsmenn hans sig nýverið á þegar þeir fóru að rýna í kæru Seðlabanka Íslands á hendur Samherja fyrir brot á gjaldeyrislögum. Kæran var lögð fram á hendur fyrirtækinu sjálfu en sérstakur saksóknari vísaði henni aftur til Seðlabankans þegar í ljós kom að hún byggði á ákvæði í 16. grein gjaldeyrislaganna sem var horfið úr lögunum. Ákvæðið var svohljóðandi: „Sé brot framið í þágu lögaðila er heimilt að beita stjórnendur lögaðilans framangreindum viðurlögum [sektum og allt að tveggja ára fangelsi] og einnig er heimilt að gera lögaðilanum sekt eða sviptingu starfsréttinda.“ Ekkert ákvæði af þessu tagi er nú að finna í 16. greininni, sem fjallar um refsingar við brotum, eða annars staðar í lögunum. Seðlabankinn sendi í vikunni nýja kæru til sérstaks saksóknara, nú á hendur stjórnendum Samherja en ekki fyrirtækinu sjálfu. Engar skýringar hafa hins vegar fengist á því hvers vegna ákvæðið um refsiábyrgð lögaðila var fjarlægt. Lagabreytingin 2008 fól einkum í sér að gjaldeyrishöftum var komið á í kjölfar bankahrunsins. Frumvarpið var unnið hratt í viðskiptaráðuneytinu, Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra lagði það fram á þingi síðdegis 27. nóvember og það var afgreitt sem lög klukkan fimm nóttina eftir. Í greinargerð með frumvarpinu er ekki minnst á að þetta tiltekna ákvæði hafi verið fjarlægt. Það kom ekki til tals í þingumræðum og Ágúst Ólafur Ágústsson, sem var þá formaður viðskiptanefndar Alþingis, sagðist í samtali við Fréttablaðið á miðvikudag ekki reka minni til þess að þetta atriði hefði komið til tals á þeim örstutta tíma sem nefndin hafði frumvarpið til meðferðar. Þess sér heldur ekki stað í nefndarálitinu. Þá er ekki minnst á þetta í þeim tveimur erindum sem fylgdu málinu inn til þingsins, frá Seðlabankanum og viðskiptaráðuneytinu. Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, segir að frumvarpið hafi í aðalatriðum verið skrifað í Seðlabankanum og starfsmenn ráðuneytisins síðan slípað það til. „Ég get fullyrt að af hálfu okkar sem komu að þessu í ráðuneytinu var þetta klárlega ekki ásetningur og stóð ekki til með neinum hætti,“ segir hann. Fréttablaðið óskaði á miðvikudag eftir upplýsingum um málið frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, sem nú fer með málaflokkinn, en þær höfðu ekki borist í gærkvöldi.Enn mögulegt að beita sektum Í refsiákvæðinu er fjallað um að heimilt sé að leggja sektir á fyrirtæki sem brjóta gegn lögunum. Þótt ákvæðið sé nú horfið er Seðlabankanum engu að síður heimilt að leggja stjórnvaldssektir á fyrirtæki sem sannanlega hafa brotið gegn lögunum. Það væri jafnvel hægt að gera þótt refsimál yrði einnig rekið gegn stjórnendunum
Samherji og Seðlabankinn Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira