Flúði til Íslands með dætur sínar þrjár Andri Ólafsson skrifar 16. september 2013 07:00 Í Kaupmannahöfn. Ekki liggur fyrir hvernig konan koma dætrum sínum heim til Íslands frá Danmörku. Nordicphotos/AFP Danskur þriggja barna faðir hefur kært íslenska barnsmóður sína til lögreglunnar í Danmörku, en hann hefur grun um að konan hafi numið dætur þeirra þrjár á brott og farið með þær til Íslands í leyfisleysi. Hann hefur ekkert heyrt frá börnunum í margar vikur. Faðirinn hefur fullt forræði yfir börnunum en móðirin aðeins umgengnisrétt. Það fyrirkomulag er niðurstaða áralangra forræðisdeilna fyrir dómstólum sem hafa verið afar harðvítugar, ekki síst vegna ásakana konunnar um að maðurinn hafi beitt sig og börnin ofbeldi. Maðurinn neitar þeim ásökunum. Samkvæmt heimildum blaðsins var móðirin með stúlkurnar hjá sér í Danmörku síðla sumars og átti samkvæmt samkomulagi að skila þeim aftur þann 4. ágúst. Það gerði hún hins vegar ekki og hefur faðirinn ekkert heyrt frá þeim síðan. Heimildir blaðsins herma jafnframt að konan hafi komið til Íslands í byrjun síðustu viku og að dæturnar þrjár séu með henni. Yfirvöldum hér á landi er kunnugt um þá stöðu sem upp er komin í málinu. Ekkert verður hins vegar aðhafst í málinu að svo stöddu því formlegt erindi hefur ekki borist frá dönskum stjórnvöldum. Fréttablaðið reyndi að ná tali af konunni og nokkrum aðstandendum hennar í gær. Ekki náðist í hana og bróðir hennar vildi ekki ræða við blaðamann. Þá svaraði lögmaður hennar, Hreinn Loftsson, hvorki símtölum né skilaboðum. Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður, sem farið hefur með mál föðurins, staðfesti við Fréttablaðið í gærkvöldi að málið hefði verið kært til lögreglu í Danmörku. Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Danskur þriggja barna faðir hefur kært íslenska barnsmóður sína til lögreglunnar í Danmörku, en hann hefur grun um að konan hafi numið dætur þeirra þrjár á brott og farið með þær til Íslands í leyfisleysi. Hann hefur ekkert heyrt frá börnunum í margar vikur. Faðirinn hefur fullt forræði yfir börnunum en móðirin aðeins umgengnisrétt. Það fyrirkomulag er niðurstaða áralangra forræðisdeilna fyrir dómstólum sem hafa verið afar harðvítugar, ekki síst vegna ásakana konunnar um að maðurinn hafi beitt sig og börnin ofbeldi. Maðurinn neitar þeim ásökunum. Samkvæmt heimildum blaðsins var móðirin með stúlkurnar hjá sér í Danmörku síðla sumars og átti samkvæmt samkomulagi að skila þeim aftur þann 4. ágúst. Það gerði hún hins vegar ekki og hefur faðirinn ekkert heyrt frá þeim síðan. Heimildir blaðsins herma jafnframt að konan hafi komið til Íslands í byrjun síðustu viku og að dæturnar þrjár séu með henni. Yfirvöldum hér á landi er kunnugt um þá stöðu sem upp er komin í málinu. Ekkert verður hins vegar aðhafst í málinu að svo stöddu því formlegt erindi hefur ekki borist frá dönskum stjórnvöldum. Fréttablaðið reyndi að ná tali af konunni og nokkrum aðstandendum hennar í gær. Ekki náðist í hana og bróðir hennar vildi ekki ræða við blaðamann. Þá svaraði lögmaður hennar, Hreinn Loftsson, hvorki símtölum né skilaboðum. Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður, sem farið hefur með mál föðurins, staðfesti við Fréttablaðið í gærkvöldi að málið hefði verið kært til lögreglu í Danmörku.
Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira