Síðasti bóndinn er á móti risahöfn í Finnafirði Haraldur Guðmundsson skrifar 19. september 2013 07:00 Reimar Sigurjónsson, bóndi í Finnafirði. Forsvarsmenn Langanesbyggðar og Vopnafjarðarhrepps héldu á þriðjudag fund með landeigendum í Finnafirði vegna áforma um mögulega uppbyggingu á stórskipahöfn í firðinum. Sveitarfélögin gengu fyrr í sumar til samstarfs við þýska fyrirtækið Bremenport sem hyggst fara í rannsóknir á svæðinu áður en ákvörðun um byggingu stórskipahafnarinnar verður tekin. Reimar Sigurjónsson, bóndi á Felli, einu jörðinni sem er í byggð í firðinum, lýsti óánægju sinni með áformin á fundinum. „Ég er algjörlega á móti þessum framkvæmdum og tel að þær eigi eftir að eyðileggja fjörðinn. Það er margt sem þarf að huga að í tengslum við þetta mál og þar á meðal eru hugsanleg mengunaráhrif. Þarna verður miklu fórnað fyrir lítið þegar fram líða stundir og við munum ekki koma til með að búa í kyrrlátum firði eftir þetta,“ segir Reimar. Hann bendir á að í aðalskipulagi Langanesbyggðar sé gert ráð fyrir stórskipahöfn í firðinum. „Skipulagið var um sex ár í vinnslu og á þeim langa tíma var aldrei haft beint samband við landeigendur á svæðinu.“ Ólafur Steinarsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, segir að ekki verði farið í umrædda rannsóknarvinnu nema að gefnu leyfi landeigenda. „Við munum leggja upp úr því að hafa mjög náið og gott samráð við landeigendur á þessu svæði,“ segir Ólafur og bætir því við að verkefnið verði kynnt fyrir íbúum í október næstkomandi. Bremenport ætlar að stofna fyrirtæki hér á landi á næstunni sem mun standa að rannsóknum og athugunum á svæðinu. Sú vinna mun að öllum líkindum fela í sér uppsetningu mælitækja á sjó og landi og umhverfis- og jarðtæknirannsóknum. Áætlað er að rannsóknarvinnan taki um þrjú ár. Fyrirtækið er á meðal stærstu rekstrar- og umsýsluaðila umskipunarhafna í Evrópu. Bremenport á meðal annars umskipunarhöfnina í þýsku borginni Bremerhaven, sem er næststærsta höfn sinnar tegundar í Þýskalandi. Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Forsvarsmenn Langanesbyggðar og Vopnafjarðarhrepps héldu á þriðjudag fund með landeigendum í Finnafirði vegna áforma um mögulega uppbyggingu á stórskipahöfn í firðinum. Sveitarfélögin gengu fyrr í sumar til samstarfs við þýska fyrirtækið Bremenport sem hyggst fara í rannsóknir á svæðinu áður en ákvörðun um byggingu stórskipahafnarinnar verður tekin. Reimar Sigurjónsson, bóndi á Felli, einu jörðinni sem er í byggð í firðinum, lýsti óánægju sinni með áformin á fundinum. „Ég er algjörlega á móti þessum framkvæmdum og tel að þær eigi eftir að eyðileggja fjörðinn. Það er margt sem þarf að huga að í tengslum við þetta mál og þar á meðal eru hugsanleg mengunaráhrif. Þarna verður miklu fórnað fyrir lítið þegar fram líða stundir og við munum ekki koma til með að búa í kyrrlátum firði eftir þetta,“ segir Reimar. Hann bendir á að í aðalskipulagi Langanesbyggðar sé gert ráð fyrir stórskipahöfn í firðinum. „Skipulagið var um sex ár í vinnslu og á þeim langa tíma var aldrei haft beint samband við landeigendur á svæðinu.“ Ólafur Steinarsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, segir að ekki verði farið í umrædda rannsóknarvinnu nema að gefnu leyfi landeigenda. „Við munum leggja upp úr því að hafa mjög náið og gott samráð við landeigendur á þessu svæði,“ segir Ólafur og bætir því við að verkefnið verði kynnt fyrir íbúum í október næstkomandi. Bremenport ætlar að stofna fyrirtæki hér á landi á næstunni sem mun standa að rannsóknum og athugunum á svæðinu. Sú vinna mun að öllum líkindum fela í sér uppsetningu mælitækja á sjó og landi og umhverfis- og jarðtæknirannsóknum. Áætlað er að rannsóknarvinnan taki um þrjú ár. Fyrirtækið er á meðal stærstu rekstrar- og umsýsluaðila umskipunarhafna í Evrópu. Bremenport á meðal annars umskipunarhöfnina í þýsku borginni Bremerhaven, sem er næststærsta höfn sinnar tegundar í Þýskalandi.
Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira