Brjóstagjöf og samlífi Sigga Dögg skrifar 19. september 2013 11:00 Brjóstagjöf getur verið þreytandi og krefjandi fyrir mæður. Nordicphtos/getty SPURNING: Ég er með spurningu um brjóstagjöf. Við konan mín eignuðumst barn fyrir stuttu og barnið er á brjósti. Brjóstagjöfin gengur bara þokkalega, smá hnökrar fyrst en gengur nú vel en ég verð að játa að mér þykir þetta svolítið spennandi (smá æsandi stundum) að sjá hana og brjóstin í þessu nýja hlutverki og ég er forvitinn um hvernig þetta er. Get ég talað um þetta við hana? Jafnvel fengið að prófa eða er þetta bara fáránlegt?SVAR: Brjóstagjöf er ákaflega áhugavert tímabil. Brjóstin tútna út af mjólk og verða stór og stinn og svo sprautast úr þeim hvítur vökvi í allar áttir. Ég man eftir miklum umræðum í einum Friends-þætti þar sem Ross smakkaði brjóstamjólk (reyndar úr pela) og skolaði henni niður með kexkökum. Þar sem ég hef í tvígang verið með barn á brjósti þá kemur þessi umræða alltaf upp, bæði útlit brjóstanna og svo hvort eigi ekki að smakka á henni.Þá veit ég um maka sem hafa þurft að tappa af stútfullum, glerhörðum brjóstum. Þó er þetta ekki tengt kynferðislegri örvun, meira forvitni eins og þú spyrð um. Þó eru til hópar af fólki sem er með ákveðið blæti fyrir brjóstagjöf og stundar hana í sínu kynlífi (löngu eftir að börnin eru hætt á brjósti) en það er ekki það sem þú ert að spyrja um, held ég. Sumum mökum þykir konan munúðarfull með þennan nýja líkama, í þessu nýja mikilvæga hlutverki. Þetta á þó ekki alltaf við um konurnar. Brjóstagjöf er krefjandi og getur verið þreytandi, bæði fyrir sál og líkama. Konum líður oft illa með líkama sinn eftir fæðingu og kvarta oft undan kyndeyfð (minni kynlöngun) og jafnvel leggangaþurrki. Því getur samlíf pars á tíma brjóstagjafarinnar verið misjafnt þar sem fleiri áhrifavaldar teljast til, ásamt því að hugsa um lítið barn. Ég legg því til að þú ræðir þetta við hana. Hjá sumum konum lekur brjóstamjólk við kynferðislega örvun og það gæti verið örvandi fyrir ykkur bæði, ef hún er til í að stunda kynlíf með þér. Eins og ég segi, þetta er krefjandi tímabil fyrir móðurina svo endilega sýndu henni smá aukaskammt af þolinmæði og stuðning en umfram allt, talið saman. Gangi ykkur vel. Sigga Dögg Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Fleiri fréttir „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Sjá meira
SPURNING: Ég er með spurningu um brjóstagjöf. Við konan mín eignuðumst barn fyrir stuttu og barnið er á brjósti. Brjóstagjöfin gengur bara þokkalega, smá hnökrar fyrst en gengur nú vel en ég verð að játa að mér þykir þetta svolítið spennandi (smá æsandi stundum) að sjá hana og brjóstin í þessu nýja hlutverki og ég er forvitinn um hvernig þetta er. Get ég talað um þetta við hana? Jafnvel fengið að prófa eða er þetta bara fáránlegt?SVAR: Brjóstagjöf er ákaflega áhugavert tímabil. Brjóstin tútna út af mjólk og verða stór og stinn og svo sprautast úr þeim hvítur vökvi í allar áttir. Ég man eftir miklum umræðum í einum Friends-þætti þar sem Ross smakkaði brjóstamjólk (reyndar úr pela) og skolaði henni niður með kexkökum. Þar sem ég hef í tvígang verið með barn á brjósti þá kemur þessi umræða alltaf upp, bæði útlit brjóstanna og svo hvort eigi ekki að smakka á henni.Þá veit ég um maka sem hafa þurft að tappa af stútfullum, glerhörðum brjóstum. Þó er þetta ekki tengt kynferðislegri örvun, meira forvitni eins og þú spyrð um. Þó eru til hópar af fólki sem er með ákveðið blæti fyrir brjóstagjöf og stundar hana í sínu kynlífi (löngu eftir að börnin eru hætt á brjósti) en það er ekki það sem þú ert að spyrja um, held ég. Sumum mökum þykir konan munúðarfull með þennan nýja líkama, í þessu nýja mikilvæga hlutverki. Þetta á þó ekki alltaf við um konurnar. Brjóstagjöf er krefjandi og getur verið þreytandi, bæði fyrir sál og líkama. Konum líður oft illa með líkama sinn eftir fæðingu og kvarta oft undan kyndeyfð (minni kynlöngun) og jafnvel leggangaþurrki. Því getur samlíf pars á tíma brjóstagjafarinnar verið misjafnt þar sem fleiri áhrifavaldar teljast til, ásamt því að hugsa um lítið barn. Ég legg því til að þú ræðir þetta við hana. Hjá sumum konum lekur brjóstamjólk við kynferðislega örvun og það gæti verið örvandi fyrir ykkur bæði, ef hún er til í að stunda kynlíf með þér. Eins og ég segi, þetta er krefjandi tímabil fyrir móðurina svo endilega sýndu henni smá aukaskammt af þolinmæði og stuðning en umfram allt, talið saman. Gangi ykkur vel.
Sigga Dögg Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Fleiri fréttir „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Sjá meira