Frá helvíti til himna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. september 2013 07:00 Mínar verstu minningar úr grunnskóla eru úr skólasundi. Aldrei hlakkaði ég til að fara út í Vesturbæjarlaug og hlusta á sundkennarana þylja „beygja, kreppa, sundur, saman“. Í fjórar vikur, ár eftir ár, varð maður að láta sig hafa það. Ástæðan fyrir því hve leiðinlegt mér þótti í lauginni var einföld. Mér var fyrirmunað að læra sundtökin. Ég útskrifaðist úr grunnskóla án sundprófs og kveið því að skólayfirvöld í MR kæmust að því. Það var í sjálfu sér ekki fyrr en við útskrift fjórum árum síðar að ég gat fullkomlega andað léttar. Ég kæmist í gegnum lífið án þess að vera með sundpróf. Reyndar er það að stærstu leyti Akureyringnum Víkingi Guðmundssyni að þakka eftir að ég þóttist vera flugsyndur í Níl í Egyptalandi. Litlu munaði að illa færi. Gott er að eiga góðan sundkappa að. Eitt af markmiðum mínum þegar ég fjölgaði mannkyninu var að krakkarnir mínir hefðu gaman af sundi. Þeim liði vel í vatninu og myndu líta á skólasund sem kærkomna fjarveru frá kennslustofunni, sem það auðvitað á að vera. Þau þyrftu ekki að mæta í aukakennslu hjá keðjureykingamanni í Sundhöllinni. Heldur ekki, fyrir mistök reyndar, með vatnshræddu fólki á öllum aldri í laug í Árbænum sem fæstir vita líklegast að er til. Vinir mínir elska þá sögu. Undanfarin þrjú ár hef ég farið um það bil tíu sinnum oftar í sund en árin 28 þar á undan. Og það hefur verið tíu sinnum skemmtilegra. Krakkarnir elska að fara í sund. Sú þriggja ára vill helst ekki sjá kúta þar sem hún kafar um og hoppar út í laugina með tilþrifum. Sá tveggja ára er nýbúinn að uppgötva að það er skemmtilegra að fara einn í rennibrautirnar þótt það sé í trássi við allar reglur. Sundfjölskyldan klikkaða fer nú í vettvangsferðir í Mosfellsbæ, Breiðholtið og Hafnarfjörðinn til að prófa nýjar laugar með nýjum rennibrautum. Sundlaugaferðir hafa breyst úr martröð í yndislega stund með fjölskyldunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Kolbeinn Tumi Daðason Tengdar fréttir Hvað finnst þér um byssur? Ferðalög til útlanda eru sjaldan jafnvel heppnuð og þegar maður sækir góða vini heim. Á framandi stöðum er gott að eiga góða að. 26. júlí 2013 08:00 Bliki í þrjár klukkustundir Það er erfitt að útskýra það og ég hef á tilfinningunni að maður megi ekki segja það. Maður gæti verið stimplaður þjóðernissinni, orð sem fólk hefur ólíkan skilning á en yfirleitt neikvæðan, eða þá væminn. 10. ágúst 2013 11:00 Við sigruðum þá…næstum því Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir kollegum sínum frá Sviss í undankeppni heimsmeistaramótsins í Bern í kvöld. Sem fyrr mun stór hluti þjóðarinnar setjast við skjáinn með litlar opinberar væntingar en hjartað fullt af draumum. 6. september 2013 06:00 Hvers virði eru launin? Eru launin ekki miklu lægri?“ er spurning sem ég fæ reglulega frá fólki þegar það heyrir að ég hafi sagt upp starfi mínu sem byggingaverkfræðingur og sinni nú íþróttafréttamennsku. 12. júlí 2013 06:00 Viltu kaffi? Tiltölulega nýlega fór þeim skiptum sem starfsmenn ÁTVR spurðu mig um skilríki að fækka. Allan þrítugsaldurinn, blessuð sé minning hans, var stundin jafnvandræðaleg þegar ég mætti á kassann. Verð ég spurður eða ekki? Vissara að rétta bara kortið til þess að koma í veg fyrir að þurfa að leita að ökuskírteininu til að sanna 28 ára aldur minn. 23. ágúst 2013 07:24 Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun
Mínar verstu minningar úr grunnskóla eru úr skólasundi. Aldrei hlakkaði ég til að fara út í Vesturbæjarlaug og hlusta á sundkennarana þylja „beygja, kreppa, sundur, saman“. Í fjórar vikur, ár eftir ár, varð maður að láta sig hafa það. Ástæðan fyrir því hve leiðinlegt mér þótti í lauginni var einföld. Mér var fyrirmunað að læra sundtökin. Ég útskrifaðist úr grunnskóla án sundprófs og kveið því að skólayfirvöld í MR kæmust að því. Það var í sjálfu sér ekki fyrr en við útskrift fjórum árum síðar að ég gat fullkomlega andað léttar. Ég kæmist í gegnum lífið án þess að vera með sundpróf. Reyndar er það að stærstu leyti Akureyringnum Víkingi Guðmundssyni að þakka eftir að ég þóttist vera flugsyndur í Níl í Egyptalandi. Litlu munaði að illa færi. Gott er að eiga góðan sundkappa að. Eitt af markmiðum mínum þegar ég fjölgaði mannkyninu var að krakkarnir mínir hefðu gaman af sundi. Þeim liði vel í vatninu og myndu líta á skólasund sem kærkomna fjarveru frá kennslustofunni, sem það auðvitað á að vera. Þau þyrftu ekki að mæta í aukakennslu hjá keðjureykingamanni í Sundhöllinni. Heldur ekki, fyrir mistök reyndar, með vatnshræddu fólki á öllum aldri í laug í Árbænum sem fæstir vita líklegast að er til. Vinir mínir elska þá sögu. Undanfarin þrjú ár hef ég farið um það bil tíu sinnum oftar í sund en árin 28 þar á undan. Og það hefur verið tíu sinnum skemmtilegra. Krakkarnir elska að fara í sund. Sú þriggja ára vill helst ekki sjá kúta þar sem hún kafar um og hoppar út í laugina með tilþrifum. Sá tveggja ára er nýbúinn að uppgötva að það er skemmtilegra að fara einn í rennibrautirnar þótt það sé í trássi við allar reglur. Sundfjölskyldan klikkaða fer nú í vettvangsferðir í Mosfellsbæ, Breiðholtið og Hafnarfjörðinn til að prófa nýjar laugar með nýjum rennibrautum. Sundlaugaferðir hafa breyst úr martröð í yndislega stund með fjölskyldunni.
Hvað finnst þér um byssur? Ferðalög til útlanda eru sjaldan jafnvel heppnuð og þegar maður sækir góða vini heim. Á framandi stöðum er gott að eiga góða að. 26. júlí 2013 08:00
Bliki í þrjár klukkustundir Það er erfitt að útskýra það og ég hef á tilfinningunni að maður megi ekki segja það. Maður gæti verið stimplaður þjóðernissinni, orð sem fólk hefur ólíkan skilning á en yfirleitt neikvæðan, eða þá væminn. 10. ágúst 2013 11:00
Við sigruðum þá…næstum því Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir kollegum sínum frá Sviss í undankeppni heimsmeistaramótsins í Bern í kvöld. Sem fyrr mun stór hluti þjóðarinnar setjast við skjáinn með litlar opinberar væntingar en hjartað fullt af draumum. 6. september 2013 06:00
Hvers virði eru launin? Eru launin ekki miklu lægri?“ er spurning sem ég fæ reglulega frá fólki þegar það heyrir að ég hafi sagt upp starfi mínu sem byggingaverkfræðingur og sinni nú íþróttafréttamennsku. 12. júlí 2013 06:00
Viltu kaffi? Tiltölulega nýlega fór þeim skiptum sem starfsmenn ÁTVR spurðu mig um skilríki að fækka. Allan þrítugsaldurinn, blessuð sé minning hans, var stundin jafnvandræðaleg þegar ég mætti á kassann. Verð ég spurður eða ekki? Vissara að rétta bara kortið til þess að koma í veg fyrir að þurfa að leita að ökuskírteininu til að sanna 28 ára aldur minn. 23. ágúst 2013 07:24
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun