Útgáfa Bubba Morthens á Bítlalaginu Across The Universe verður fjarri góðu gamni á jólaplötu hans sem kemur út í byrjun nóvember.
Hætt var við útgáfu plötunnar fyrir jólin í fyrra vegna misskilnings á milli Bubba og útgáfunnar Senu varðandi leyfi til að fá að nota lagið. Það hét í þýðingu Þórarins Eldjárns, Út um alheiminn.
Leyfið fyrir notkun lagsins hefur enn ekki fengist og því var ákveðið að hafa það ekki með á plötunni.

