Söngvari Yes á svið með Todmobile Freyr Bjarnason skrifar 26. september 2013 08:30 „Við erum mjög spennt fyrir þessu samstarfi,“ segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson í Todmobile. Jon Anderson, upprunalegur söngvari ensku proggsveitarinnar heimsfrægu Yes, kemur fram á árlegum tónleikum Todmobile í Eldborgarsal Hörpu 15. nóvember. Flutt verða vinsælustu lög Yes og Todmobile. Anderson er einn af stofnmeðlimum Yes en hætti í sveitinni undir lok áttunda áratugarins. Hann sneri aftur í hana á þeim níunda og þá kom út eitt vinsælasta lag hennar, Owner Of A Lonely Heart. Tvær plötur sveitarinnar náðu efsta sæti breska vinsældarlistans á áttunda áratugnum. Þorvaldur Bjarni kynntist Anderson þegar sá síðarnefndi var að leita að samstarfsmönnum fyrir sinfóníska tónlist sem hann var að vinna. Þorvaldur sendi honum hluta af þeirri sinfónísku tónlist sem hann var að gera á þeim tíma, þar á meðal tónlist fyrir kvikmyndina Astropíu og söngleikinn Gosa, og hitti hún í mark hjá honum. „Við vorum í sambandi eftir það og fundum út að við vorum algjörlega á sömu blaðsíðu í músíkinni,“ segir Þorvaldur Bjarni, spurður út í vináttu þeirra. Í framhaldinu skiptust þeir á að senda á milli sín tónlist og sömdu þeir einhver lög saman. Þar á meðal eitt lag sem verður frumflutt á tónleikunum í Hörpu. Aðspurður segir Þorvaldur Bjarni að hljómsveitin Yes sé tvímælalaust einn af stóru áhrifavöldum sínum í tónlistinni, ásamt David Bowie, Led Zeppelin, Roxy Music og King Crimson. „Ef hægt er að flokka Todmobile í einhvern geira í íslensku tónlistarlífi þá höfum við alltaf verið að míga utan í progg. Þótt sum af popplögunum okkar hafi slegið í gegn er uppistaðan alltaf þessi stóru lög sem hafa nýst okkur frábærlega á tónleikum. Við erum fyrst og fremst tónleikasveit og það sama má segja um Yes.“ Miðasala á tónleikana í Eldborg hefst í næstu viku. Mest lesið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Við erum mjög spennt fyrir þessu samstarfi,“ segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson í Todmobile. Jon Anderson, upprunalegur söngvari ensku proggsveitarinnar heimsfrægu Yes, kemur fram á árlegum tónleikum Todmobile í Eldborgarsal Hörpu 15. nóvember. Flutt verða vinsælustu lög Yes og Todmobile. Anderson er einn af stofnmeðlimum Yes en hætti í sveitinni undir lok áttunda áratugarins. Hann sneri aftur í hana á þeim níunda og þá kom út eitt vinsælasta lag hennar, Owner Of A Lonely Heart. Tvær plötur sveitarinnar náðu efsta sæti breska vinsældarlistans á áttunda áratugnum. Þorvaldur Bjarni kynntist Anderson þegar sá síðarnefndi var að leita að samstarfsmönnum fyrir sinfóníska tónlist sem hann var að vinna. Þorvaldur sendi honum hluta af þeirri sinfónísku tónlist sem hann var að gera á þeim tíma, þar á meðal tónlist fyrir kvikmyndina Astropíu og söngleikinn Gosa, og hitti hún í mark hjá honum. „Við vorum í sambandi eftir það og fundum út að við vorum algjörlega á sömu blaðsíðu í músíkinni,“ segir Þorvaldur Bjarni, spurður út í vináttu þeirra. Í framhaldinu skiptust þeir á að senda á milli sín tónlist og sömdu þeir einhver lög saman. Þar á meðal eitt lag sem verður frumflutt á tónleikunum í Hörpu. Aðspurður segir Þorvaldur Bjarni að hljómsveitin Yes sé tvímælalaust einn af stóru áhrifavöldum sínum í tónlistinni, ásamt David Bowie, Led Zeppelin, Roxy Music og King Crimson. „Ef hægt er að flokka Todmobile í einhvern geira í íslensku tónlistarlífi þá höfum við alltaf verið að míga utan í progg. Þótt sum af popplögunum okkar hafi slegið í gegn er uppistaðan alltaf þessi stóru lög sem hafa nýst okkur frábærlega á tónleikum. Við erum fyrst og fremst tónleikasveit og það sama má segja um Yes.“ Miðasala á tónleikana í Eldborg hefst í næstu viku.
Mest lesið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira