Spratt upp úr lífsfjórðungskrísu Kjartan Guðmundsson skrifar 3. október 2013 10:00 Halldór Armand Ásgeirsson hóf skriftir á sinni fyrstu bók, Vince Vaughn í skýjunum, þegar hann flutti til London á síðasta ári. fréttablaðið/GVA „Mér fannst þessi titill á bókinni alltaf blasa við. Ég neita því ekki að mér finnst sniðugra fyrir höfunda sem eru að gefa út sína fyrstu bók að velja á hana titil sem vekur athygli og mér finnst þessi titill líklegri til þess en eitthvað í líkingu við „Haustdagar“ eða eitthvað slíkt,“ segir Halldór Armand Ásgeirsson, sem sendir frá sér sína fyrstu skáldsögu, Vince Vaughn í skýjunum, á þriðjudaginn.Vince Vaughn ekki í uppáhaldi Aðspurður segir Halldór bókina fjalla um persónur sem verða óumbeðnar þungamiðjan í óvenjulegum atburðum sem breyta lífi þeirra. „Aðalpersónurnar eru tvær, annars vegar menntaskólastelpa sem starfar í sundlaug yfir sumartímann og hins vegar örlítið eldri maður sem vinnur við að kynna lottótölurnar í sjónvarpinu og kann stöðu sinni í lífinu heldur illa. Atburðirnir sem eiga sér stað breyta lífi þeirra á þann hátt að hann verður alræmdur á Íslandi en hún verður alþjóðleg stjarna í gegnum internetið,“ útskýrir Halldór og tekur fram að hann kjósi síður að útlista söguþráðinn frekar til að eyðileggja ekki spennuna fyrir væntanlegum lesendum. Að sama skapi er Halldór tregur til að gefa upp hvernig Vince Vaughn tengist sinni fyrstu bók, en segir leikarann einfaldlega hafa smellpassað inn í ákveðið hlutverk sem sagan krafðist. „Það er svo sem ekkert sérstakt við Vince Vaughn,“ segir Halldór. „Hann er frægur leikari en um leið ekkert rosalega frægur leikari og fullt af fólki þekkir kannski andlitið á honum en ekki nafnið. Samt er ýmislegt áhugavert við hann. Til dæmis sá ég á Wikipediu að hann er einn af hávöxnustu leikurunum í Hollywood, en hann er ekki í neinu sérstöku uppáhaldi hjá mér. Margir sem heyra titilinn á bókinni hvá og halda jafnvel að Vince Vaughn sé eitthvert íslenskt orð, „vinsvon“ sem þeir hafa ekki heyrt.“Óvenjulegur íþróttagarpur Halldór Armand er 27 ára gamall Reykvíkingur sem útskrifaðist sem lögfræðingur frá Háskóla Íslands á síðasta ári en býr nú mestmegnis í London ásamt kærustunni sinni, leikkonunni Heru Hilmarsdóttur. Hann segir rithöfundardrauma lengi hafa verið til staðar hjá sér og rekur það að hluta til uppvaxtaráranna. Mamma Halldórs er íslenskukennari og pabbi hans var blaðamaður og fréttastjóri á Morgunblaðinu til margra ára og því mikið um pælingar um tungumálið og stílbrögð á heimilinu. „Mamma og pabbi leiðréttu mig til dæmis harkalega þegar ég talaði vitlaust mál svo ég var fljótur að ná því, en þau voru samt alls ekki að láta mig lesa Glæp og refsingu þegar ég var tíu ára eða neitt slíkt. Ég var heldur ekki barn sem hékk á bókasöfnum, heldur meira einhvers konar íþróttagarpur með nokkuð óvenjuleg áhugamál,“ rifjar Halldór upp og tekur fram að súrrealískt leikrit sem hann skrifaði og setti upp ásamt félögum sínum í Hlíðaskóla hafi skipt miklu upp á framhaldið, en atriðið stóð uppi sem sigurvegari í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanna, þegar Halldór var í 9. bekk. „Það er dálítið lúðalegt að rifja upp einhverja sigra frá því maður var fjórtán ára, en svona litlir hlutir skipta oft máli og kenna manni að treysta áhugasviðinu.“Styrkurinn var móralskt „búst“ Á menntaskólaárunum í MH tók Halldór virkan þátt í MORFÍS-ræðukeppninni og var meðal ananrs kosinn ræðumaður Íslands. Auk þess starfaði hann mörg sumur sem blaðamaður á Morgunblaðinu og lýsir hvoru tveggja sem mikilvægri reynslu, þótt MORFÍS-keppnin hafi á síðustu árum fengið á sig illt orð og margir tengi hana ósjálfrátt við kjaftaska á Alþingi. Áhugi hans á bókmenntum kviknaði fyrir alvöru þegar hann hóf nám við Háskóla Íslands, en hann segir sjarmann hafa farið ansi fljótt af háskólalífinu þótt hann hugsi með hlýju til námsins. „Námið er gott, en mér leið nánast eins og ég væri að breytast í 37 gráðu heita akademíska rökhyggjuvél og að ég væri lítið annað. Ætli ég hafi ekki lent í smá lífsfjórðungskrísu og ákvað að reyna að kynnast sjálfum mér upp á nýtt, eins hallærislega og það hljómar,“ segir Halldór og bætir við að hann hafi hafið skriftir við Vince Vaughn í skýjunum þegar hann flutti til stórborgarinnar London á síðasta ári. Í maí síðastliðnum hlaut Halldór Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta, sem ætlað er að að hvetja til útgáfu á nýjum íslenskum skáldskap, og lýsir hann styrknum sem miklu mórölsku „bústi“. „Ég hef verið rosalega heppinn því í upphafi var útgáfan á þessari bók mjög fjarlægt markmið sem ég hélt að tæki mörg ár að ná. Þegar ég sendi handrit til Forlagsins í ágúst bjóst ég í besta falli við að fá smá hrós og loforð um að skoða málið í vor, en tveimur vikum síðar fékk ég svo þau skilaboð að bókin myndi koma út í október. það var mjög skemmtilegt en líka skrítið. Strax eftir símtalið var ég í skýjunum í svona korter en síðan þá hef ég verið með fjörfisk í auganu í sex vikur. Ég er dálítið stressaður, en ég veit ekki almennilega hvers vegna því ég held að ég hræðist viðtökurnar við bókinni ekki sérstaklega. Það er frekar sú staðreynd að ég er nýr höfundur og verð að vekja athygli á bókinni, sem mér finnst ekkert sérstaklega þægilegt, og reyna að selja bókina sem ég kann ekki. Maður vill ekki valda þeim sem trúa á mann vonbrigðum, en líklega er bara best að vera bjartsýnn, jákvæður og æðrulaus. Það er ekki hægt að stjórna öllum hlutum í kringum sig,“ segir Halldór.Kynnir sig ekki sem rithöfund Hann segist kunna því vel að líta á sig sem amatör í bransanum enn um sinn. „Mér dettur ekki í hug að kynna mig sem rithöfund strax þótt ég hafi sent frá mér eina bók. Ég held að það sé fínt viðhorf, en ég veit nokkurn veginn hvað ég vil gera næst og er kominn með hugmynd að næstu bók. Ég mun örugglega halda áfram að skrifa, nema eitthvað mikið gangi á. Ef það verður sett á fót undirskriftasöfnun sem miðar að því að fá þennan Halldór Armand til að hætta að skrifa mun ég líklega taka mark á henni,“ segir Halldór að lokum og hlær. Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Skellti sér á djammið Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Mér fannst þessi titill á bókinni alltaf blasa við. Ég neita því ekki að mér finnst sniðugra fyrir höfunda sem eru að gefa út sína fyrstu bók að velja á hana titil sem vekur athygli og mér finnst þessi titill líklegri til þess en eitthvað í líkingu við „Haustdagar“ eða eitthvað slíkt,“ segir Halldór Armand Ásgeirsson, sem sendir frá sér sína fyrstu skáldsögu, Vince Vaughn í skýjunum, á þriðjudaginn.Vince Vaughn ekki í uppáhaldi Aðspurður segir Halldór bókina fjalla um persónur sem verða óumbeðnar þungamiðjan í óvenjulegum atburðum sem breyta lífi þeirra. „Aðalpersónurnar eru tvær, annars vegar menntaskólastelpa sem starfar í sundlaug yfir sumartímann og hins vegar örlítið eldri maður sem vinnur við að kynna lottótölurnar í sjónvarpinu og kann stöðu sinni í lífinu heldur illa. Atburðirnir sem eiga sér stað breyta lífi þeirra á þann hátt að hann verður alræmdur á Íslandi en hún verður alþjóðleg stjarna í gegnum internetið,“ útskýrir Halldór og tekur fram að hann kjósi síður að útlista söguþráðinn frekar til að eyðileggja ekki spennuna fyrir væntanlegum lesendum. Að sama skapi er Halldór tregur til að gefa upp hvernig Vince Vaughn tengist sinni fyrstu bók, en segir leikarann einfaldlega hafa smellpassað inn í ákveðið hlutverk sem sagan krafðist. „Það er svo sem ekkert sérstakt við Vince Vaughn,“ segir Halldór. „Hann er frægur leikari en um leið ekkert rosalega frægur leikari og fullt af fólki þekkir kannski andlitið á honum en ekki nafnið. Samt er ýmislegt áhugavert við hann. Til dæmis sá ég á Wikipediu að hann er einn af hávöxnustu leikurunum í Hollywood, en hann er ekki í neinu sérstöku uppáhaldi hjá mér. Margir sem heyra titilinn á bókinni hvá og halda jafnvel að Vince Vaughn sé eitthvert íslenskt orð, „vinsvon“ sem þeir hafa ekki heyrt.“Óvenjulegur íþróttagarpur Halldór Armand er 27 ára gamall Reykvíkingur sem útskrifaðist sem lögfræðingur frá Háskóla Íslands á síðasta ári en býr nú mestmegnis í London ásamt kærustunni sinni, leikkonunni Heru Hilmarsdóttur. Hann segir rithöfundardrauma lengi hafa verið til staðar hjá sér og rekur það að hluta til uppvaxtaráranna. Mamma Halldórs er íslenskukennari og pabbi hans var blaðamaður og fréttastjóri á Morgunblaðinu til margra ára og því mikið um pælingar um tungumálið og stílbrögð á heimilinu. „Mamma og pabbi leiðréttu mig til dæmis harkalega þegar ég talaði vitlaust mál svo ég var fljótur að ná því, en þau voru samt alls ekki að láta mig lesa Glæp og refsingu þegar ég var tíu ára eða neitt slíkt. Ég var heldur ekki barn sem hékk á bókasöfnum, heldur meira einhvers konar íþróttagarpur með nokkuð óvenjuleg áhugamál,“ rifjar Halldór upp og tekur fram að súrrealískt leikrit sem hann skrifaði og setti upp ásamt félögum sínum í Hlíðaskóla hafi skipt miklu upp á framhaldið, en atriðið stóð uppi sem sigurvegari í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanna, þegar Halldór var í 9. bekk. „Það er dálítið lúðalegt að rifja upp einhverja sigra frá því maður var fjórtán ára, en svona litlir hlutir skipta oft máli og kenna manni að treysta áhugasviðinu.“Styrkurinn var móralskt „búst“ Á menntaskólaárunum í MH tók Halldór virkan þátt í MORFÍS-ræðukeppninni og var meðal ananrs kosinn ræðumaður Íslands. Auk þess starfaði hann mörg sumur sem blaðamaður á Morgunblaðinu og lýsir hvoru tveggja sem mikilvægri reynslu, þótt MORFÍS-keppnin hafi á síðustu árum fengið á sig illt orð og margir tengi hana ósjálfrátt við kjaftaska á Alþingi. Áhugi hans á bókmenntum kviknaði fyrir alvöru þegar hann hóf nám við Háskóla Íslands, en hann segir sjarmann hafa farið ansi fljótt af háskólalífinu þótt hann hugsi með hlýju til námsins. „Námið er gott, en mér leið nánast eins og ég væri að breytast í 37 gráðu heita akademíska rökhyggjuvél og að ég væri lítið annað. Ætli ég hafi ekki lent í smá lífsfjórðungskrísu og ákvað að reyna að kynnast sjálfum mér upp á nýtt, eins hallærislega og það hljómar,“ segir Halldór og bætir við að hann hafi hafið skriftir við Vince Vaughn í skýjunum þegar hann flutti til stórborgarinnar London á síðasta ári. Í maí síðastliðnum hlaut Halldór Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta, sem ætlað er að að hvetja til útgáfu á nýjum íslenskum skáldskap, og lýsir hann styrknum sem miklu mórölsku „bústi“. „Ég hef verið rosalega heppinn því í upphafi var útgáfan á þessari bók mjög fjarlægt markmið sem ég hélt að tæki mörg ár að ná. Þegar ég sendi handrit til Forlagsins í ágúst bjóst ég í besta falli við að fá smá hrós og loforð um að skoða málið í vor, en tveimur vikum síðar fékk ég svo þau skilaboð að bókin myndi koma út í október. það var mjög skemmtilegt en líka skrítið. Strax eftir símtalið var ég í skýjunum í svona korter en síðan þá hef ég verið með fjörfisk í auganu í sex vikur. Ég er dálítið stressaður, en ég veit ekki almennilega hvers vegna því ég held að ég hræðist viðtökurnar við bókinni ekki sérstaklega. Það er frekar sú staðreynd að ég er nýr höfundur og verð að vekja athygli á bókinni, sem mér finnst ekkert sérstaklega þægilegt, og reyna að selja bókina sem ég kann ekki. Maður vill ekki valda þeim sem trúa á mann vonbrigðum, en líklega er bara best að vera bjartsýnn, jákvæður og æðrulaus. Það er ekki hægt að stjórna öllum hlutum í kringum sig,“ segir Halldór.Kynnir sig ekki sem rithöfund Hann segist kunna því vel að líta á sig sem amatör í bransanum enn um sinn. „Mér dettur ekki í hug að kynna mig sem rithöfund strax þótt ég hafi sent frá mér eina bók. Ég held að það sé fínt viðhorf, en ég veit nokkurn veginn hvað ég vil gera næst og er kominn með hugmynd að næstu bók. Ég mun örugglega halda áfram að skrifa, nema eitthvað mikið gangi á. Ef það verður sett á fót undirskriftasöfnun sem miðar að því að fá þennan Halldór Armand til að hætta að skrifa mun ég líklega taka mark á henni,“ segir Halldór að lokum og hlær.
Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Skellti sér á djammið Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira