Ætlar að láta vera í bili að fá eiginmanninn í þjálfarastarfið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. október 2013 07:00 Harpa og Björn Daníel spiluðu bæði með uppeldisfélögum sínum í sumar. Fréttablaðið/Valli Björn Daníel Sverrisson úr FH og Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni voru valin bestu leikmenn Pepsi-deildar karla og kvenna af leikmönnum deildarinnar. „Þetta fyllir mann stolti og það er þvílíkur heiður að vera valinn af leikmönnum deildarinnar. Ég er virkilega ánægður þessa stundina,“ sagði Björn Daníel Sverrisson á lokahófi KSÍ í gær. Annað árið í röð skoraði miðjumaðurinn níu mörk í deildinni og er án nokkurs vafa vel að verðlaununum kominn. „Framan af móti fannst mér ég spila virkilega vel. Svo dalaði frammistaðan hjá mér seinni hlutann eins og hjá öllu liðinu. En í heildina er þetta langbesta tímabilið mitt,“ segir FH-ingurinn. Hann segir verðlaunin fínar sárabætur fyrst Íslandsmeistaratitillinn vannst ekki. Björn Daníel vonast þó til að lyfta þeim stóra með FH-ingum áður en hann leggur skóna á hilluna. Það verður við 32 ára aldur samkvæmt því sem hann hélt fram við blaðamann á léttu nótunum í gær. „Ég held ég nenni ekki að verða orðinn alltof gamall og menn fara að hugsa: „Djöfull er hann orðinn lélegur.“ Ég ætla að hætta á meðan ég get eitthvað,“ sagði miðjumaðurinn 23 ára sem samdi við norska félagið Viking í sumar. Jón Daði Böðvarsson leikur með Viking líkt og Indriði Sigurðsson, sem er fyrirliði liðsins. Björn Daníel og Indriði ræddu saman í kringum undirritun samningsins í sumar en síðan hefur miðjumaðurinn ekkert heyrt í örvfætta kollega sínum. „Ég þarf ekkert að heyra í honum fyrr en tveimur til þremur dögum áður en ég held utan svo hann sæki mig örugglega á flugvöllinn,“ sagði Björn Daníel léttur. Hann heldur utan í nokkrar vikur síðar í mánuðinum en flytur svo í janúar. Mikil eftirsjá af Þorláki ÁrnaHarpa Þorsteinsdóttir fór á kostum í sumar.Mynd/Daníel„Þetta er alveg ólýsanlegt og ég er ofboðslega þakklát fyrir þetta val,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir. Sjaldan hefur valið á leikmanni ársins verið jafnaugljóst enda var Harpa í sérflokki í Stjörnuliði sem vann alla deildarleiki ársins. Hún viðurkenndi að valið hefði ekki komið sér á óvart. „Fjölmiðlar hafa verið duglegir að nefna mig. Maður er samt auðvitað aldrei 100 prósent viss,“ segir Harpa sem skoraði 28 mörk í deildinni í sumar. Hún spilaði alla leiki Stjörnunnar nema einn í sumar, undanúrslitaleikinn í bikarnum gegn Þór/KA sem tapaðist. Það var engin tilviljun. Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar, lét af störfum í gær eftir farsælt þriggja ára starf með kvennaliðið. Harpa segir mikla eftirsjá að honum. „Láki er frábær þjálfari og hefur gert ótrúlega hluti fyrir bæði liðið og mig,“ sagði Harpa. Hún treystir á að vandað verði til verka við val á eftirmanni. Svo vel vill til að Harpa er gift knattspyrnuþjálfara. Sá heitir Jóhannes Karl Sigursteinsson og þjálfaði Hörpu á sínum tíma hjá Breiðabliki. Ætlar Harpa að hvetja hann til að sækja um starfið? „Nei, ég efast um það,“ sagði Harpa og hló. „Ég læt það allavega vera í bili.“ Það voru leikmenn í Pepsi-deildum karla og kvenna sem völdu bestu leikmenn, efnilegustu leikmenn og bestu dómara. Kosið var að lokinni lokaumferðinni í deildunum. Tuttugu leikmenn hjá hverju liði höfðu atkvæðisrétt og voru heimtur góðar að sögn forsvarsmanna KSÍ. Guðmunda Brynja Óladóttir úr Selfossi og Arnór Ingvi Traustason úr Keflavík voru kjörin efnilegustu leikmennirnir. Gunnar Jarl Jónsson var kjörinn besti dómarinn karlamegin og Ívar Orri Kristjánsson kvennamegin. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Körfubolti Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt Sport Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Í beinni: Breiðablik - Athlone Town | Þurfa að slá út írsku meistarana „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjá meira
Björn Daníel Sverrisson úr FH og Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni voru valin bestu leikmenn Pepsi-deildar karla og kvenna af leikmönnum deildarinnar. „Þetta fyllir mann stolti og það er þvílíkur heiður að vera valinn af leikmönnum deildarinnar. Ég er virkilega ánægður þessa stundina,“ sagði Björn Daníel Sverrisson á lokahófi KSÍ í gær. Annað árið í röð skoraði miðjumaðurinn níu mörk í deildinni og er án nokkurs vafa vel að verðlaununum kominn. „Framan af móti fannst mér ég spila virkilega vel. Svo dalaði frammistaðan hjá mér seinni hlutann eins og hjá öllu liðinu. En í heildina er þetta langbesta tímabilið mitt,“ segir FH-ingurinn. Hann segir verðlaunin fínar sárabætur fyrst Íslandsmeistaratitillinn vannst ekki. Björn Daníel vonast þó til að lyfta þeim stóra með FH-ingum áður en hann leggur skóna á hilluna. Það verður við 32 ára aldur samkvæmt því sem hann hélt fram við blaðamann á léttu nótunum í gær. „Ég held ég nenni ekki að verða orðinn alltof gamall og menn fara að hugsa: „Djöfull er hann orðinn lélegur.“ Ég ætla að hætta á meðan ég get eitthvað,“ sagði miðjumaðurinn 23 ára sem samdi við norska félagið Viking í sumar. Jón Daði Böðvarsson leikur með Viking líkt og Indriði Sigurðsson, sem er fyrirliði liðsins. Björn Daníel og Indriði ræddu saman í kringum undirritun samningsins í sumar en síðan hefur miðjumaðurinn ekkert heyrt í örvfætta kollega sínum. „Ég þarf ekkert að heyra í honum fyrr en tveimur til þremur dögum áður en ég held utan svo hann sæki mig örugglega á flugvöllinn,“ sagði Björn Daníel léttur. Hann heldur utan í nokkrar vikur síðar í mánuðinum en flytur svo í janúar. Mikil eftirsjá af Þorláki ÁrnaHarpa Þorsteinsdóttir fór á kostum í sumar.Mynd/Daníel„Þetta er alveg ólýsanlegt og ég er ofboðslega þakklát fyrir þetta val,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir. Sjaldan hefur valið á leikmanni ársins verið jafnaugljóst enda var Harpa í sérflokki í Stjörnuliði sem vann alla deildarleiki ársins. Hún viðurkenndi að valið hefði ekki komið sér á óvart. „Fjölmiðlar hafa verið duglegir að nefna mig. Maður er samt auðvitað aldrei 100 prósent viss,“ segir Harpa sem skoraði 28 mörk í deildinni í sumar. Hún spilaði alla leiki Stjörnunnar nema einn í sumar, undanúrslitaleikinn í bikarnum gegn Þór/KA sem tapaðist. Það var engin tilviljun. Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar, lét af störfum í gær eftir farsælt þriggja ára starf með kvennaliðið. Harpa segir mikla eftirsjá að honum. „Láki er frábær þjálfari og hefur gert ótrúlega hluti fyrir bæði liðið og mig,“ sagði Harpa. Hún treystir á að vandað verði til verka við val á eftirmanni. Svo vel vill til að Harpa er gift knattspyrnuþjálfara. Sá heitir Jóhannes Karl Sigursteinsson og þjálfaði Hörpu á sínum tíma hjá Breiðabliki. Ætlar Harpa að hvetja hann til að sækja um starfið? „Nei, ég efast um það,“ sagði Harpa og hló. „Ég læt það allavega vera í bili.“ Það voru leikmenn í Pepsi-deildum karla og kvenna sem völdu bestu leikmenn, efnilegustu leikmenn og bestu dómara. Kosið var að lokinni lokaumferðinni í deildunum. Tuttugu leikmenn hjá hverju liði höfðu atkvæðisrétt og voru heimtur góðar að sögn forsvarsmanna KSÍ. Guðmunda Brynja Óladóttir úr Selfossi og Arnór Ingvi Traustason úr Keflavík voru kjörin efnilegustu leikmennirnir. Gunnar Jarl Jónsson var kjörinn besti dómarinn karlamegin og Ívar Orri Kristjánsson kvennamegin.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Körfubolti Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt Sport Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Í beinni: Breiðablik - Athlone Town | Þurfa að slá út írsku meistarana „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjá meira