Fann flibbakraga og blúndunærbuxur undir þakskegginu á Hótel Niagara Friðrika Benónýsdóttir skrifar 5. október 2013 10:00 Ólík hjón Guðbjörg Lind segir þau hjón ólík eins og dag og nótt og þess sér líka stað í verkum þeirra. Fréttablaðið/GVA Hjónin Guðbjörg Lind Jónsdóttir og Hjörtur Marteinsson opna í dag sýninguna Umhverfis djúpan fjörð í Listasafni ASÍ. Verkin á sýningunni eru afrakstur tíðra ferða þeirra vestur á firði þar sem þau eiga hús með merkilega sögu. Húsið heitir Hótel Niagara og á sér merkilega sögu. „Þessi sýning er búin að gerjast ansi lengi og hefur farið í dálítið marga hringi,“ segir Guðbjörg Lind Jónsdóttir um sýningu þeirra hjóna, hennar og Hjartar Marteinssonar, sem verður opnuð í Listasafni ASÍ í dag. „Upphaflega sáum við fyrir okkur að verk okkar flæddu saman en við nánari skoðun okkar og annarra kom í ljós að þetta eru ansi ólíkir heimar, þannig að þetta endaði þannig að málverkin mín, sem eru mest dagurinn og birtubrigði í landslagi, eru uppi í Ásmundarsal en verk Hjartar, sem túlka nóttina og stjörnuhimininn, eru niðri í gryfjunni. Í arinstofunni erum við svo með heimilislegri stemningu þar sem við mætumst í meira návígi.“ Guðbjörg Lind sýnir málverk og teikningar og Hjörtur málverk og lágmyndir útskornar í MDF með blandaðri tækni auk þess sem bregður fyrir einni og einni veiðiflugu sem hann hefur hnýtt. Sýningin heitir Umhverfis djúpan fjörð og er afrakstur margra leiðangra listamannanna um Vestfjarðakjálkann. „Ég er fædd og uppalin á Ísafirði og Hjörtur á ættir að rekja norður á Strandir þannig að við höfum auðvitað alltaf verið dugleg að fara vestur. Í einu af þeim ferðalögum gistum við í gömlu húsi á Þingeyri sem skömmu síðar var auglýst til sölu. Við ákváðum að gera tilboð í það og duttum í lukkupottinn. Síðan höfum verið að gera húsið upp svona hægt og bítandi þannig að við erum alveg endalaust á ferðinni vestur. Aksturinn tekur sex og hálfan tíma og við höfum tekið þann pól í hæðina að njóta ferðalagsins og skoða alltaf eitthvað skemmtilegt á leiðinni. Hjörtur fabúlerar gjarna sögur um einhverja viðburði sem eiga að hafa gerst á einhverjum tilteknum stað og ég einbeiti mér að landslaginu. Svo datt okkur í hug að það væri gaman að búa til sýningu upp úr því sem orðið hefur til í þessum ökuferðum og það er sú sýning sem við opnum í dag.“ Húsið sem hjónin keyptu á Þingeyri á sér sérstæða sögu. „Þetta er gamalt vertshús og gengur undir því nafni eða þá að það er kallað Hótel Niagara. Sumir segja að sú nafngift sé vegna þess að húsið hafi lekið svo mikið en aðrir vilja meina að nafngiftin sé tilkomin vegna þess hversu mikið hafi verið drukkið í húsinu á meðan það var vertshús.“ Eimir eitthvað eftir af þeim anda í húsinu enn þá? „Ja, það er hætt að leka og það er ákaflega góður andi í því. Það er gaman að segja frá því að þegar við vorum að opna þakið og þakskeggið, þá hrundi niður ótrúlega mikið af gömlum flöskum. Vínflöskum, ölflöskum og alls kyns gleri. Ég setti meira að segja upp sýningu á ýmsum munum sem fundust á meðan við vorum að taka þakið og útveggina í gegn og þar voru alveg ótrúlegustu hlutir. Til dæmis fann ég þar flibbakraga og blúndunærbuxur og ýmislegt merkilegt. Enda vilja menn meina að hér hafi verið mikið fjör á árum áður. Á Þingeyri voru nefnilega amerískir lúðuveiðimenn í kringum 1890 og það er stundum talað um að það hafi verið fyrstu ástandsárin á Íslandi. Það fæddust þarna nokkur föðurlaus börn á þeim tíma þannig að þessi ár hafa haft varanleg áhrif á staðinn.“ Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Hjónin Guðbjörg Lind Jónsdóttir og Hjörtur Marteinsson opna í dag sýninguna Umhverfis djúpan fjörð í Listasafni ASÍ. Verkin á sýningunni eru afrakstur tíðra ferða þeirra vestur á firði þar sem þau eiga hús með merkilega sögu. Húsið heitir Hótel Niagara og á sér merkilega sögu. „Þessi sýning er búin að gerjast ansi lengi og hefur farið í dálítið marga hringi,“ segir Guðbjörg Lind Jónsdóttir um sýningu þeirra hjóna, hennar og Hjartar Marteinssonar, sem verður opnuð í Listasafni ASÍ í dag. „Upphaflega sáum við fyrir okkur að verk okkar flæddu saman en við nánari skoðun okkar og annarra kom í ljós að þetta eru ansi ólíkir heimar, þannig að þetta endaði þannig að málverkin mín, sem eru mest dagurinn og birtubrigði í landslagi, eru uppi í Ásmundarsal en verk Hjartar, sem túlka nóttina og stjörnuhimininn, eru niðri í gryfjunni. Í arinstofunni erum við svo með heimilislegri stemningu þar sem við mætumst í meira návígi.“ Guðbjörg Lind sýnir málverk og teikningar og Hjörtur málverk og lágmyndir útskornar í MDF með blandaðri tækni auk þess sem bregður fyrir einni og einni veiðiflugu sem hann hefur hnýtt. Sýningin heitir Umhverfis djúpan fjörð og er afrakstur margra leiðangra listamannanna um Vestfjarðakjálkann. „Ég er fædd og uppalin á Ísafirði og Hjörtur á ættir að rekja norður á Strandir þannig að við höfum auðvitað alltaf verið dugleg að fara vestur. Í einu af þeim ferðalögum gistum við í gömlu húsi á Þingeyri sem skömmu síðar var auglýst til sölu. Við ákváðum að gera tilboð í það og duttum í lukkupottinn. Síðan höfum verið að gera húsið upp svona hægt og bítandi þannig að við erum alveg endalaust á ferðinni vestur. Aksturinn tekur sex og hálfan tíma og við höfum tekið þann pól í hæðina að njóta ferðalagsins og skoða alltaf eitthvað skemmtilegt á leiðinni. Hjörtur fabúlerar gjarna sögur um einhverja viðburði sem eiga að hafa gerst á einhverjum tilteknum stað og ég einbeiti mér að landslaginu. Svo datt okkur í hug að það væri gaman að búa til sýningu upp úr því sem orðið hefur til í þessum ökuferðum og það er sú sýning sem við opnum í dag.“ Húsið sem hjónin keyptu á Þingeyri á sér sérstæða sögu. „Þetta er gamalt vertshús og gengur undir því nafni eða þá að það er kallað Hótel Niagara. Sumir segja að sú nafngift sé vegna þess að húsið hafi lekið svo mikið en aðrir vilja meina að nafngiftin sé tilkomin vegna þess hversu mikið hafi verið drukkið í húsinu á meðan það var vertshús.“ Eimir eitthvað eftir af þeim anda í húsinu enn þá? „Ja, það er hætt að leka og það er ákaflega góður andi í því. Það er gaman að segja frá því að þegar við vorum að opna þakið og þakskeggið, þá hrundi niður ótrúlega mikið af gömlum flöskum. Vínflöskum, ölflöskum og alls kyns gleri. Ég setti meira að segja upp sýningu á ýmsum munum sem fundust á meðan við vorum að taka þakið og útveggina í gegn og þar voru alveg ótrúlegustu hlutir. Til dæmis fann ég þar flibbakraga og blúndunærbuxur og ýmislegt merkilegt. Enda vilja menn meina að hér hafi verið mikið fjör á árum áður. Á Þingeyri voru nefnilega amerískir lúðuveiðimenn í kringum 1890 og það er stundum talað um að það hafi verið fyrstu ástandsárin á Íslandi. Það fæddust þarna nokkur föðurlaus börn á þeim tíma þannig að þessi ár hafa haft varanleg áhrif á staðinn.“
Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira