Lítur á verðlaunin sem hross Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. október 2013 00:00 Næsta mynd er byrjuð að þróast innra með Benedikt þó hann eigi eftir að afla hugmyndinni brautargengi. Hann líkir þeirri baráttu við það að fá fólk til að fjárfesta í veiðitæki til að veiða nýjar tegundir á ókunnum miðum. Samt vonar hann að sá forleikur sem það er að koma slíkum togara á flot verði aðeins auðveldari en síðast. Fréttablaðið/Valli Benedikt Erlingsson er áberandi í listalífinu þessa dagana. Hann leikstýrir Jeppa á Fjalli sem var frumsýndur í gær og er nýkominn heim frá Spáni með verðlaun fyrir fyrstu kvikmyndina sína í fullri lengd, Hross í oss. Þau hlaut hann sem besti nýi leikstjórinn. Hvernig skyldi þeim hafa vegnað sem áður hafa hlotið slík verðlaun? „Listinn með forgöngumönnum mínum er víst stórkostlegur og ég vona að ég standi undir því að vera kominn í röðina,“ segir hann brosandi. „Verðlaunin brjóta ákveðið blað fyrir mig því ég er bara byrjandi. En bæði með því að ljúka þessari mynd og fá viðurkenningu fyrir hana verður kannski tekið meira mark á mér þegar ég kem næst bónarveg til þeirra sem ráða yfir peningum til kvikmyndagerðar. Ég lít á verðlaunin sem hross til að komast á yfir fjallaskörð og inn á næsta landssvæði. Til þess eru þau líka hugsuð.“Móðurmissirinn var áminning Benedikt kveðst hafa verið búinn að ganga lengi með Hross í oss í maganum. „Ég var eins og Loki Laufeyjarson sem var óléttur að Sleipni. Er búinn að vera óléttur að ýmsu gegnum tíðina, sumt hefur fæðst og annað er enn að malla í mér. Hross í oss er ein þeirra kvikmyndahugmynda sem ég taldi erfiða og því ætlaði ég að byrja á auðveldara verkefni, en svo urðu straumhvörf í lífi mínu 2008 þegar móðir mín dó, það var áminning og þá ákvað ég að ég gæti ekki dregið það sem skipti mig mestu máli. Þó skynsemin segi manni að taka hlutina í einhverri ákveðinni röð þá er lífið ekki alltaf skynsamlegt.“ Hann segir móður sína hafa vitað af draumi hans um hestamyndina. „Mamma var hjálparkokkur minn, hún las yfir handrit fyrir mig enda er ég örlítið skrifblindur. Svo hjálpaði hún mér með mína fyrstu styrkumsókn vegna Hross í oss og meðal annars þess vegna tileikna ég henni myndina.“ Hverjir fleiri skyldu vera áhrifavaldar Benedikts við kvikmyndastjórn „Ég er auðvitað undir áhrifum frá mörgum. Mér þykir það heiður þegar myndin mín er nefnd í línu með Börnum náttúrunnar og Landi og sonum sem ég lít á sem mikil listaverk. En þarna eru þræðir á milli, bæði í sögusviði og að sumu leyti í aðferð. Mínir erlendu áhrifavaldar eru líka nokkrir, Pasolini kemur fljótt upp í hugann, Kusturica og Fellini. Þetta eru menn sem mér finnst gott á horfa á myndir eftir. Ég er dálítið suðrænn í sinninu þarna.“ Fólk erlendis er undrandi á því hvernig Íslendingum tekst að koma jafnmörgum góðum myndum á legg og raun ber vitni, að sögn Benedikts. „Það þykir einstakt hversu margar myndir frá svona lítilli þjóð skora hátt á kvikmyndahátíðum,“ segir hann. „Málmhaus var í Toronto, hefur fengið frábæra dóma og Ragnar Bragason á eftir að fara sigurför með hana eins og hinar myndirnar sínar. Ég bendi líka á stuttmyndina Hvalfjörð, eftir Guðmund Arnar sem fór inn á hátíðina í Cannes og svo allar myndir Rúnars Rúnarssonar. Dagur Kári er stórstjarna, svo ekki sé minnst á Baltasar sem er að brjóta öll viðmið um hið mögulega. Svo eru það Grímur Hákonar og Haddi Gunni sem brunar áfram sinn „annan veg“ að ég tali ekki um gamla ljónið Friðrik Þór.“ Hverju skyldi hann þakka þennan árangur? „Við erum heppin með sögumenn og það hefur orðið til sérstakur kúltúr hjá nýrri kynslóð kvikmyndagerðarfólks sem birtist í samhjálp og samvinnu. Við lesum handrit hvert hjá öðru og horfum á klippin. Gott dæmi er Hross í oss. Sjálfur Friðrik Þór er að framleiða þessa mynd mína og Baltasar bauðst til að leika í henni og lánaði okkur bíla og hest á tökustað. Ragnar Bragason og Rúnar Rúnarsson lásu handritið á frumstigum og Elísabeth Rónalds kom að klippinu og gaf góð ráð. Þetta er partur af styrk okkar því það er ávinningur fyrir okkur öll, ef einhverju okkar tekst eitthvað.“ Þegar minnst er á niðurskurð ríkisstjórnarinnar til kvikmyndagerðar stendur ekki á viðbrögðunum hjá Benedikt. „Þetta sýnir bara gildismatið. Hópurinn sem ræður núna vill skapa störf í álverum, sláturhúsum, mjólkurverum og fiskverum en ekki í hugverum og kvikmyndaverum. Álverksmiðjur fá hér beinar niðurgreiðslur gegnum skattaafslætti og allt bendir til að þær komi hagnaði sínum undan með því að ljúga upp á sig skuldum sem þeir skulda sjálfum sér. Undir svona rakkarapakk vill ríkisstjórnin púkka en slátrar 200 ársstörfum í kvikmyndagerð til að spara 400 milljónir.“Leið eins og stóru strákunum Hross í oss var tekin á 25 dögum sumarið 2012, á Höfðaströnd í Skagafirði en þó mest í Borgarfirði, á Hvítársíðunni og hálendinu ofan við Húsafell. Sá staður hefur stundum verið kallaður vagga íslenskrar myndlistar því þangað fóru þeir á leigubílum Kjarval og Ásgrímur og máluðu. Benedikt kveðst hafa verið búinn að leita að tökustöðum í tvö sumur þegar athygli hans á þessu svæði í Borgarfirðinum hafi verið vakin. Hann eigi víða hauka í hornum. Nefnir Bergstein Björgúlfsson kvikmyndatökumann sem dæmi. „Við Besti höfum unnið saman að þessari mynd og án hans hefði hún aldrei gengið upp.“ Hann kveðst líka hafa þurft að láta þjálfa hesta sérstaklega fyrir tökurnar. „Undirbúningurinn var mikill og ég var með ótrúlega hæft og duglegt fólk á öllum póstum. Það var gífurlegt álag á hestadeildina, meðal annars vegna þess að við höfðum mjög stuttan tíma því fjármögnunin gekk hægt - en small á síðustu stundu.“ Benedikt fer líka lofsamlegum orðum um útgerð, skipstjóra og áhöfn togarans Klakks á Sauðárkróki sem hann hafði að láni heilan dag og segir hafa verið ómetanlegt. „Þann dag leið mér eins og einum af stóru strákunum,“ segir hann brosandi. „Ég held að slíks góðvilja hafi Tom Cruse eða Russel Crow ekki notið hér á Íslandi þetta sumar. Í raun ætti ég að gera mynd um allt fólkið sem lagði mér lið. Það yrði marg-óma mynd, full af englum og velviljuðum vættum sem birtust þegar öll sund virtust lokuð. Þar væru fjárfestarnir mínir í stórum hlutverkum og bændur á Hvítársíðu sem lánuðu okkur híbýli sín og hjálpuðu á alla lund.“ Einn „bóndinn“ sundríður út í togara til áfengiskaupa í myndinni. Skyldi það ekki hafa verið erfitt atriði fyrir hest og menn? „Það gekk ótrúlega vel enda er íslenski hesturinn mjög vel syndur,“ segir Benedikt. „Þessi hestur synti 200-250 metra út og til baka en samkvæmt mælingum reyndi hann helmingi minna á sig en eftir 250 m sprett með knapa. Þannig að þetta var allt innan marka, enda vorum við með dýralækni á setti allan tímann sem við vorum að vinna með hestana og allir sem komu að þessari mynd elska hesta. Það er líka mjög mikilvægt fyrir okkur að skaða engan hest við töku myndarinnar. Þá hefði okkur mistekist mikið.“ Þegar haft er orð á að tveimur hestum sé samt fórnað brosir Benedikt góðlátlega og segir: Það er galdur kvikmyndalistarinnar. Þeir eru báðir sprellifandi og annar mætti á frumsýninguna.“ Sænsk stúlka sýnir mikinn dugnað í myndinni, tengir meðal annars saman sjö hross og ríður með þau í breiðfylkingu. „Já, þessar skandinavísku stúlkur sem koma hingað til að vinna á hestabúum helga sig íslenska hestinum og eru oft okkar bestu hestahvíslarar. Þær eru alvöru Íslendingar, ef við notum orðið Íslendingar sem eitthvað jákvætt. Þeir sem elska landið og sýna því virðingu eru ekki bara innfæddir.“Allt fyrir ástina Bændurnir fá flestir hraklega meðferð hjá leikstjóra Hross í oss. „Já, þeir eru frumstæðir í þessari mynd,“ viðurkennir Benedikt en bendir á að konunum sé á hinn bóginn lyft upp. Þær séu hetjur myndarinnar. Eina þeirra leikur eiginkona hans, Charlotta Böving. Skyldi honum ekkert hafa þótt erfitt að sjá hana gefa aðal sjarmörnum í myndinni undir fótinn? „Við erum öllu vön í leikhúsinu. Þetta er það sem hún lagði á sig fyrir mig – elskan mín. Hún fórnaði sér fyrir mig og hestana auðvitað, hún er jú líka skandinavísk hestakona.“ Charlotta er dönsk að uppruna og þótt það tengist ekkert myndinni er Benedikt spurður hvort hann hafi kynnst henni í leiklistarskóla úti í Danmörku? „Nei, nei, Charlotta var orðin virt leikkona í Danmörku, með mörg verðlaun á bakinu og blússandi karríer. Þá kynntist hún þessum manni hér sem gerði hana ólétta, flutti hana hingað, lokaði hana hér inni og eyðilagði frama hennar. Síðan hefur hún staðið við hlið mína. - Nei, að öllu gríni slepptu. Hún var hér á ferðalagi að kynna sér íslenskt leikhús og við kynntumst á bar sem heitir Kaffi List. Hún leikur lykilpersónu í Hross í oss og er límið í henni ásamt Ingvari E. Sigurðssyni. Myndin er nefnilega ekki línulaga frásögn heldur margar sögur sem mynda einhverskonar heild, það er form sem við þekkjum vel úr Íslendingasögum. Persóna Charlottu er partur af lífinu gegnum alla myndina, hún berst fyrir markmiðum sínum og hefur sigur að lokum.Einn varð borgarstjóri Hér hefði verið hægt að enda viðtalið en einn starfsbróðir bað mig að spyrja Benedikt hvort Fóstbræðraendurkoma væri í aðsigi og sú spurning er borin upp að lokum. „Við ætluðum einmitt að vera með endurkomu, en það gerðist sem stundum getur gerst í leikhópum að einn af okkur varð borgarstjóri. Það setti strik í reikninginn,“ svarar hann kíminn. „Ætli við sjáum ekki til eftir næstu kosningar?“ Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Benedikt Erlingsson er áberandi í listalífinu þessa dagana. Hann leikstýrir Jeppa á Fjalli sem var frumsýndur í gær og er nýkominn heim frá Spáni með verðlaun fyrir fyrstu kvikmyndina sína í fullri lengd, Hross í oss. Þau hlaut hann sem besti nýi leikstjórinn. Hvernig skyldi þeim hafa vegnað sem áður hafa hlotið slík verðlaun? „Listinn með forgöngumönnum mínum er víst stórkostlegur og ég vona að ég standi undir því að vera kominn í röðina,“ segir hann brosandi. „Verðlaunin brjóta ákveðið blað fyrir mig því ég er bara byrjandi. En bæði með því að ljúka þessari mynd og fá viðurkenningu fyrir hana verður kannski tekið meira mark á mér þegar ég kem næst bónarveg til þeirra sem ráða yfir peningum til kvikmyndagerðar. Ég lít á verðlaunin sem hross til að komast á yfir fjallaskörð og inn á næsta landssvæði. Til þess eru þau líka hugsuð.“Móðurmissirinn var áminning Benedikt kveðst hafa verið búinn að ganga lengi með Hross í oss í maganum. „Ég var eins og Loki Laufeyjarson sem var óléttur að Sleipni. Er búinn að vera óléttur að ýmsu gegnum tíðina, sumt hefur fæðst og annað er enn að malla í mér. Hross í oss er ein þeirra kvikmyndahugmynda sem ég taldi erfiða og því ætlaði ég að byrja á auðveldara verkefni, en svo urðu straumhvörf í lífi mínu 2008 þegar móðir mín dó, það var áminning og þá ákvað ég að ég gæti ekki dregið það sem skipti mig mestu máli. Þó skynsemin segi manni að taka hlutina í einhverri ákveðinni röð þá er lífið ekki alltaf skynsamlegt.“ Hann segir móður sína hafa vitað af draumi hans um hestamyndina. „Mamma var hjálparkokkur minn, hún las yfir handrit fyrir mig enda er ég örlítið skrifblindur. Svo hjálpaði hún mér með mína fyrstu styrkumsókn vegna Hross í oss og meðal annars þess vegna tileikna ég henni myndina.“ Hverjir fleiri skyldu vera áhrifavaldar Benedikts við kvikmyndastjórn „Ég er auðvitað undir áhrifum frá mörgum. Mér þykir það heiður þegar myndin mín er nefnd í línu með Börnum náttúrunnar og Landi og sonum sem ég lít á sem mikil listaverk. En þarna eru þræðir á milli, bæði í sögusviði og að sumu leyti í aðferð. Mínir erlendu áhrifavaldar eru líka nokkrir, Pasolini kemur fljótt upp í hugann, Kusturica og Fellini. Þetta eru menn sem mér finnst gott á horfa á myndir eftir. Ég er dálítið suðrænn í sinninu þarna.“ Fólk erlendis er undrandi á því hvernig Íslendingum tekst að koma jafnmörgum góðum myndum á legg og raun ber vitni, að sögn Benedikts. „Það þykir einstakt hversu margar myndir frá svona lítilli þjóð skora hátt á kvikmyndahátíðum,“ segir hann. „Málmhaus var í Toronto, hefur fengið frábæra dóma og Ragnar Bragason á eftir að fara sigurför með hana eins og hinar myndirnar sínar. Ég bendi líka á stuttmyndina Hvalfjörð, eftir Guðmund Arnar sem fór inn á hátíðina í Cannes og svo allar myndir Rúnars Rúnarssonar. Dagur Kári er stórstjarna, svo ekki sé minnst á Baltasar sem er að brjóta öll viðmið um hið mögulega. Svo eru það Grímur Hákonar og Haddi Gunni sem brunar áfram sinn „annan veg“ að ég tali ekki um gamla ljónið Friðrik Þór.“ Hverju skyldi hann þakka þennan árangur? „Við erum heppin með sögumenn og það hefur orðið til sérstakur kúltúr hjá nýrri kynslóð kvikmyndagerðarfólks sem birtist í samhjálp og samvinnu. Við lesum handrit hvert hjá öðru og horfum á klippin. Gott dæmi er Hross í oss. Sjálfur Friðrik Þór er að framleiða þessa mynd mína og Baltasar bauðst til að leika í henni og lánaði okkur bíla og hest á tökustað. Ragnar Bragason og Rúnar Rúnarsson lásu handritið á frumstigum og Elísabeth Rónalds kom að klippinu og gaf góð ráð. Þetta er partur af styrk okkar því það er ávinningur fyrir okkur öll, ef einhverju okkar tekst eitthvað.“ Þegar minnst er á niðurskurð ríkisstjórnarinnar til kvikmyndagerðar stendur ekki á viðbrögðunum hjá Benedikt. „Þetta sýnir bara gildismatið. Hópurinn sem ræður núna vill skapa störf í álverum, sláturhúsum, mjólkurverum og fiskverum en ekki í hugverum og kvikmyndaverum. Álverksmiðjur fá hér beinar niðurgreiðslur gegnum skattaafslætti og allt bendir til að þær komi hagnaði sínum undan með því að ljúga upp á sig skuldum sem þeir skulda sjálfum sér. Undir svona rakkarapakk vill ríkisstjórnin púkka en slátrar 200 ársstörfum í kvikmyndagerð til að spara 400 milljónir.“Leið eins og stóru strákunum Hross í oss var tekin á 25 dögum sumarið 2012, á Höfðaströnd í Skagafirði en þó mest í Borgarfirði, á Hvítársíðunni og hálendinu ofan við Húsafell. Sá staður hefur stundum verið kallaður vagga íslenskrar myndlistar því þangað fóru þeir á leigubílum Kjarval og Ásgrímur og máluðu. Benedikt kveðst hafa verið búinn að leita að tökustöðum í tvö sumur þegar athygli hans á þessu svæði í Borgarfirðinum hafi verið vakin. Hann eigi víða hauka í hornum. Nefnir Bergstein Björgúlfsson kvikmyndatökumann sem dæmi. „Við Besti höfum unnið saman að þessari mynd og án hans hefði hún aldrei gengið upp.“ Hann kveðst líka hafa þurft að láta þjálfa hesta sérstaklega fyrir tökurnar. „Undirbúningurinn var mikill og ég var með ótrúlega hæft og duglegt fólk á öllum póstum. Það var gífurlegt álag á hestadeildina, meðal annars vegna þess að við höfðum mjög stuttan tíma því fjármögnunin gekk hægt - en small á síðustu stundu.“ Benedikt fer líka lofsamlegum orðum um útgerð, skipstjóra og áhöfn togarans Klakks á Sauðárkróki sem hann hafði að láni heilan dag og segir hafa verið ómetanlegt. „Þann dag leið mér eins og einum af stóru strákunum,“ segir hann brosandi. „Ég held að slíks góðvilja hafi Tom Cruse eða Russel Crow ekki notið hér á Íslandi þetta sumar. Í raun ætti ég að gera mynd um allt fólkið sem lagði mér lið. Það yrði marg-óma mynd, full af englum og velviljuðum vættum sem birtust þegar öll sund virtust lokuð. Þar væru fjárfestarnir mínir í stórum hlutverkum og bændur á Hvítársíðu sem lánuðu okkur híbýli sín og hjálpuðu á alla lund.“ Einn „bóndinn“ sundríður út í togara til áfengiskaupa í myndinni. Skyldi það ekki hafa verið erfitt atriði fyrir hest og menn? „Það gekk ótrúlega vel enda er íslenski hesturinn mjög vel syndur,“ segir Benedikt. „Þessi hestur synti 200-250 metra út og til baka en samkvæmt mælingum reyndi hann helmingi minna á sig en eftir 250 m sprett með knapa. Þannig að þetta var allt innan marka, enda vorum við með dýralækni á setti allan tímann sem við vorum að vinna með hestana og allir sem komu að þessari mynd elska hesta. Það er líka mjög mikilvægt fyrir okkur að skaða engan hest við töku myndarinnar. Þá hefði okkur mistekist mikið.“ Þegar haft er orð á að tveimur hestum sé samt fórnað brosir Benedikt góðlátlega og segir: Það er galdur kvikmyndalistarinnar. Þeir eru báðir sprellifandi og annar mætti á frumsýninguna.“ Sænsk stúlka sýnir mikinn dugnað í myndinni, tengir meðal annars saman sjö hross og ríður með þau í breiðfylkingu. „Já, þessar skandinavísku stúlkur sem koma hingað til að vinna á hestabúum helga sig íslenska hestinum og eru oft okkar bestu hestahvíslarar. Þær eru alvöru Íslendingar, ef við notum orðið Íslendingar sem eitthvað jákvætt. Þeir sem elska landið og sýna því virðingu eru ekki bara innfæddir.“Allt fyrir ástina Bændurnir fá flestir hraklega meðferð hjá leikstjóra Hross í oss. „Já, þeir eru frumstæðir í þessari mynd,“ viðurkennir Benedikt en bendir á að konunum sé á hinn bóginn lyft upp. Þær séu hetjur myndarinnar. Eina þeirra leikur eiginkona hans, Charlotta Böving. Skyldi honum ekkert hafa þótt erfitt að sjá hana gefa aðal sjarmörnum í myndinni undir fótinn? „Við erum öllu vön í leikhúsinu. Þetta er það sem hún lagði á sig fyrir mig – elskan mín. Hún fórnaði sér fyrir mig og hestana auðvitað, hún er jú líka skandinavísk hestakona.“ Charlotta er dönsk að uppruna og þótt það tengist ekkert myndinni er Benedikt spurður hvort hann hafi kynnst henni í leiklistarskóla úti í Danmörku? „Nei, nei, Charlotta var orðin virt leikkona í Danmörku, með mörg verðlaun á bakinu og blússandi karríer. Þá kynntist hún þessum manni hér sem gerði hana ólétta, flutti hana hingað, lokaði hana hér inni og eyðilagði frama hennar. Síðan hefur hún staðið við hlið mína. - Nei, að öllu gríni slepptu. Hún var hér á ferðalagi að kynna sér íslenskt leikhús og við kynntumst á bar sem heitir Kaffi List. Hún leikur lykilpersónu í Hross í oss og er límið í henni ásamt Ingvari E. Sigurðssyni. Myndin er nefnilega ekki línulaga frásögn heldur margar sögur sem mynda einhverskonar heild, það er form sem við þekkjum vel úr Íslendingasögum. Persóna Charlottu er partur af lífinu gegnum alla myndina, hún berst fyrir markmiðum sínum og hefur sigur að lokum.Einn varð borgarstjóri Hér hefði verið hægt að enda viðtalið en einn starfsbróðir bað mig að spyrja Benedikt hvort Fóstbræðraendurkoma væri í aðsigi og sú spurning er borin upp að lokum. „Við ætluðum einmitt að vera með endurkomu, en það gerðist sem stundum getur gerst í leikhópum að einn af okkur varð borgarstjóri. Það setti strik í reikninginn,“ svarar hann kíminn. „Ætli við sjáum ekki til eftir næstu kosningar?“
Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira