Vettel segir keppinautana með hreðjarnar úti í sundlaug Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. október 2013 07:00 Vettel verður heimsmeistari í ár líkt og síðustu þrjú. Svo einfalt er það. Nordicphotos/Getty Sebastian Vettel hjá Red Bull vann sinn áttunda sigur í fjórtán keppnum tímabilsins í kappakstrinum í Suður-Kóreu um helgina. Vettel ræsti fyrstur og var honum í sjálfu sér aldrei ógnað út keppnina. Þjóðverjinn, sem hefur nú 77 stiga forskot á Fernando Alonso hjá Ferrari þegar fimm keppnum er ólokið á tímabilinu, vann þriðja árið í röð í Suður-Kóreu. Sigurinn var hans 34. á ferlinum og kemst enginn með tærnar þar sem hann hefur hælana í augnablikinu. Fátt getur komið í veg fyrir fjórða sigur hans í keppni ökuþóra í röð. Slök mæting á keppnina í Suður-Kóreu vekur spurningar um framtíð Formúlu 1 í landinu. Ekki var baulað á Vettel líkt og í undanförnum keppnum þegar hann hefur fagnað sigri. Skiptar skoðanir eru um réttmæti mótmælanna í garð Þjóðverjans. Þykir sumum Vettel of hrokafullur. „Á meðan aðrir hanga með hreðjarnar úti í sundlauginni á föstudögum vinnum við hörðum höndum til að auka sigurlíkur okkur í keppninni,“ sagði Vettel fyrir keppnina. Formúla Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Red Bull vann sinn áttunda sigur í fjórtán keppnum tímabilsins í kappakstrinum í Suður-Kóreu um helgina. Vettel ræsti fyrstur og var honum í sjálfu sér aldrei ógnað út keppnina. Þjóðverjinn, sem hefur nú 77 stiga forskot á Fernando Alonso hjá Ferrari þegar fimm keppnum er ólokið á tímabilinu, vann þriðja árið í röð í Suður-Kóreu. Sigurinn var hans 34. á ferlinum og kemst enginn með tærnar þar sem hann hefur hælana í augnablikinu. Fátt getur komið í veg fyrir fjórða sigur hans í keppni ökuþóra í röð. Slök mæting á keppnina í Suður-Kóreu vekur spurningar um framtíð Formúlu 1 í landinu. Ekki var baulað á Vettel líkt og í undanförnum keppnum þegar hann hefur fagnað sigri. Skiptar skoðanir eru um réttmæti mótmælanna í garð Þjóðverjans. Þykir sumum Vettel of hrokafullur. „Á meðan aðrir hanga með hreðjarnar úti í sundlauginni á föstudögum vinnum við hörðum höndum til að auka sigurlíkur okkur í keppninni,“ sagði Vettel fyrir keppnina.
Formúla Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira