Fyrirsjáanleg framtíð Sighvatur Björgvinsson skrifar 11. október 2013 06:00 Svo lengi sem ég man hefur fyrirtækjum á Íslandi verið skipt í þrjá misgóða flokka. Í efsta flokknum – þeim besta – hafa verið fyrirtæki, sem selt geta framleiðslu sína fyrir gjaldgenga mynt. Kölluð „gjaldeyrisskapandi fyrirtæki“. Af því að þau geta selt framleiðslu sína fyrir gjaldgenga mynt getum við látið það eftir okkur að kaupa lyf, bíla, heimilistæki, spjaldtölvur, bensín, olíur og þess háttar frá útlöndum.Næstbestir Í næstbesta flokknum eru fyrirtæki, sem framleiða vörur og þjónustu, sem að vísu ekki fæst gjaldgeng mynt fyrir – bara íslenskar krónur – en bjóða vöru og þjónustu sem ella þyrfti að kaupa frá útlöndum fyrir gjaldgenga mynt. Slík fyrirtæki nefnast „gjaldeyrissparandi fyrirtæki“. Þarna má nefna fyrirtæki eins og Mjólkursamsöluna, svínabúin, Holta-kjúkling, Bæjarins bestu og fleiri og fleiri. Þegar við Íslendingar erum svo í krísu því oss vantar meiri „gjaldeyri“ er hægt að bregðast við vandanum með úrræðum Guðna Ágústssonar: „Drekkum miklu meiri mjólk og étum miklu meira smjör því það sparar gjaldeyri.“Lakir og slakir Í neðsta flokknum eru svo atvinnufyrirtæki sem hvorki geta selt fyrir gjaldgenga mynt né sparað okkur gjaldeyri. Fyrirtæki, sem borga þeim sem þar vinna í mynt, sem hvergi er gjaldgeng meðal siðmenntaðra þjóða (nema auðvitað hérna) og geta ekki einu sinni hjálpað okkur til þess að spara það lítilræði sem við þó eigum af gjaldgengri mynt.Svo langt sem séð verður Svona hefur verið okkar umhverfi svo langt sem elstu menn muna og svona er því ætlað að vera „um fyrirsjáanlega framtíð“. Hvernig ætli fólki líði svo þar sem hugtakið „gjaldgeng mynt“ og umræðuefnið „erlendur gjaldeyrir“ er gersamlega óþekkt? Þar sem allar tekjur og öll útgjöld eru greidd í mynt, sem er gjaldgeng hvar sem niður er borið í heiminum? Þar sem „gjaldeyrisskortur“ er ekki vandamál, eignir í ógjaldgengri mynt eru ekki áhyggjuefni og „snjóhengjuvandamál“ aðeins lítillega þekkt – og þá af afspurn? Þar sem allur atvinnurekstur sem skilar arði er talinn vera og er jafn mikilvægur fyrir þjóðarbúið?Draumalönd? Er þarna verið að lýsa einhverju „draumalandi“? Nei, þarna er verið að lýsa aðstæðum fólksins í löndum eins og öllum löndum ESB, í Kanada, í Bandaríkjunum – já jafnvel í Danmörku og Noregi. Þar er hvarvetna notuð gjaldgeng mynt. Vandamál vegna skorts á gjaldgengri mynt eru þar einfaldlega ekki til. En á Íslandi viljum við ekki svoleiðis. Við veljum ávallt „sérstöðuna“. Metum hana mikils. Það er svo þjóðlegt. Svo mikið svona víkingablóð og Íslendingseðli. Laðar að ferðamenn. Gott að svo mun áfram verða „um fyrirsjáanlega framtíð“! Það tókst að tryggja í síðustu kosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Svo lengi sem ég man hefur fyrirtækjum á Íslandi verið skipt í þrjá misgóða flokka. Í efsta flokknum – þeim besta – hafa verið fyrirtæki, sem selt geta framleiðslu sína fyrir gjaldgenga mynt. Kölluð „gjaldeyrisskapandi fyrirtæki“. Af því að þau geta selt framleiðslu sína fyrir gjaldgenga mynt getum við látið það eftir okkur að kaupa lyf, bíla, heimilistæki, spjaldtölvur, bensín, olíur og þess háttar frá útlöndum.Næstbestir Í næstbesta flokknum eru fyrirtæki, sem framleiða vörur og þjónustu, sem að vísu ekki fæst gjaldgeng mynt fyrir – bara íslenskar krónur – en bjóða vöru og þjónustu sem ella þyrfti að kaupa frá útlöndum fyrir gjaldgenga mynt. Slík fyrirtæki nefnast „gjaldeyrissparandi fyrirtæki“. Þarna má nefna fyrirtæki eins og Mjólkursamsöluna, svínabúin, Holta-kjúkling, Bæjarins bestu og fleiri og fleiri. Þegar við Íslendingar erum svo í krísu því oss vantar meiri „gjaldeyri“ er hægt að bregðast við vandanum með úrræðum Guðna Ágústssonar: „Drekkum miklu meiri mjólk og étum miklu meira smjör því það sparar gjaldeyri.“Lakir og slakir Í neðsta flokknum eru svo atvinnufyrirtæki sem hvorki geta selt fyrir gjaldgenga mynt né sparað okkur gjaldeyri. Fyrirtæki, sem borga þeim sem þar vinna í mynt, sem hvergi er gjaldgeng meðal siðmenntaðra þjóða (nema auðvitað hérna) og geta ekki einu sinni hjálpað okkur til þess að spara það lítilræði sem við þó eigum af gjaldgengri mynt.Svo langt sem séð verður Svona hefur verið okkar umhverfi svo langt sem elstu menn muna og svona er því ætlað að vera „um fyrirsjáanlega framtíð“. Hvernig ætli fólki líði svo þar sem hugtakið „gjaldgeng mynt“ og umræðuefnið „erlendur gjaldeyrir“ er gersamlega óþekkt? Þar sem allar tekjur og öll útgjöld eru greidd í mynt, sem er gjaldgeng hvar sem niður er borið í heiminum? Þar sem „gjaldeyrisskortur“ er ekki vandamál, eignir í ógjaldgengri mynt eru ekki áhyggjuefni og „snjóhengjuvandamál“ aðeins lítillega þekkt – og þá af afspurn? Þar sem allur atvinnurekstur sem skilar arði er talinn vera og er jafn mikilvægur fyrir þjóðarbúið?Draumalönd? Er þarna verið að lýsa einhverju „draumalandi“? Nei, þarna er verið að lýsa aðstæðum fólksins í löndum eins og öllum löndum ESB, í Kanada, í Bandaríkjunum – já jafnvel í Danmörku og Noregi. Þar er hvarvetna notuð gjaldgeng mynt. Vandamál vegna skorts á gjaldgengri mynt eru þar einfaldlega ekki til. En á Íslandi viljum við ekki svoleiðis. Við veljum ávallt „sérstöðuna“. Metum hana mikils. Það er svo þjóðlegt. Svo mikið svona víkingablóð og Íslendingseðli. Laðar að ferðamenn. Gott að svo mun áfram verða „um fyrirsjáanlega framtíð“! Það tókst að tryggja í síðustu kosningum.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar