Fyrirsjáanleg framtíð Sighvatur Björgvinsson skrifar 11. október 2013 06:00 Svo lengi sem ég man hefur fyrirtækjum á Íslandi verið skipt í þrjá misgóða flokka. Í efsta flokknum – þeim besta – hafa verið fyrirtæki, sem selt geta framleiðslu sína fyrir gjaldgenga mynt. Kölluð „gjaldeyrisskapandi fyrirtæki“. Af því að þau geta selt framleiðslu sína fyrir gjaldgenga mynt getum við látið það eftir okkur að kaupa lyf, bíla, heimilistæki, spjaldtölvur, bensín, olíur og þess háttar frá útlöndum.Næstbestir Í næstbesta flokknum eru fyrirtæki, sem framleiða vörur og þjónustu, sem að vísu ekki fæst gjaldgeng mynt fyrir – bara íslenskar krónur – en bjóða vöru og þjónustu sem ella þyrfti að kaupa frá útlöndum fyrir gjaldgenga mynt. Slík fyrirtæki nefnast „gjaldeyrissparandi fyrirtæki“. Þarna má nefna fyrirtæki eins og Mjólkursamsöluna, svínabúin, Holta-kjúkling, Bæjarins bestu og fleiri og fleiri. Þegar við Íslendingar erum svo í krísu því oss vantar meiri „gjaldeyri“ er hægt að bregðast við vandanum með úrræðum Guðna Ágústssonar: „Drekkum miklu meiri mjólk og étum miklu meira smjör því það sparar gjaldeyri.“Lakir og slakir Í neðsta flokknum eru svo atvinnufyrirtæki sem hvorki geta selt fyrir gjaldgenga mynt né sparað okkur gjaldeyri. Fyrirtæki, sem borga þeim sem þar vinna í mynt, sem hvergi er gjaldgeng meðal siðmenntaðra þjóða (nema auðvitað hérna) og geta ekki einu sinni hjálpað okkur til þess að spara það lítilræði sem við þó eigum af gjaldgengri mynt.Svo langt sem séð verður Svona hefur verið okkar umhverfi svo langt sem elstu menn muna og svona er því ætlað að vera „um fyrirsjáanlega framtíð“. Hvernig ætli fólki líði svo þar sem hugtakið „gjaldgeng mynt“ og umræðuefnið „erlendur gjaldeyrir“ er gersamlega óþekkt? Þar sem allar tekjur og öll útgjöld eru greidd í mynt, sem er gjaldgeng hvar sem niður er borið í heiminum? Þar sem „gjaldeyrisskortur“ er ekki vandamál, eignir í ógjaldgengri mynt eru ekki áhyggjuefni og „snjóhengjuvandamál“ aðeins lítillega þekkt – og þá af afspurn? Þar sem allur atvinnurekstur sem skilar arði er talinn vera og er jafn mikilvægur fyrir þjóðarbúið?Draumalönd? Er þarna verið að lýsa einhverju „draumalandi“? Nei, þarna er verið að lýsa aðstæðum fólksins í löndum eins og öllum löndum ESB, í Kanada, í Bandaríkjunum – já jafnvel í Danmörku og Noregi. Þar er hvarvetna notuð gjaldgeng mynt. Vandamál vegna skorts á gjaldgengri mynt eru þar einfaldlega ekki til. En á Íslandi viljum við ekki svoleiðis. Við veljum ávallt „sérstöðuna“. Metum hana mikils. Það er svo þjóðlegt. Svo mikið svona víkingablóð og Íslendingseðli. Laðar að ferðamenn. Gott að svo mun áfram verða „um fyrirsjáanlega framtíð“! Það tókst að tryggja í síðustu kosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Svo lengi sem ég man hefur fyrirtækjum á Íslandi verið skipt í þrjá misgóða flokka. Í efsta flokknum – þeim besta – hafa verið fyrirtæki, sem selt geta framleiðslu sína fyrir gjaldgenga mynt. Kölluð „gjaldeyrisskapandi fyrirtæki“. Af því að þau geta selt framleiðslu sína fyrir gjaldgenga mynt getum við látið það eftir okkur að kaupa lyf, bíla, heimilistæki, spjaldtölvur, bensín, olíur og þess háttar frá útlöndum.Næstbestir Í næstbesta flokknum eru fyrirtæki, sem framleiða vörur og þjónustu, sem að vísu ekki fæst gjaldgeng mynt fyrir – bara íslenskar krónur – en bjóða vöru og þjónustu sem ella þyrfti að kaupa frá útlöndum fyrir gjaldgenga mynt. Slík fyrirtæki nefnast „gjaldeyrissparandi fyrirtæki“. Þarna má nefna fyrirtæki eins og Mjólkursamsöluna, svínabúin, Holta-kjúkling, Bæjarins bestu og fleiri og fleiri. Þegar við Íslendingar erum svo í krísu því oss vantar meiri „gjaldeyri“ er hægt að bregðast við vandanum með úrræðum Guðna Ágústssonar: „Drekkum miklu meiri mjólk og étum miklu meira smjör því það sparar gjaldeyri.“Lakir og slakir Í neðsta flokknum eru svo atvinnufyrirtæki sem hvorki geta selt fyrir gjaldgenga mynt né sparað okkur gjaldeyri. Fyrirtæki, sem borga þeim sem þar vinna í mynt, sem hvergi er gjaldgeng meðal siðmenntaðra þjóða (nema auðvitað hérna) og geta ekki einu sinni hjálpað okkur til þess að spara það lítilræði sem við þó eigum af gjaldgengri mynt.Svo langt sem séð verður Svona hefur verið okkar umhverfi svo langt sem elstu menn muna og svona er því ætlað að vera „um fyrirsjáanlega framtíð“. Hvernig ætli fólki líði svo þar sem hugtakið „gjaldgeng mynt“ og umræðuefnið „erlendur gjaldeyrir“ er gersamlega óþekkt? Þar sem allar tekjur og öll útgjöld eru greidd í mynt, sem er gjaldgeng hvar sem niður er borið í heiminum? Þar sem „gjaldeyrisskortur“ er ekki vandamál, eignir í ógjaldgengri mynt eru ekki áhyggjuefni og „snjóhengjuvandamál“ aðeins lítillega þekkt – og þá af afspurn? Þar sem allur atvinnurekstur sem skilar arði er talinn vera og er jafn mikilvægur fyrir þjóðarbúið?Draumalönd? Er þarna verið að lýsa einhverju „draumalandi“? Nei, þarna er verið að lýsa aðstæðum fólksins í löndum eins og öllum löndum ESB, í Kanada, í Bandaríkjunum – já jafnvel í Danmörku og Noregi. Þar er hvarvetna notuð gjaldgeng mynt. Vandamál vegna skorts á gjaldgengri mynt eru þar einfaldlega ekki til. En á Íslandi viljum við ekki svoleiðis. Við veljum ávallt „sérstöðuna“. Metum hana mikils. Það er svo þjóðlegt. Svo mikið svona víkingablóð og Íslendingseðli. Laðar að ferðamenn. Gott að svo mun áfram verða „um fyrirsjáanlega framtíð“! Það tókst að tryggja í síðustu kosningum.
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun