Þar segir að leikstjórinn Ani Simon-Kennedy noti á fagmannlegan hátt ósnortið landslag Íslands og geri tónlist Hjaltalín góð skil í leiðinni.
Gagnrýnandinn bætir við að myndin ætti að vekja athygli á kvikmyndahátíðum víða um heim og ætti einnig að vekja áhuga tónlistaráhugamanna á Hjaltalín.
Hann segir tónlist hljómsveitarinnar við myndina framúrskarandi og hún styðji vel við leik barnanna sem eru í aðalhlutverkunum.