Djöfulleg slökun Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 17. október 2013 10:00 Tom Araya úr hljómsveitinni Slayer. Nordicphotos/getty Sem ungur maður hlustaði ég á þungarokk vegna þess að hormónarnir öskruðu á það. Í dag geri ég það vegna þess að betri aðferð til slökunar get ég ekki ímyndað mér. Ég veit fátt notalegra eftir langan vinnudag en að setjast upp í bíl, skrúfa gömlu Almeru-græjurnar upp í 21, með bassa á tveimur og treble á fimm (hæsta sem hann kemst), og leyfa alls kyns djöfullegu dauðarokki að vinda ofan af mér á leiðinni heim. Þetta er augnablik sem líkist því helst að tylla sér á stóran stein í fallegri fjöru og hlusta á náttúruna. Slökun sem margir geta hugsað sér, og jafnvel leggja stund á. Tvöfalda bassatromman gegnir hlutverki sjávarfallanna og slær taktinn, öskrin eru sem óreglulegar vindhviður, og gítarsólóin eins og gargandi sílamáfur á flugi. Ef ég lendi á rauðu ljósi þori ég þó ekki öðru en að lækka eilítið. Í næsta bíl gæti verið eðlilegt fólk sem þætti ég skrítinn. Nú eða enn undarlegra fólk en ég sem þætti þungarokkið mitt of meginstraums. Í þeirra augum væri ég líklega eins og maðurinn sem ekur vélhjóli sínu niður Laugaveg allar helgar, oft á dag, með Joan Jett í botni (ég vissi reyndar ekki að til væru hljómflutningstæki fyrir vélhjól fyrr en þessi riddari götunnar kom inn í líf mitt). Á tímabili hélt ég að þessi háværa slökunaraðferð mín væri pínu nýmóðins og töff. Sannleikurinn er hins vegar sá að ég er bara aðeins yngri útgáfa af fimmtuga kerfisfræðingnum í bílnum fyrir aftan mig sem hlustar á Electric Light Orchestra og syngur með. Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Sem ungur maður hlustaði ég á þungarokk vegna þess að hormónarnir öskruðu á það. Í dag geri ég það vegna þess að betri aðferð til slökunar get ég ekki ímyndað mér. Ég veit fátt notalegra eftir langan vinnudag en að setjast upp í bíl, skrúfa gömlu Almeru-græjurnar upp í 21, með bassa á tveimur og treble á fimm (hæsta sem hann kemst), og leyfa alls kyns djöfullegu dauðarokki að vinda ofan af mér á leiðinni heim. Þetta er augnablik sem líkist því helst að tylla sér á stóran stein í fallegri fjöru og hlusta á náttúruna. Slökun sem margir geta hugsað sér, og jafnvel leggja stund á. Tvöfalda bassatromman gegnir hlutverki sjávarfallanna og slær taktinn, öskrin eru sem óreglulegar vindhviður, og gítarsólóin eins og gargandi sílamáfur á flugi. Ef ég lendi á rauðu ljósi þori ég þó ekki öðru en að lækka eilítið. Í næsta bíl gæti verið eðlilegt fólk sem þætti ég skrítinn. Nú eða enn undarlegra fólk en ég sem þætti þungarokkið mitt of meginstraums. Í þeirra augum væri ég líklega eins og maðurinn sem ekur vélhjóli sínu niður Laugaveg allar helgar, oft á dag, með Joan Jett í botni (ég vissi reyndar ekki að til væru hljómflutningstæki fyrir vélhjól fyrr en þessi riddari götunnar kom inn í líf mitt). Á tímabili hélt ég að þessi háværa slökunaraðferð mín væri pínu nýmóðins og töff. Sannleikurinn er hins vegar sá að ég er bara aðeins yngri útgáfa af fimmtuga kerfisfræðingnum í bílnum fyrir aftan mig sem hlustar á Electric Light Orchestra og syngur með.
Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira