Vonandi ekkert M & M vandamál í nóvember Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2013 07:45 Luka Modric og Mario Mandzukic. Mynd/AFP Króatíska landsliðið stendur á milli Íslands og þátttöku á HM í Brasilíu 2014 en þetta varð ljóst eftir að þjóðirnar drógust saman í umspilsleikjunum í gær. Ísland fékk ekki Grikkland eins og margir óskuðu eftir en slapp jafnframt við Cristiano Ronaldo og félaga í Portúgal. Króatía er 28 sætum ofar en Ísland á styrkleikalistanum og vann tvo örugga sigra þegar landslið þjóðanna mættust tvisvar árið 2005. Króatar byrjuðu undankeppnina af krafti og náðu í sextán stig af átján mögulegum í fyrstu sex leikjum sínum. Lokakaflinn var hins vegar skelfilegur og liðið horfði á eftir Belgíu inn á HM eftir að hafa aðeins náð í eitt stig í síðustu fjórum leikjum undankeppninnar. Tvö af töpunum komu á móti lærisveinum Gordons Strachan hjá Skotlandi sem unnu aðeins einn annan leik í riðlinum. Slakt gengi kostaði landsliðsþjálfarann Igor Stimac starfið og Króatar verða með nýjan þjálfara, Niko Kovac, í leikjunum á móti Íslandi. En hverjar eru aðalstjörnur króatíska landsliðsins? Fréttablaðið skoðaði stærstu stjörnur Króata og notaði tækifærið til að bera þá saman við leikmenn í svipuðum hlutverkum hjá íslenska landsliðinu. Stjörnuleikmenn Króatíu eru eins og lykilmenn íslenska landsliðsins að spila sinn fótbolta utan heimalandsins. Fjórir leikmenn í síðasta landsliðshópi Króata spila í Meistaradeildinni (Ísland á þrjá) og tveir þeirra spila í ensku úrvalsdeildinni. Ísland á einnig tvo leikmenn í ensku úrvalsdeildinni, þá Gylfa Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson. Þekktustu leikmenn Króata eru án vafa þeir Luka Modric, miðjumaður Real Madrid, og Mario Mandzukic, framherji Evrópumeistara Bayern München. Báðir eru þeir í stórum hlutverkum hjá tveimur af sterkustu knattspyrnuliðum heims og það er alveg ljóst að framganga króatíska liðsins ræðst mikið af frammistöðu Modric og Mandzukic. Það liggur vel við að bera þá Modric og Mandzukic saman við Gylfa Þór Sigurðsson og Kolbein Sigþórsson. Króatíska landsliðinu hefur gengið illa án Modric eins og því íslenska án Gylfa. Mandzukic er stór og stæðilegur framherji með markanef eins og Kolbeinn. Kolbeinn slær honum þó við með því að hafa skorað 13 mörk í 19 landsleikjum en Mandzukic hefur skorað einu landsliðsmarki minna þrátt fyrir að hafa spilað 25 fleiri leiki. Fyrirliðinn Darijo Srna hefur spilað með landsliðinu frá 2002 og er orðinn landsleikjahæstur frá upphafi (108 leikir). Srna er einnig þriðji í skoruðum mörkum (20) á eftir þeim Davor Suker (45) og Eduardo da Silva (29) en Suker er nú forseti króatíska sambandsins. Eduardo er enn með landsliðinu sem og þeir Ivica Olic (16 mörk) og Niko Kranjcar (16) sem eru í næstu sætum á markalistanum.Þeirra Kolbeinn Sigþórsson Mario Mandzukic, 27 ára framherji Bayern München – 12 mörk í 44 landsleikjum. Þeirra Gylfi Þór Sigurðsson Luka Modric, 28 ára miðjumaður Real Madrid – 8 mörk í 70 landsleikjumÞeirra Aron Einar Gunnarsson Darijo Srna, 31 árs bakvörður eða vængmaður Shakhtar Donetsk og fyrirliði Króatíu. Leiðtogi liðsins sem hættir aldrei og gefur ekkert eftir.Þeirra Alfreð Finnbogason Nikica Jelavic, 28 ára framherji Everton og fyrrum Rangers-maður – 5 mörk í 30 leikjum. Þarf oft að byrja á varamannabekknum. Þeirra Eiður Smári Guðjohnsen Ivica Olic, 34 ára framherji Wolfsburg og fyrrverandi leikmaður Bayern München og CSKA Moskvu – 16 mörk í 87 landsleikjum.Þeirra Birkir Bjarnason Ivan Rakitic, 25 ára miðjumaður Sevilla sem ólst upp sem fótboltamaður í Sviss (Birkir Bjarna í Noregi) – 9 mörk í 57 landsleikjum.Þeirra Jóhann Berg Guðmundsson Ivan Perisic, 24 ára vængmaður VfL Wolfsburg 1 mark í 24 landsleikjum. Frábær skotmaður eins og Jóhann Berg Guðmundsson.Góðir en næstum því gleymdir Niko Kranjcar, Queens Park Rangers Eduardo Alves da Silva, Shakhtar Donetsk Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Luiz Diaz til Bayern Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Víkingur | Fram getur blandað sér í toppbaráttuna Í beinni: Valur - FH | Sjóðheitir Valsmenn taka á móti slakasta útivallaliðinu Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Sjá meira
Króatíska landsliðið stendur á milli Íslands og þátttöku á HM í Brasilíu 2014 en þetta varð ljóst eftir að þjóðirnar drógust saman í umspilsleikjunum í gær. Ísland fékk ekki Grikkland eins og margir óskuðu eftir en slapp jafnframt við Cristiano Ronaldo og félaga í Portúgal. Króatía er 28 sætum ofar en Ísland á styrkleikalistanum og vann tvo örugga sigra þegar landslið þjóðanna mættust tvisvar árið 2005. Króatar byrjuðu undankeppnina af krafti og náðu í sextán stig af átján mögulegum í fyrstu sex leikjum sínum. Lokakaflinn var hins vegar skelfilegur og liðið horfði á eftir Belgíu inn á HM eftir að hafa aðeins náð í eitt stig í síðustu fjórum leikjum undankeppninnar. Tvö af töpunum komu á móti lærisveinum Gordons Strachan hjá Skotlandi sem unnu aðeins einn annan leik í riðlinum. Slakt gengi kostaði landsliðsþjálfarann Igor Stimac starfið og Króatar verða með nýjan þjálfara, Niko Kovac, í leikjunum á móti Íslandi. En hverjar eru aðalstjörnur króatíska landsliðsins? Fréttablaðið skoðaði stærstu stjörnur Króata og notaði tækifærið til að bera þá saman við leikmenn í svipuðum hlutverkum hjá íslenska landsliðinu. Stjörnuleikmenn Króatíu eru eins og lykilmenn íslenska landsliðsins að spila sinn fótbolta utan heimalandsins. Fjórir leikmenn í síðasta landsliðshópi Króata spila í Meistaradeildinni (Ísland á þrjá) og tveir þeirra spila í ensku úrvalsdeildinni. Ísland á einnig tvo leikmenn í ensku úrvalsdeildinni, þá Gylfa Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson. Þekktustu leikmenn Króata eru án vafa þeir Luka Modric, miðjumaður Real Madrid, og Mario Mandzukic, framherji Evrópumeistara Bayern München. Báðir eru þeir í stórum hlutverkum hjá tveimur af sterkustu knattspyrnuliðum heims og það er alveg ljóst að framganga króatíska liðsins ræðst mikið af frammistöðu Modric og Mandzukic. Það liggur vel við að bera þá Modric og Mandzukic saman við Gylfa Þór Sigurðsson og Kolbein Sigþórsson. Króatíska landsliðinu hefur gengið illa án Modric eins og því íslenska án Gylfa. Mandzukic er stór og stæðilegur framherji með markanef eins og Kolbeinn. Kolbeinn slær honum þó við með því að hafa skorað 13 mörk í 19 landsleikjum en Mandzukic hefur skorað einu landsliðsmarki minna þrátt fyrir að hafa spilað 25 fleiri leiki. Fyrirliðinn Darijo Srna hefur spilað með landsliðinu frá 2002 og er orðinn landsleikjahæstur frá upphafi (108 leikir). Srna er einnig þriðji í skoruðum mörkum (20) á eftir þeim Davor Suker (45) og Eduardo da Silva (29) en Suker er nú forseti króatíska sambandsins. Eduardo er enn með landsliðinu sem og þeir Ivica Olic (16 mörk) og Niko Kranjcar (16) sem eru í næstu sætum á markalistanum.Þeirra Kolbeinn Sigþórsson Mario Mandzukic, 27 ára framherji Bayern München – 12 mörk í 44 landsleikjum. Þeirra Gylfi Þór Sigurðsson Luka Modric, 28 ára miðjumaður Real Madrid – 8 mörk í 70 landsleikjumÞeirra Aron Einar Gunnarsson Darijo Srna, 31 árs bakvörður eða vængmaður Shakhtar Donetsk og fyrirliði Króatíu. Leiðtogi liðsins sem hættir aldrei og gefur ekkert eftir.Þeirra Alfreð Finnbogason Nikica Jelavic, 28 ára framherji Everton og fyrrum Rangers-maður – 5 mörk í 30 leikjum. Þarf oft að byrja á varamannabekknum. Þeirra Eiður Smári Guðjohnsen Ivica Olic, 34 ára framherji Wolfsburg og fyrrverandi leikmaður Bayern München og CSKA Moskvu – 16 mörk í 87 landsleikjum.Þeirra Birkir Bjarnason Ivan Rakitic, 25 ára miðjumaður Sevilla sem ólst upp sem fótboltamaður í Sviss (Birkir Bjarna í Noregi) – 9 mörk í 57 landsleikjum.Þeirra Jóhann Berg Guðmundsson Ivan Perisic, 24 ára vængmaður VfL Wolfsburg 1 mark í 24 landsleikjum. Frábær skotmaður eins og Jóhann Berg Guðmundsson.Góðir en næstum því gleymdir Niko Kranjcar, Queens Park Rangers Eduardo Alves da Silva, Shakhtar Donetsk
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Luiz Diaz til Bayern Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Víkingur | Fram getur blandað sér í toppbaráttuna Í beinni: Valur - FH | Sjóðheitir Valsmenn taka á móti slakasta útivallaliðinu Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti