Ólík kynlífslöngun snúið vandamál Sigga Dögg skrifar 31. október 2013 07:00 Ólík kynlífslöngun í samböndum er snúið mál og eiga báðir aðilar rétt á sinni afstöðu, segir Sigga Dögg. Nordicphotos/getty Sæl Sigga Dögg, mig langar að leggja fyrir þig eftirfarandi álitamál varðandi kynlíf eldri borgara: Konur missa oft löngun til kynlífs upp úr miðjum aldri og fá jafnvel andúð á samförum þegar á líður. Á sama tíma halda karlmenn oft bæði þörf og þrótti og löngunin oft enn til staðar þótt þrótturinn minnki. Spurning mín er þessi, á eiginmaðurinn að bæla löngun sína og sætta sig við orðinn hlut eða á hann að kaupa þjónustu hjá nuddstofum. Þriðji kosturinn, að leita eftir skyndikynnum, er ekki mjög aðgengilegur fyrir eldri borgara. Svar Þetta er virkilega áhugaverð spurning og eflaust hægt að ræða hana tímum saman þar sem hver viðmælandi hefði sína eigin skoðun en hér verðum við að láta mína duga. Það er erfitt að fordæma einn kost fram yfir annan því hvert par verður að finna hvað hentar. Einhverjum þætti það ágæt lausn ef makinn leitaði annað eftir kynlífi, hvort sem það er keypt þjónusta eða ekki. Nú er keypt þjónusta refsiverð á Íslandi og einnig óeftirsóknarverður valkostur í huga margra karlmanna sem einhvers konar lausn, svo við skulum útiloka þann valkost. Þá er sennilegt að bæling komi heldur ekki til greina þar sem löngun er jú löngun. Því stendur eftir útfærsla sem hugnast báðum aðilum. Ef ósamræmi er í löngun í sambandi þá þarf að finna einhvers konar jafnvægi svo báðir geti lifað saman í sátt og samlyndi. Sum pör stunda ekki samfarir en stunda ýmsar gælur og geta þær aukið nándina, rétt eins og samfarir. Kynlíf, kynlífsins vegna, er ekki vænlegt til vinnings fyrir hvorugan aðilann og því er þetta spurning um útfærslu. Hvaða leið notið þið til að rækta nánd í ykkar sambandi? Stóra spurningin er kannski sú hvort makinn sem hefur enga löngun vilji lifa einhvers konar kynlífi með maka sínum? Eða sjálfum sér og vinna bug á þessari andúð? Sumir leyfa makanum að eiga „vin/vinkonu“ sem er þá aðallega kynferðislegt samband. Þá má ekki gleymast að kynlöngun er hægt að svala með sjálfsfróun en það sem stendur eftir er allt hitt sem gerir kynlíf mikilvægt í samböndum; nándin, kúrið og koddahjalið. Ef kynlíf er ekki inni í myndinni þá þurfið þið að koma ykkur saman um leið til að rækta nándina, án kynlífs, en um leið svala kynferðislegri útrás makans. Þar sem þetta er stórt og mikið álitamál þá myndi ég gjarnan vilja heyra báðar hliðar málsins og því mæli ég með að hitta ráðgjafa. Þetta er ögn snúið og eiga báðir aðilar rétt á sinni afstöðu en mikilvægast er að finna leið til að báðir séu sáttir. Sigga Dögg Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
Sæl Sigga Dögg, mig langar að leggja fyrir þig eftirfarandi álitamál varðandi kynlíf eldri borgara: Konur missa oft löngun til kynlífs upp úr miðjum aldri og fá jafnvel andúð á samförum þegar á líður. Á sama tíma halda karlmenn oft bæði þörf og þrótti og löngunin oft enn til staðar þótt þrótturinn minnki. Spurning mín er þessi, á eiginmaðurinn að bæla löngun sína og sætta sig við orðinn hlut eða á hann að kaupa þjónustu hjá nuddstofum. Þriðji kosturinn, að leita eftir skyndikynnum, er ekki mjög aðgengilegur fyrir eldri borgara. Svar Þetta er virkilega áhugaverð spurning og eflaust hægt að ræða hana tímum saman þar sem hver viðmælandi hefði sína eigin skoðun en hér verðum við að láta mína duga. Það er erfitt að fordæma einn kost fram yfir annan því hvert par verður að finna hvað hentar. Einhverjum þætti það ágæt lausn ef makinn leitaði annað eftir kynlífi, hvort sem það er keypt þjónusta eða ekki. Nú er keypt þjónusta refsiverð á Íslandi og einnig óeftirsóknarverður valkostur í huga margra karlmanna sem einhvers konar lausn, svo við skulum útiloka þann valkost. Þá er sennilegt að bæling komi heldur ekki til greina þar sem löngun er jú löngun. Því stendur eftir útfærsla sem hugnast báðum aðilum. Ef ósamræmi er í löngun í sambandi þá þarf að finna einhvers konar jafnvægi svo báðir geti lifað saman í sátt og samlyndi. Sum pör stunda ekki samfarir en stunda ýmsar gælur og geta þær aukið nándina, rétt eins og samfarir. Kynlíf, kynlífsins vegna, er ekki vænlegt til vinnings fyrir hvorugan aðilann og því er þetta spurning um útfærslu. Hvaða leið notið þið til að rækta nánd í ykkar sambandi? Stóra spurningin er kannski sú hvort makinn sem hefur enga löngun vilji lifa einhvers konar kynlífi með maka sínum? Eða sjálfum sér og vinna bug á þessari andúð? Sumir leyfa makanum að eiga „vin/vinkonu“ sem er þá aðallega kynferðislegt samband. Þá má ekki gleymast að kynlöngun er hægt að svala með sjálfsfróun en það sem stendur eftir er allt hitt sem gerir kynlíf mikilvægt í samböndum; nándin, kúrið og koddahjalið. Ef kynlíf er ekki inni í myndinni þá þurfið þið að koma ykkur saman um leið til að rækta nándina, án kynlífs, en um leið svala kynferðislegri útrás makans. Þar sem þetta er stórt og mikið álitamál þá myndi ég gjarnan vilja heyra báðar hliðar málsins og því mæli ég með að hitta ráðgjafa. Þetta er ögn snúið og eiga báðir aðilar rétt á sinni afstöðu en mikilvægast er að finna leið til að báðir séu sáttir.
Sigga Dögg Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira