Regnbogalisti í vor Stefán Jón Hafstein skrifar 2. nóvember 2013 06:00 Á einum degi breyttust stjórnmálin í höfuðborginni. Stórt óvissugap tók við þar sem áður stóð skrifað að Besti flokkurinn undir forystu Jóns Gnarr stæði sterkastur allra. Enginn augljós kraftur fyllir þetta tóm sjálfkrafa. Nú er veður til að skapa.Skylda félagshyggjuafla Með því að sameinast um framboð í borginni munu VG, Samfylking og Björt framtíð brjóta af sér tilvistarkreppuna sem kjósendur skópu þeim í alþingiskosningunum í vor. Verði inntakið rétt. Framboð um bætt lýðræði, umhverfi, jafnrétti og batnandi borg á mikla möguleika í vor. Sé það ekki byggt á niðurnjörvuðum hugmyndum um „flokkasamstarf“ heldur einlægum vilja til að bjóða borgarbúum öllum (sem upp til hópa eru ekki í stjórnmálaflokki) til uppbyggilegrar samræðu og samráðs um hvert beri að stefna. Og skapa til þess tæki sem dugar út næsta kjörtímabil og áfram. Nú hafa félagshyggjuflokkarnir tækifæri til að læra af útreiðinni í síðustu borgarstjórnarkosningum og aftur í vor leið þegar þeim var hafnað í alþingiskosningum. Umbreyta sjálfum sér og endurheimta traust og umboð til góðra verka.Ef ekki núna – þá hvenær? Ég horfði á „kappræður“ forystumanna kvöldið fyrir kosningar í vor. Kata Jak, Árni Páll, Gummi Steingríms. Hvers vegna keppir þetta fólk hvert við annað þegar svo margt sameinar þau? Bætum við Lýðræðisvaktinni, Dögun og Pírötum auk nokkurra í viðbót og við höfum breiða fylkingu samfélagslega þenkjandi fólks sem í pólitísku eðli sínu er hugsjónafólk fyrir almannahagsmunum, jafnræði og frjálslyndu samfélagi sem byggir á jöfnuði. Ólíkt fólk, vissulega. Já, en, þúsundir atkvæða falla dauð, fleiri en nokkru sinni fyrr vegna þess að hin ýmsu framborðsform eru yfirsterkari inntakinu. Þetta er móðgun við allt félagslega þenkjandi fólk. Nú bíður borgin eftir breyttu mynstri.Reykjavíkurlisti – Regnbogalisti? Í vor verða 20 ár frá því ég tók þátt í að skapa Reykjavíkurlista, ásamt hundruðum manna innan fjögurra flokka og utan. Sögulegur sigur fór í hönd og þrjú kjörtímabil sem breyttu borginni. Tveimur árum eftir sigur Reykjavíkurlistans bauð kjarni þess hóps fram sundraður í alþingiskosningum og beið afhroð sem er svipað því sem álíka öfl fengu í vor leið. Endalaus ríkisstjórn Framsóknar og íhalds tók við. Er ekki lærdómur í þessu fólginn? Erum við dæmd til að endurtaka stöðugt sömu mistökin og einkenndu nánast alla tuttugustu öldina á þeirri tuttugustu og fyrstu? Regnbogalistinn bíður þess að verða borinn fram í vor.Hvernig? Ég vil ekki eyðileggja hugmyndina með því að útfæra hana. Segi aðeins að þessir þrír flokkar eigi að ákveða framboð og bjóða fleirum með sér að því frágengnu. Breiða út faðm, brosa og boða nýja tíð. Laða fram það besta í öllum og sýna örlæti við hvert annað. Samkvæmt nýjstu skoðanakönnun á landsvísu hafa Samfylking, VG, BF og Píratar samtals um 50% fylgi. Ég mæli af talsverðri reynslu þegar ég fullyrði að þessu sé hægt að breyta í 55-60% fylgi í borgarstjórnarkosningum. Ekki með því að leggja saman rýran höfuðstól hvers og eins heldur með því að skapa nýja heild sem er stærri en summan af pörtunum. Af því að það er það sem fólkið vill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Á einum degi breyttust stjórnmálin í höfuðborginni. Stórt óvissugap tók við þar sem áður stóð skrifað að Besti flokkurinn undir forystu Jóns Gnarr stæði sterkastur allra. Enginn augljós kraftur fyllir þetta tóm sjálfkrafa. Nú er veður til að skapa.Skylda félagshyggjuafla Með því að sameinast um framboð í borginni munu VG, Samfylking og Björt framtíð brjóta af sér tilvistarkreppuna sem kjósendur skópu þeim í alþingiskosningunum í vor. Verði inntakið rétt. Framboð um bætt lýðræði, umhverfi, jafnrétti og batnandi borg á mikla möguleika í vor. Sé það ekki byggt á niðurnjörvuðum hugmyndum um „flokkasamstarf“ heldur einlægum vilja til að bjóða borgarbúum öllum (sem upp til hópa eru ekki í stjórnmálaflokki) til uppbyggilegrar samræðu og samráðs um hvert beri að stefna. Og skapa til þess tæki sem dugar út næsta kjörtímabil og áfram. Nú hafa félagshyggjuflokkarnir tækifæri til að læra af útreiðinni í síðustu borgarstjórnarkosningum og aftur í vor leið þegar þeim var hafnað í alþingiskosningum. Umbreyta sjálfum sér og endurheimta traust og umboð til góðra verka.Ef ekki núna – þá hvenær? Ég horfði á „kappræður“ forystumanna kvöldið fyrir kosningar í vor. Kata Jak, Árni Páll, Gummi Steingríms. Hvers vegna keppir þetta fólk hvert við annað þegar svo margt sameinar þau? Bætum við Lýðræðisvaktinni, Dögun og Pírötum auk nokkurra í viðbót og við höfum breiða fylkingu samfélagslega þenkjandi fólks sem í pólitísku eðli sínu er hugsjónafólk fyrir almannahagsmunum, jafnræði og frjálslyndu samfélagi sem byggir á jöfnuði. Ólíkt fólk, vissulega. Já, en, þúsundir atkvæða falla dauð, fleiri en nokkru sinni fyrr vegna þess að hin ýmsu framborðsform eru yfirsterkari inntakinu. Þetta er móðgun við allt félagslega þenkjandi fólk. Nú bíður borgin eftir breyttu mynstri.Reykjavíkurlisti – Regnbogalisti? Í vor verða 20 ár frá því ég tók þátt í að skapa Reykjavíkurlista, ásamt hundruðum manna innan fjögurra flokka og utan. Sögulegur sigur fór í hönd og þrjú kjörtímabil sem breyttu borginni. Tveimur árum eftir sigur Reykjavíkurlistans bauð kjarni þess hóps fram sundraður í alþingiskosningum og beið afhroð sem er svipað því sem álíka öfl fengu í vor leið. Endalaus ríkisstjórn Framsóknar og íhalds tók við. Er ekki lærdómur í þessu fólginn? Erum við dæmd til að endurtaka stöðugt sömu mistökin og einkenndu nánast alla tuttugustu öldina á þeirri tuttugustu og fyrstu? Regnbogalistinn bíður þess að verða borinn fram í vor.Hvernig? Ég vil ekki eyðileggja hugmyndina með því að útfæra hana. Segi aðeins að þessir þrír flokkar eigi að ákveða framboð og bjóða fleirum með sér að því frágengnu. Breiða út faðm, brosa og boða nýja tíð. Laða fram það besta í öllum og sýna örlæti við hvert annað. Samkvæmt nýjstu skoðanakönnun á landsvísu hafa Samfylking, VG, BF og Píratar samtals um 50% fylgi. Ég mæli af talsverðri reynslu þegar ég fullyrði að þessu sé hægt að breyta í 55-60% fylgi í borgarstjórnarkosningum. Ekki með því að leggja saman rýran höfuðstól hvers og eins heldur með því að skapa nýja heild sem er stærri en summan af pörtunum. Af því að það er það sem fólkið vill.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun