Nýr Landspítali STRAX Tryggvi Gíslason skrifar 5. nóvember 2013 06:00 Fyrir liggur forhönnun að nýjum og glæsilegum Landspítala, háskólasjúkrahúsi. Um hönnunina má lesa á:http://www.nyrlandspitali.is/nyrlandspitali/islenska/forsida/. Gert er ráð fyrir að sjúkrahúsið rísi í áföngum og leysi af hólmi stóran hluta starfsemi núverandi Landspítala sem er á 17 stöðum í 100 byggingum á höfuðborgarsvæðinu. Ekki þarf því að bíða – forhönnun fyrsta áfanga er lokið og unnt að hefjast handa um leið og Alþingi hefur tekið um það ákvörðun. Í kjölfar hrunsins 2008 var horfið frá smíði nýs háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Verkefninu var síðan hleypt af stokkunum á nýjan leik í nóvember 2009 með viljayfirlýsingu forsætisráðherra, fjármálaráðherra, heilbrigðisráðherra og lífeyrissjóða um fjármögnun verkefnisins. Árið 2010 voru samþykkt lög nr. 64/2010 um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík. Opinbert hlutafélag, Nýr Landspítali ohf. – NLSH, tók til starfa í samræmi við viljayfirlýsinguna og nefnd lög í júlí sama ár. Félagið hefur að markmiði að bjóða út byggingu nýs Landspítala og er heimilt að gera samninga til að ná markmiðum sínum á sem hagkvæmastan hátt. Þó er ekki heimilt að hefja framkvæmdir að loknu útboði fyrr en Alþingi hefur heimilað þær með lögum. Í vor ákvað Alþingi að falla frá ofangreindri leiguleið. Var lögum frá 2010 því breytt þannig að verkefnið er nú hefðbundin ríkisframkvæmd. Forgangsröðun Alþingis, er varðar fjárheimildir í fjárlögum, ræður því framkvæmdahraða og er því óvíst hvenær unnt er að hefjast handa.Hagkvæm framkvæmd Í grein sem Alma D. Möller, yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítala við Hringbraut, skrifaði í sumar segir að í skýrslu norsks ráðgjafafyrirtækis sé áætlað, að rekstrarlegur ávinningur verði um 2,6 milljarðar á ári. Hagræðing til ársins 2050 sé að nettónúvirði 2,3 milljarðar sem þýðir að hagræðing af byggingunni gerir betur en að greiða upp byggingarkostnað. Væri ekkert byggt, er niðurstaða samsvarandi núvirðisreiknings neikvæð um 25,3 milljarða. Það er því mun hagstæðara að byggja nýtt en að hafast ekki að og er þá hagur sjúklinganna og starfsmanna ekki reiknaður til fjár. Samkvæmt nýrri áætlun er kostnaður við byggingu fyrsta áfanga 48 milljarðar og kostnaður vegna tækjakaupa, endurnýjunar eldra húsnæðis og fjármögnunar um 36 milljarðar. Gert er ráð fyrir að byggingartími fyrsta áfanga sé 5 ár. Nettónúvirði reksturs Landspítala án nýbyggingar er hinsvegar verulega neikvætt. Í greininni bendir Alma D. Möller á færa leið til að fjármagna byggingu nýs Landspítala: að íslenskir lífeyrissjóðir láni fé til framkvæmdanna. Fjárfestingaþörf lífeyrissjóðanna sé áætluð um 150 milljarðar á ári og fjárfestingatækifæri séu fábreytt. Sjóðina skorti heimild til að fjárfesta í erlendum eignum og tryggir fjárfestingakostir séu fáir innanlands. „Líklegt er að þátttaka í fjármögnun slíkrar framkvæmdar myndi tryggja ávöxtun sem væri í takt við þá áhættu sem þessari fjárfestingu er samfara. Þar að auki er þetta samfélagsleg fjárfesting og til hagsbóta fyrir umbjóðendur þeirra, lífeyrisþega,“ segir í grein Ölmu D. Möller. Og hún heldur áfram: „Fyrir liggur endurskoðun fjárreiðulaga. Er rætt um að þeim verði breytt þannig að ríkisstofnanir í A-hluta færi fullt rekstrar- og eignabókhald. Ef fasteignir LSH yrðu settar í sérstakt fasteignafélag, t.d. NLSH ohf., þá gæti Landspítalinn fengið bygginguna til afnota gegn leigugjaldi en byggingin yrði færð til eignar hjá fasteignafélaginu. Þá gæti t.d. NLSH ohf. tekjufært leigu frá Landspítalanum sem dygði til að greiða niður fjármagnskostnaðinn á skilgreindum notkunartíma eignanna. Slíkar lagabreytingar myndu gera leiguleiðina mögulega.“ Undir þessi orð má taka. Nú hafa tíu þingmenn lagt fram þingsályktunartillögu um byggingu nýs Landspítala þar sem segir að Alþingi álykti að fela ríkisstjórninni að ljúka eins fljótt og verða má undirbúningi byggingar nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík og hefja byggingu hans strax að því loknu. Nýr Landspítali ohf. eða ríkissjóður fái heimild til að taka lán fyrir byggingarkostnaði, hvort heldur er beint hjá traustum lánveitendum eða óbeint með milligöngu ríkisins. Heilsugæsla frá vöggu til grafar er einn af hornsteinum samfélagsins. Traustur Landspítali sem miðstöð lækninga og rannsókna er undirstaða heilsugæslu í landinu. Alþingi þarf nú að sameinast um smíði nýs spítala og gera lífeyrissjóðum kleift að lána til framkvæmdanna. Leiðin er greið og bygging nýs Landspítala við Hringbraut þolir enga bið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Gíslason Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir liggur forhönnun að nýjum og glæsilegum Landspítala, háskólasjúkrahúsi. Um hönnunina má lesa á:http://www.nyrlandspitali.is/nyrlandspitali/islenska/forsida/. Gert er ráð fyrir að sjúkrahúsið rísi í áföngum og leysi af hólmi stóran hluta starfsemi núverandi Landspítala sem er á 17 stöðum í 100 byggingum á höfuðborgarsvæðinu. Ekki þarf því að bíða – forhönnun fyrsta áfanga er lokið og unnt að hefjast handa um leið og Alþingi hefur tekið um það ákvörðun. Í kjölfar hrunsins 2008 var horfið frá smíði nýs háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Verkefninu var síðan hleypt af stokkunum á nýjan leik í nóvember 2009 með viljayfirlýsingu forsætisráðherra, fjármálaráðherra, heilbrigðisráðherra og lífeyrissjóða um fjármögnun verkefnisins. Árið 2010 voru samþykkt lög nr. 64/2010 um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík. Opinbert hlutafélag, Nýr Landspítali ohf. – NLSH, tók til starfa í samræmi við viljayfirlýsinguna og nefnd lög í júlí sama ár. Félagið hefur að markmiði að bjóða út byggingu nýs Landspítala og er heimilt að gera samninga til að ná markmiðum sínum á sem hagkvæmastan hátt. Þó er ekki heimilt að hefja framkvæmdir að loknu útboði fyrr en Alþingi hefur heimilað þær með lögum. Í vor ákvað Alþingi að falla frá ofangreindri leiguleið. Var lögum frá 2010 því breytt þannig að verkefnið er nú hefðbundin ríkisframkvæmd. Forgangsröðun Alþingis, er varðar fjárheimildir í fjárlögum, ræður því framkvæmdahraða og er því óvíst hvenær unnt er að hefjast handa.Hagkvæm framkvæmd Í grein sem Alma D. Möller, yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítala við Hringbraut, skrifaði í sumar segir að í skýrslu norsks ráðgjafafyrirtækis sé áætlað, að rekstrarlegur ávinningur verði um 2,6 milljarðar á ári. Hagræðing til ársins 2050 sé að nettónúvirði 2,3 milljarðar sem þýðir að hagræðing af byggingunni gerir betur en að greiða upp byggingarkostnað. Væri ekkert byggt, er niðurstaða samsvarandi núvirðisreiknings neikvæð um 25,3 milljarða. Það er því mun hagstæðara að byggja nýtt en að hafast ekki að og er þá hagur sjúklinganna og starfsmanna ekki reiknaður til fjár. Samkvæmt nýrri áætlun er kostnaður við byggingu fyrsta áfanga 48 milljarðar og kostnaður vegna tækjakaupa, endurnýjunar eldra húsnæðis og fjármögnunar um 36 milljarðar. Gert er ráð fyrir að byggingartími fyrsta áfanga sé 5 ár. Nettónúvirði reksturs Landspítala án nýbyggingar er hinsvegar verulega neikvætt. Í greininni bendir Alma D. Möller á færa leið til að fjármagna byggingu nýs Landspítala: að íslenskir lífeyrissjóðir láni fé til framkvæmdanna. Fjárfestingaþörf lífeyrissjóðanna sé áætluð um 150 milljarðar á ári og fjárfestingatækifæri séu fábreytt. Sjóðina skorti heimild til að fjárfesta í erlendum eignum og tryggir fjárfestingakostir séu fáir innanlands. „Líklegt er að þátttaka í fjármögnun slíkrar framkvæmdar myndi tryggja ávöxtun sem væri í takt við þá áhættu sem þessari fjárfestingu er samfara. Þar að auki er þetta samfélagsleg fjárfesting og til hagsbóta fyrir umbjóðendur þeirra, lífeyrisþega,“ segir í grein Ölmu D. Möller. Og hún heldur áfram: „Fyrir liggur endurskoðun fjárreiðulaga. Er rætt um að þeim verði breytt þannig að ríkisstofnanir í A-hluta færi fullt rekstrar- og eignabókhald. Ef fasteignir LSH yrðu settar í sérstakt fasteignafélag, t.d. NLSH ohf., þá gæti Landspítalinn fengið bygginguna til afnota gegn leigugjaldi en byggingin yrði færð til eignar hjá fasteignafélaginu. Þá gæti t.d. NLSH ohf. tekjufært leigu frá Landspítalanum sem dygði til að greiða niður fjármagnskostnaðinn á skilgreindum notkunartíma eignanna. Slíkar lagabreytingar myndu gera leiguleiðina mögulega.“ Undir þessi orð má taka. Nú hafa tíu þingmenn lagt fram þingsályktunartillögu um byggingu nýs Landspítala þar sem segir að Alþingi álykti að fela ríkisstjórninni að ljúka eins fljótt og verða má undirbúningi byggingar nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík og hefja byggingu hans strax að því loknu. Nýr Landspítali ohf. eða ríkissjóður fái heimild til að taka lán fyrir byggingarkostnaði, hvort heldur er beint hjá traustum lánveitendum eða óbeint með milligöngu ríkisins. Heilsugæsla frá vöggu til grafar er einn af hornsteinum samfélagsins. Traustur Landspítali sem miðstöð lækninga og rannsókna er undirstaða heilsugæslu í landinu. Alþingi þarf nú að sameinast um smíði nýs spítala og gera lífeyrissjóðum kleift að lána til framkvæmdanna. Leiðin er greið og bygging nýs Landspítala við Hringbraut þolir enga bið.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun