Skömm er lykilatriði Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 6. nóvember 2013 09:08 Stökkvi menn út úr brennandi húsi má svo sem færa rök fyrir því að það sé þeirra val. Að hrapa til dauða fremur en að brenna inni. Ég held samt að enginn mótmæli því að betur færi á að reyna að slökkva eldinn og bjarga þannig mannslífum. Jafnvel þótt einhverjum fyndist spennandi að ná mynd af fallinu. Menn hafa fleygt því fram að vændi eigi heima á yfirborðinu því annars fari það í undirheimana. Að fólk hætti ekki að stunda vændi frekar en sjálfsfróun. Að þeir sem „geti ekki stundað kynlíf öðruvísi en að borga fyrir það“ muni halda því áfram, löglega eður ei. Í fyrsta lagi á vændi ekkert skylt við kynlíf. Í öðru lagi telst kynlíf ekki til mannréttinda. Í þriðja lagi tel ég ólíklegt að vændiskaupendur geti ekki fundið aðrar leiðir til að stunda „kynlíf“. Áður en lengra er haldið vil ég minnast á að þótt vændi sé ekki bundið við vændiskonu og karlkyns kaupanda þá er meirihluti tilfella þannig. Það litar þennan pistil. Siðferðislega röng eða vafasöm gjörð veldur skömm. Tökum klám sem dæmi. Klám er auðvelt að nálgast á Internetinu en er þó litið hornauga af samfélaginu. Ef það væri aftur á móti hluti af sjónvarpsdagskránni væri það normalíserað af samfélaginu og skömmin hyrfi smám saman. Það sama gildir um vændi. Enginn myndi stíga fram og viðurkenna vændiskaup. Ekki af því það er ólöglegt, heldur af því það er skammarlegt. Einstaklingar eiga vissulega að ráða yfir líkama sínum. Fólk á hvorki að skammast sín fyrir líkama sinn né gera eitthvað skammarlegt til að þóknast öðrum. Vel ber að merkja að í vændi er skömmin ekki vændiskonunnar, heldur kaupandans. Ég held þó að engin sé stolt vændiskona. Skömm er tilfinning sem þolendur kynferðisafbrota berjast við að losna undan. Ábyrgðinni er ítrekað komið á þolandann. Og það er nákvæmlega tilfellið hér, þegar konan sem stekkur út úr brennandi byggingu er gerð ábyrg og „val“ hennar tekið úr öllu samhengi. Það er lykilatriði að réttu aðilarnir skammist sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þórlaug Óskarsdóttir Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun
Stökkvi menn út úr brennandi húsi má svo sem færa rök fyrir því að það sé þeirra val. Að hrapa til dauða fremur en að brenna inni. Ég held samt að enginn mótmæli því að betur færi á að reyna að slökkva eldinn og bjarga þannig mannslífum. Jafnvel þótt einhverjum fyndist spennandi að ná mynd af fallinu. Menn hafa fleygt því fram að vændi eigi heima á yfirborðinu því annars fari það í undirheimana. Að fólk hætti ekki að stunda vændi frekar en sjálfsfróun. Að þeir sem „geti ekki stundað kynlíf öðruvísi en að borga fyrir það“ muni halda því áfram, löglega eður ei. Í fyrsta lagi á vændi ekkert skylt við kynlíf. Í öðru lagi telst kynlíf ekki til mannréttinda. Í þriðja lagi tel ég ólíklegt að vændiskaupendur geti ekki fundið aðrar leiðir til að stunda „kynlíf“. Áður en lengra er haldið vil ég minnast á að þótt vændi sé ekki bundið við vændiskonu og karlkyns kaupanda þá er meirihluti tilfella þannig. Það litar þennan pistil. Siðferðislega röng eða vafasöm gjörð veldur skömm. Tökum klám sem dæmi. Klám er auðvelt að nálgast á Internetinu en er þó litið hornauga af samfélaginu. Ef það væri aftur á móti hluti af sjónvarpsdagskránni væri það normalíserað af samfélaginu og skömmin hyrfi smám saman. Það sama gildir um vændi. Enginn myndi stíga fram og viðurkenna vændiskaup. Ekki af því það er ólöglegt, heldur af því það er skammarlegt. Einstaklingar eiga vissulega að ráða yfir líkama sínum. Fólk á hvorki að skammast sín fyrir líkama sinn né gera eitthvað skammarlegt til að þóknast öðrum. Vel ber að merkja að í vændi er skömmin ekki vændiskonunnar, heldur kaupandans. Ég held þó að engin sé stolt vændiskona. Skömm er tilfinning sem þolendur kynferðisafbrota berjast við að losna undan. Ábyrgðinni er ítrekað komið á þolandann. Og það er nákvæmlega tilfellið hér, þegar konan sem stekkur út úr brennandi byggingu er gerð ábyrg og „val“ hennar tekið úr öllu samhengi. Það er lykilatriði að réttu aðilarnir skammist sín.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun