Enginn virðisaukaskattur er innheimtur af sölu stangveiðileyfa þar sem sala á veiðileyfum flokkast undir fasteignaleigu. Þetta kemur fram í svari Frosta Sigurjónssonar, formanns efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, við fyrirspurn á vefnum spyr.is.
Stangveiði á Íslandi veltir um 20 milljörðum króna á ári, að því er fram kemur í ársskýrslu Veiðimálastofnunar fyrir síðasta ár.
Fasteignaleiga er undanþegin virðisaukaskatti og þar með útleiga á fasteignatengdum réttindum, þar með talið veiðirétti.
Enginn virðisaukaskattur af stangveiðileyfum
