„Miðasalan hófst í gær og gengur hún mjög vel,“ bætir Kári við.
Þetta eru fyrstu formlegu tónleikar Emilíönu síðan árið 2010, en þá hélt hún þrenna tónleika í Háskólabíói. Hún kom þó fram á Iceland Airwaves-hátíðinni fyrir skömmu við góðar undirtektir.
„Hún setti saman hljómsveit sem er með henni á tónleikaferðalagi um Evrópu þessa stundina en fyrstu tónleikar hennar með því bandi voru á Airwaves.“
Tookah kom út 9. september og hefur hlotið frábærar viðtökur. Fyrsta útvarpslagið af plötunni, Speed of Dark hefur til að mynda fallið afar vel í kramið hjá hlustendum landsins.