„Gátum kveikt á dýrinu og orðið alveg brjálaðar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2013 07:00 Sigrún Dís Tryggvadóttir (til vinstri) og Glódís Guðgeirsdóttir hafa verið með í fjórum síðustu gull-liðum Gerplu og hefur Glódís keppt á öllum fjórum mótunum. Mynd/Úr einkasafni „Þetta var alveg sérstaklega sætur sigur enda við með tiltölulega nýtt lið og nýtt þjálfarateymi,“ sagði Glódís Guðgeirsdóttir sem varð Norðurlandameistari í hópfimleikum með Gerplu í Óðinsvéum um helgina. Gerpla vann eftir mjög harða baráttu við Örebro GF frá Svíþjóð en þetta er í annað skiptið í röð og í þriðja skiptið á fjórum Norðurlandamótum sem Gerplustelpurnar vinna gull á þessu móti. Það var mikil spenna í loftinu á meðan beðið var eftir úrslitunum. Stelpurnar voru búnar að klára sínar æfingar en þurftu að bíða eftir því að sænska liðið fengi sínar einkunnir.Miklar mannabreytingar „Þetta var svakalegt. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera og var eiginlega bara farin að gráta af öllum þessum spenningi. Það var síðan mjög skemmtilegt að sjá okkur í efsta sætinu á töflunni,“ segir Glódís. Gerpluliðið hefur gengið í gegnum miklar mannabreytingar síðan það varð Evrópumeistari fyrir ári. „Mér fannst við vera rosalega mikið að sanna okkur og sanna það að við gætum þetta þrátt fyrir allar þessar breytingar. Þar lá pressan en ekki í því að við höfðum verið Norðurlandameistarar áður,“ segir Glódís. „Í heildina litið þá gekk okkur mjög vel á öllum áhöldunum. Það voru einhver mistök en þau voru ekki dýr. Við vorum því sáttar með allt mótið. Það var ekkert eitt áhald sem stóð frekar upp úr,“ segir Glódís en liðið fékk hæstu einkunn sína á gólfi. Gerpla endaði með 53,833 stig, heilu stigi á undan Örebro sem hafði forystu eftir 2 umferðir, Höganäs GF endaði svo í þriðja sæti með 52,483 stig. Stjarnan, sem einnig keppti í kvennaflokki, endaði í 6.sæti.Fengu alla stúkuna með sér „Dansinn er svolítið erfiður því við þurfum að æfa hann svo svakalega mikið. Það var mjög flott að við náðum að dansa og fá alla stúkuna með okkur. Við fundum alveg að við vorum að skila okkar,“ segir Glódís. Gerpla byrjaði með frábærri gólfæfingu sem gaf liðinu 19,583 stig, fylgdi því eftir með ágætis stökkum á dýnum sem gáfu 16,950 stig og lauk keppninni á trampólíni, sem þrátt fyrir smá hnökra gaf 17,300 stig. „Það var fínt að byrja í dansinum því þá er maður rólegri. Svo þegar við vorum búnar í honum gátum við kveikt á dýrinu og orðið alveg brjálaðar. Það þarf meiri kraft í hin tvö áhöldin,“ segir Glódís í léttum tón. Glódís er sú eina í liðinu sem hefur keppt á síðustu fjórum gullmótum Gerpluliðsins en liðið hefur nú varið bæði Evrópu- og Norðurlandameistaratitil sinn á síðustu árum.Allt annað hlutverk í dag „Fyrir fjórum árum var ég sú yngsta í liðinu á mínu fyrsta móti en svo er ég allt í einu núna með mestu reynsluna,“ segir Glódís en Sigrún Dís Tryggvadóttir var líka í hópnum í öll skiptin en keppti ekki á EM í fyrra. Þjálfarar liðsins eru Kenneth Hedeegard Christiansen, Bjarni Gíslason, Hjalti Geir Erlendsson, Ásta Þyrí Emilsdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir. Ásdís sat heima þar sem hún á von á sér á næstu dögum. „Síðustu vikuna voru við búnar að undirbúa það að hún færi ekki með. Við vorum samt bara að grínast með það að við ætluðum bara að senda hana af stað í fæðingu með titlinum,“ segir Glódís hlæjandi. Íþróttir Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira
„Þetta var alveg sérstaklega sætur sigur enda við með tiltölulega nýtt lið og nýtt þjálfarateymi,“ sagði Glódís Guðgeirsdóttir sem varð Norðurlandameistari í hópfimleikum með Gerplu í Óðinsvéum um helgina. Gerpla vann eftir mjög harða baráttu við Örebro GF frá Svíþjóð en þetta er í annað skiptið í röð og í þriðja skiptið á fjórum Norðurlandamótum sem Gerplustelpurnar vinna gull á þessu móti. Það var mikil spenna í loftinu á meðan beðið var eftir úrslitunum. Stelpurnar voru búnar að klára sínar æfingar en þurftu að bíða eftir því að sænska liðið fengi sínar einkunnir.Miklar mannabreytingar „Þetta var svakalegt. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera og var eiginlega bara farin að gráta af öllum þessum spenningi. Það var síðan mjög skemmtilegt að sjá okkur í efsta sætinu á töflunni,“ segir Glódís. Gerpluliðið hefur gengið í gegnum miklar mannabreytingar síðan það varð Evrópumeistari fyrir ári. „Mér fannst við vera rosalega mikið að sanna okkur og sanna það að við gætum þetta þrátt fyrir allar þessar breytingar. Þar lá pressan en ekki í því að við höfðum verið Norðurlandameistarar áður,“ segir Glódís. „Í heildina litið þá gekk okkur mjög vel á öllum áhöldunum. Það voru einhver mistök en þau voru ekki dýr. Við vorum því sáttar með allt mótið. Það var ekkert eitt áhald sem stóð frekar upp úr,“ segir Glódís en liðið fékk hæstu einkunn sína á gólfi. Gerpla endaði með 53,833 stig, heilu stigi á undan Örebro sem hafði forystu eftir 2 umferðir, Höganäs GF endaði svo í þriðja sæti með 52,483 stig. Stjarnan, sem einnig keppti í kvennaflokki, endaði í 6.sæti.Fengu alla stúkuna með sér „Dansinn er svolítið erfiður því við þurfum að æfa hann svo svakalega mikið. Það var mjög flott að við náðum að dansa og fá alla stúkuna með okkur. Við fundum alveg að við vorum að skila okkar,“ segir Glódís. Gerpla byrjaði með frábærri gólfæfingu sem gaf liðinu 19,583 stig, fylgdi því eftir með ágætis stökkum á dýnum sem gáfu 16,950 stig og lauk keppninni á trampólíni, sem þrátt fyrir smá hnökra gaf 17,300 stig. „Það var fínt að byrja í dansinum því þá er maður rólegri. Svo þegar við vorum búnar í honum gátum við kveikt á dýrinu og orðið alveg brjálaðar. Það þarf meiri kraft í hin tvö áhöldin,“ segir Glódís í léttum tón. Glódís er sú eina í liðinu sem hefur keppt á síðustu fjórum gullmótum Gerpluliðsins en liðið hefur nú varið bæði Evrópu- og Norðurlandameistaratitil sinn á síðustu árum.Allt annað hlutverk í dag „Fyrir fjórum árum var ég sú yngsta í liðinu á mínu fyrsta móti en svo er ég allt í einu núna með mestu reynsluna,“ segir Glódís en Sigrún Dís Tryggvadóttir var líka í hópnum í öll skiptin en keppti ekki á EM í fyrra. Þjálfarar liðsins eru Kenneth Hedeegard Christiansen, Bjarni Gíslason, Hjalti Geir Erlendsson, Ásta Þyrí Emilsdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir. Ásdís sat heima þar sem hún á von á sér á næstu dögum. „Síðustu vikuna voru við búnar að undirbúa það að hún færi ekki með. Við vorum samt bara að grínast með það að við ætluðum bara að senda hana af stað í fæðingu með titlinum,“ segir Glódís hlæjandi.
Íþróttir Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira