Vill nálgast landsliðið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. nóvember 2013 06:30 Hólmbert Aron Friðjónsson, leikmaður Fram, semur við Celtic í vikunni. Mynd/Daníel Fram verður án síns helsta markahróks í Pepsi-deild karla næsta sumar þar sem að félagið hefur selt Hólmbert Aron Friðjónsson til skoska stórliðsins Celtic. Hann heldur sjálfur utan til Skotlands á morgun þar sem hann mun skrifa undir samninginn. Samkvæmt skoskum fjölmiðlum greiðir Celtic um 23 milljónir króna en samkvæmt heimildum Vísis er hún undir 20 milljónum. HK fær svo 35 prósenta hlut af sölunni en Hólmbert, sem er tvítugur, lék með félaginu til ársins 2011. „Það er allt frágengið og vantar bara blekið á pappírinn,“ segir Hólmbert Aron sem kveður Safamýrina eftir tvö og hálft tímabil í bláa búningnum. Hann fór einnig til reynslu til hollenska liðsins Heracles sem lagði sömuleiðis fram tilboð í Hólmbert. „Ég hefði tekið smærra skref með því að fara til Hollands og það hefði ef til vill hentað mér betur nú. En Celtic hafði mikinn áhuga og var mér afar vel tekið þar. Mér leist svo vel á allar aðstæður og tel að ég fái tækifæri þar til að taka framförum.“ Neil Lennon, stjóri Celtic, hefur sagt í skoskum fjölmiðlum að hann vilji nota Hólmbert Aron strax og hann verður gjaldgengur með félaginu um áramótin. Hólmbert segir að hann hafi þroskast mikið sem leikmaður á síðustu árum og að hann sé reiðubúinn fyrir þetta stóra skref. „Ég finn mikinn mun á mér og er til að mynda mun rólegri á vellinum og líður almennt betur. Sjálfstraustið hefur líka verið að aukast og það hefur sitt að segja. Ég lít björtum augum á framtíðina og ætla mér að verða enn betri leikmaður.“ Hann segir stóra markmiðið hjá sér að komast íslenska A-landsliðið. „Vonandi tekst mér að nálgast landsliðið þó svo að það sé afar mikil samkeppni þar, sérstaklega í sóknarlínunni. En ef maður nær að standa sig vel hjá liði eins og Celtic tel ég að það verði ávallt fylgst með manni.“ Íslenski boltinn Mest lesið Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Sjá meira
Fram verður án síns helsta markahróks í Pepsi-deild karla næsta sumar þar sem að félagið hefur selt Hólmbert Aron Friðjónsson til skoska stórliðsins Celtic. Hann heldur sjálfur utan til Skotlands á morgun þar sem hann mun skrifa undir samninginn. Samkvæmt skoskum fjölmiðlum greiðir Celtic um 23 milljónir króna en samkvæmt heimildum Vísis er hún undir 20 milljónum. HK fær svo 35 prósenta hlut af sölunni en Hólmbert, sem er tvítugur, lék með félaginu til ársins 2011. „Það er allt frágengið og vantar bara blekið á pappírinn,“ segir Hólmbert Aron sem kveður Safamýrina eftir tvö og hálft tímabil í bláa búningnum. Hann fór einnig til reynslu til hollenska liðsins Heracles sem lagði sömuleiðis fram tilboð í Hólmbert. „Ég hefði tekið smærra skref með því að fara til Hollands og það hefði ef til vill hentað mér betur nú. En Celtic hafði mikinn áhuga og var mér afar vel tekið þar. Mér leist svo vel á allar aðstæður og tel að ég fái tækifæri þar til að taka framförum.“ Neil Lennon, stjóri Celtic, hefur sagt í skoskum fjölmiðlum að hann vilji nota Hólmbert Aron strax og hann verður gjaldgengur með félaginu um áramótin. Hólmbert segir að hann hafi þroskast mikið sem leikmaður á síðustu árum og að hann sé reiðubúinn fyrir þetta stóra skref. „Ég finn mikinn mun á mér og er til að mynda mun rólegri á vellinum og líður almennt betur. Sjálfstraustið hefur líka verið að aukast og það hefur sitt að segja. Ég lít björtum augum á framtíðina og ætla mér að verða enn betri leikmaður.“ Hann segir stóra markmiðið hjá sér að komast íslenska A-landsliðið. „Vonandi tekst mér að nálgast landsliðið þó svo að það sé afar mikil samkeppni þar, sérstaklega í sóknarlínunni. En ef maður nær að standa sig vel hjá liði eins og Celtic tel ég að það verði ávallt fylgst með manni.“
Íslenski boltinn Mest lesið Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Sjá meira